Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein ✓ A aðalfundi Ungmennafélagsins í vor var kosin ný ritnefnd L-B. Tveirúr fyrri ritnefnd gáfu ekki kost á sér til endurkiörs. Það voru þeir Jón Þór Þórólfsson, sem var ritstjóri síðasta starfsár, og Stefán Böðvarsson, sem annast hefuruppsetningu blaðsms síðustu ár. Em þeim þökkuð ágæt störf fyrirblaðið. Vonandi nýtur ntnefnd aðstoðar þeirra áfram a. m. k. fyrst um sinn. Þá eru nýir ritnefndarmenn boðnir velkommr til starfa. Ekki er við því að búast að ritstjómarstefna blaðsins breytist við mannabreytingar sem þessar. Niðurstöour lesendakönnunar, sem nemendur í Reykholtsskóla gerðu og birt var í síðasta blaði, munu ekki leiða til mikilla breytinga á blaðmu. L-B mun hér eftir sem hingað til byggja fyrst og fremst á efni sem blaðinu berst. Reynt verður að gefa lesendum tækifæri til að fylgjast með því helsta sem er að gerast í sveitmni, og í því efni er leitast við ao sinna sem flestum áhugahópum svo semmeðþvíaðflytjabæðifréttirafverklegumframkvæmdurm og íþróttaafrekum æskufolks, svo aæmi séu nefnd. Mikill áhugi erhjá ritnefnd að leggja framfaramálum lið. Vonandi færblaðið einhverju áorkað í þeim efnum. Svo sem von er til em umhverfismálin ofarlega í huga margra nú á vordögum. Augu fólks eru nú að opnast fyrir því að snyrtilegt umhverfi hefur mikið gildi. Stundum virðist sem pað se aðallega í þagu gesta að hafa staði aðlaðandi. Ekki er að efa að “glöggt er gests augað , og þar sem markmiðið er að fá sem flesta þeirra, hefur mikio að segja að þeim finnist umhverfið fallegt og sjái að þar er vel um gengið. Ekki má þo vanmeta gildi vinalegs umhverífs fyrir þá er við það búa að staðaldri. Flestum líður betur þar sem allt er í röð og reglu og þykir vænna um staði þá er dvalið og starfað er á, ef þar er snyrtilegt. Biskupstungur er víðlend sveit og þar fer fram margskonar starfsemi. Af þessuleiðiraömikiðverkeraðlátahanaallalítavelút. Margtervelgertíþeim efnum. Umhverfisnefndirstarfabæðiávegumsveitarstjómarogbúnaðarfelags, mslgámum hefur verið komið fyrir á allmörgum stöðum, ýmis félög beita sér fyrir hreinsunum og mikil vinna er lögð í að snyrta og fegra staoi eins og umhverfi opinberu bygginganna í Reyknolti. Þarhefur orðið veruleg breyting til batnaðar á síðustu arum. á ýmsum öðrum stöðum er umgengni mjög góð. Gaman væri ef allar dreifðar jámplötur, plastpjötlur og ónýtar girðingar yrðu horfnar áður en þetta sumar er liðið. Það kostar mikla vinnu, en mikiö er unnt að gera ef margir leggja hönd á plóg. A. K. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.