Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Kvenfélagsfréttir Hér koma smáglefsur frá síðasta ári og er stiklað á stóru: Seldum hljómplötu til styrktar Vímulausri æsku. Veitingar voru gefnar og seldar um 1500 manns (fundir, jarðarfararkafft o.fl.). Kvenfélagið gaf leikskólanum 10.000 kr. og sambýlinu á Selfossi 5.000 kr. Mikill tími og peningar hafa farið í geymsluna niðri. Um Jónsmessuna fórum við í göngu um Reykholtshverfið en byrjuðum á að skoða garðyrkjustöðina og garðana á Espi- flöt, sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt og fengum við þar glæsilegar móttökur. Hin árlega skemmtiferð kvenfélagskvenna var farin í Skaftafell. Einnig var sú nýbreytni tekin upp að kvenfélagskonur fóru með bömin sín í Tívolí í Hveragerði og í sundlaugina á Örkinni á eftir. Fjáröflunamefnd sá um kökubasar, sem haldinn var í anddyri K.Á. í nóvember. í sama mánuði var einnig kvöld- vaka í Aratungu þar sem kynnt vom verk Jónasar Áma- sonar og var hann gestur kvöldsins. Eftir áramót var síðan leikhúsferð á ,,Síldin er komin“, og var mjög góð þátttaka í henni. 26. febrúar var Skeiðakonum boðið heim og var spiluð félagsvist, síðan vom skemmtiatriði og dmkkið kaffi. Aslaug Jóhannesd. Reykholtsskóli 60 ára Þessa dagana em 60 ár síðan Reykholtsskóli tók til starfa. Eftir því sem næst verður komist, mun það hafa verið í febrúar 1928. Skólinn tekur þá til starfa í nýbyggðu húsi, sem mun vera með fyrstu skólahúsum í sveit á Islandi sinnar tegundar, þ.e. hannað frá gmnni sem skólahús með heimavist, mötuneyti, herbergi fyrir skólastjóra og sundlaug. Þessum fyrsta starfsvetri Reykholtsskóla lýkur 28. apríl, en þá taka 6 nemendur fullnaðarpróf frá skólanum. þeirra á meðal er Eiríkur Sveinsson frá Miklaholti, nú til heimilis í Bergholti. Árspróf taka 46 nemendur. Þeirra á meðal em þeir Þorbergur Jón Einarsson, Gísli Bjamason og Sig- urður Sigurmundsson, en þeir em að undirbúa heimsókn þessa hóps hingað í Reykholtsskóla til að minnast þessara tímamóta í sögu skólamála í Biskupstungum og um leið að rifja upp skemmtilegar minningar frá vem sinni hér í hópi skólasystkina. Þeir félagar mættu á fund hjá skólanefnd Reykholtsskóla fy rir nokkm og var þá ákveðið að fyrsti ár- gangur skólans kæmi í heimsókn í byrjun maí nk. Að loknum fundi var farin skoðunarferð í, ,gamla skóla“ og henni lokið í gamla matsalnum, þar sem ráðskonur skólans höfðu hellt á könnuna og hlaðið borð af kaffi- brauði. Þama í kjallara , ,gamla skóla“ sátu nú þessir þrír heiðursmenn yfir rjúkandi kaffi og rifjuðu upp með bams- legu yfirbragði skólastarfið og uppákomur því tengdar 60 ámm áður. Skólanefnd hefur ákveðið að gefa út blað sem verður helgað 60 ára starfi skólans og er áætlað að það komi út í endaðan apríl. — Ritnefhd sú er skipuð hefur verið til að sjá um þessa blaðaútgáfu bað um að láta þess getið að allar ábendingar og frásagnir sem tengjast starfi Reykholtsskóla sl. 60 ár væm vel þegnar. Ef einhversstaðar leynast gamlar myndir af skólanum eða af fólki tengdu skólanum em þær mjög vel þegnar. Þær em jafnvel forsenda þess að blaðið þjóni þeim tilgangi sem til er ætlast. Umsjónarmenn blaðsins em þeir Þorfinnur Þórarinsson á Spóastöðum og Unnar Þór Böðvarsson í Reykholti. í félagi við kennara skólans hefur verið ákveðið að gefa nemendum skólans kost á starfsviku sem tengdist starfi Reykholtsskóla á liðnum 60 ámm. Starfsvika þessi er áætluð 14.-18. mars og verður afrakstur vikunnar til sýnis í skólanum, öllum þeim sem áhuga hafa á að heimsækja skólann í tilefni afmælisins. Skólanefnd mun gefa sýning- argestum kaffi í Aratungu í tengslum við sýninguna. Unnar Þór Böðvarsson Gamlir nemendur í Reykholtsskóla. Frá vinstri: Sigurður Sigurmundsson, Gísli Bjarnason og Þ. Jón Einarsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.