Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 13
Hreppsnefndarfréttir í júní 1991 í byrjun júnímánaðar var haldinn sveitarfundur svo að ef til vill er ekki þörf á fréttum frá hreppsnefnd um það sem afgreitt hefur verið þar undanfarna fundi. Ekki var mæting mikil á sveitarfundinn af hverju það svo sem stafar. Þarvarkynntfjárhagsáætlun ársins 1991 og frammi lágu reikningar sveitarfélagsins fyrir árið 1990. í mars kom fyrir hreppsnefnd erindi frá íbúafélagi Reykholts vegna hundahalds í Reykholti. Hreppsnefnd ákvað að bíðameð að afgreiða málið og taka það til umræðu á sveitarfundinum en lítil umræða fór þar fram um málið og var þannig lítið hægt að ráða í vilja og hug sveitunga. í afréttarmálum er það helst að frétta að áform eru uppi um það að færa hesthúsið og girðinguna í Hvítárnesi að Svartá og verður vonandi hafinn undirbúningurað því í sumar. Einnig eru uppi áform um að byggja upp nýja aðstöðueðaþjónustumiðstöðþar, íframhaldi af hesthúsflutningnum. Nokkrirframtakssamir sveitungar hafa bundist samtökum um að byggja hesthúsvið Hvítárbrú og erætlunin að vinna það í sumar. Byggingarnefnd Slysavarnardeildarinnar hefur farið fram á samvinnu við hreppinn um byggingu húss og er það mál í athugun. Búið er að gera samninga um yfirtöku hreppsins á rekstri hitaveitu Reykholts og er því hreppurinn formlega tekinn við rekstri veitunnar. Heimiluð var bygging veiðihúss á Iðu. Skálholtsmál hafatöluvert komiðtil umræðu í hreppsnefnd undanfarið. Farið var fram á að aðalskipulag yrði tekið upp og því breytt svo hönnuðir staðarins í dag gætu unnið skipulagsvinnu eins og þeirvilja hafa hana, en nú er nýverið búið að skipa enn eina nefndina sem á að fara með málefni Skálholtsstaðar og þar með skipulagsmál. Hreppsnefndtreysti sérþví ekki til að afgreiða eða láta vinna nýtt aðalskipulag enda virðast málin varðandi Skálholt breytast mjög ört og stefnur vera óljósar. Búið er að fara í gegnum tillögur sem bárustum merkisveitarfélagsins. Dómnefnd gerði tillögu um að merki sem Páll Skúlason hannaði yrði valið og var það samþykkt. Samþykkt hefurverið að koma upp kæli og frystiklefaaðstöðu f Aratungu og er þá örugglega orðin miklu betri aðstaða fyriralla sem vinna í húsinu við matargerð. Pósturog sími hafa kynnt aðsetjaeigi upp stafræna stöð hér í sveit í haust og þeirvilja einnig setja upp mastursem hafi það hlutverk að halda sambandi við sveitina þótt símkerfið bili eða skemmist. Vangaveltur eru um að byggja hér hús en í hvaða formi það verðurer ekki frágengið. Fram hefur komið að búið er að gera samning um áframhaldandi byggingu á FjölbrautarskólaSuðurlands. Þetta mun ekki auka greiðslubyrði sveitarfélaga því bygging hefst ekki fyrr en búið er að greiða upp lán vegna byggingar fyrri áfanga skólans. Fyrirspurn kom fram á sveitarfundinum um hugsanlegan akstur með námsmenn í Fjölbrautarskólann héðan úr sveitinni. Ef áhugi er fyrir slíkum akstri þarf aö hafa samband sem fyrst við Fjölbrautarskólann svo hægt sé að athuga hvort það er framkvæmantegt og næg þátttaka. Héraðsnefnd veitti 2,5 milljónir króna í viðhald sýsluvega hér í hreppnum og verður nú hægt að Ijúka skurðinum sem byrjað var á s.l. haust í Laugarási. Bygginganefnd Reykholtsskóla er að Ijúka störfum og gerði það með móttöku álistaverki til skreytingar í skólanum en það er eftir Gísla Sigurðsson. Úterkomiðferðamannakortsem unniðvar að frumkvæði ferðamálanefndar og á það vonandi eftir að auka viðkomu ferðamanna og tekjur af þeim hér í sveitinni. D.K. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.