Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 9
Torfastöðum. Þá er samþykkt að rituð sé fundargerð á öllum fundum eftirleiðis í sérstaka bók. Þá er ákveðið að búið taki til starfa í elleftu viku sumars. Þá eru í stjórn: Sveinn í Miklaholti ogÞorfinnurÞórarinsson áSpóastöðum. íþessari fundargerð er samþykkt tillaga frá Þorfinni: a) Fundurinn bannar féhirði stranglega að nota reikningslán búsins eða veltufé þess í sínar þarfir eða annarra án heimildar frá félögum búsins. Vorið 1911 býður Ingvar beykir á Eyrarbakka að selja búinu smjörkvartil. Keypt vom 150 kvartil. Árið 1913 virðist vera hætt að sýra smjörið. Þá eru í stjórn Þorfinnur á Spóastöðum, Víglundur í Höfða og ÞórðurHalldórsson á Stóra-Fljóti. Þá er þeim Halldóri í Hrosshaga og Jóni í Tjarnarkoti lánað til skilvindukaupa til tveggja ára. 23. maí 1913 eru samþykkt ný lög ijómabúsins. Ég hef ekki fyrstu lögin, en ég tel rétt að birta þessi lög orðrétt: Lög Torfastaðarjómabúsins:: 1. gr. Rjómabúið er stofnað í þeim tilgangi að bœta meðferð og verkun smjörsins, auka framleiðslu þess og útvega svo góðan markað þess sem kostur er á. 2. gr. Rjómabúið er félagseign. Félagsmaður er hver sá sem flytur rjóma til búsins til smjörgerðar. Allir félagsmenn hafa sama rétt og sömu skyldur og taka þátt í rekstri og stofnkostnaði búsins að réttri tiltölu við smjörframleiðslu þeirra í búinu. 3. gr. Þeirsemgerastfélagsmenneftirsamþykkt þessara laga, skulu greiða inngangseyri, 3 aura af hverju pundi smjörs hið fyrsta sumar. Inngangseyrir rennur í varasjóð. 4. gr. Smjörgerðina á búinu hefur á hendi stúlka sem tekið hefur prófí mjólkurskóla hér eða erlendis. 5. gr. Rjóma sinn skal hver félagsmaður flytja til búsins einu sinni á dag eða sjaldnar eftir samkomulagi við bústýru og bera sjálfur kostnað afflutningnum með styrkfrá búinu eins ogfyrir er mœlt í 8. gr. Ekki er bústýru skylt að taka á móti rjóma síðar en kl. 2 síðdegis. 6. gr. Fötur til að flytja rjómann í til búsins, leggjafélagsmenn sér sjálfir til. Efrjómabústýra álítur flutningafötu óhœfa til notkunar, tilkynnir hún það eiganda og skal hann þá tafarlaustfá sér nýja. 7. gr. Komi skemmdur eða óhreinn rjómi til búsins, skal bústýra senda hann heim aftur. Ekki á eigandi rétt til skaðabótafrá búinufyrir rjóma, sem þannig hefur komið gallaður til búsins. Eigi má flytja rjóma til búsins úr veikum kúm og eigi heldur úr nýbœrum, fyrr en eftir fjóra dagafrá burðiþeirra. Vikulega skal bústýra gefa vitnisburð um gæði rjómans og senda félögum með athugasemdum. 8. gr. Félagar hafa ekki leyfi til að halda rjóma heima til heimilisnota og smjörgerðarfráfráfœru til rétta, nema stjórn búsins leyfi. Brjóti einhver þetta ákvæði varðar það sektum frá 2 til 20 krónumerstjórnbúsinsákveður. Sektirnarrenna í varasjóð. 9. gr. Rjómabússvæðið skiptist í rjóma- flutningsdeildir. Hver deilder sjálfráð um tilhögun á flutningi á sínum rjóma, en allra deildarmanna samþykki þarf þó til þess að ekki sé félagsflutningur. Félagssvæðið skiptist í deildir þannig: 1. Uthlíðardeild: Úthlíðarsókn öll nema Holtakot og Arnarholt ásamt Syðri-Reykjum Tjörn og Tjarnarkoti. 2. Skálholtsdeild: Skálholtssókn öll sem búið notar ásamt Hrosshaga, Reykjavöllum, Torfastöðum og Miklaholti. 3. Bræðratungudeild: Bræðaratungusókn öll ásamt Einholti. 4. Vatnslevsudeild: Torfastaðasókn öll sem ekki hefur áður verið talin, nema Ból og Kjaranstaðir. (Kjarranstaðir skrifað með tveimur r um) ásamt Holtakotum. 5. Haukadalsdeild: Sóknin öll nema Einholt ásamt Bóli og Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.