Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 21
Samgöngur í Biskupstungum. Eftir Garðar Þorfinnsson. Inngangur: í þessu verkefni ætla ég að lýsa því hvernig samgöngur þróuðust í Biskupstungum frá 1900- 1990 og segja frá helstu samgöngumannvirkjum sem felst í vegum og brúm. Meginmál. Árnar tvær, Hvítá og Brúará, sem marka Biskupstungur nánast alveg, hafa löngum verið erfiðar yfirferðar. Þær voru riðnar á vöðum frá því að byggð hófst. Vöðin voru á tvennan máta: þar sem var grunnt og lygnt og sem hestamir gátu vaðið yfir en hin voru þannig að hestarnir þurftu að synda. Slys komu oft fyrir og var það helst í myrkri vegna þess að þá villtust menn út úr vöðunum og fóru þar sem var straumhart og djúpt. Einnig þegar menn fóm niður um ís á vetmm. Fyrstu brýmar yfir Hvítá við Brúarhlöð og Brúará ofan við Efri-Reyki voru gerðar af náttúrunnar hendi. Þærvomeingöngufyrirhestaogfólk. Það voru steinbogar en þeir voru báðir brotnir niður af manna völdum vegna ósamkomulags og til að sporna við því að það kæmu flækingar í Skálholt. Árið 1901 var svo byggð trébrú á Brúará þar sem steinboginn var. Þetta var upphaf af mesta átaki sem gert hefur verið í vegamálum þar í sveit. En það var þegar konungsvegurinn svonefndi var byggðurfyrirkonungsheimsóknina 1907. Fyrsta Brúarhlaðabrúin var þó byggð árið áður, 1906. Tungufljótsbrú frá 1929 Síðan kom tímabil sem litlar framkvæmdir vom. 22. nóvember 1907 vom samþykkt vegalög á Alþingi sem í vom ákvæði um þegnskyldu í vegagerð, þar sem allir verkfærir karlmenn yrðu að vinna dagstund í vegagerð á ári. Þessi lög frá 1907 virðast ekki hafa orðið að miklu gagni í Biskupstungum en þó voru hlaðnir upp vegstubbar hér og þar í sveitinni. Nýtt tímabil framkvæmda 1920 - 1930. Árið 1920 var kominn bílfær vegur upp að Brúará hjá Spóastöðum. 1921 var byggð brú á ána og vegur lagður að Torfastöðum sem var veruleg samgöngubót. Þá kom nokkurra ára hlé vegna þess að menn vom ekki á eitt sáttir hvar vegurinn skyldi liggja um sveitina. 1928 var ákvörðun tekin og vegur lagður upp í Reykholt. BrúináTungufljótivarbyggð 1929 og þá um leið var gerð braut að Gullfossi og Geysi. Eftir þessar framkvæmdir var aðeins um viðhald ogendurbæturaðræðaþartilárið 1957 aðlðubrúin var reist en hún tengir saman uppsveitir Ámessýslu. Síðan var byggð brú á Brúará hjá Efri-Reykjum 1961 sem tengdi saman Laugardal og Biskupstungur. Þá var lagður vegur beint á milli Geysis og Gullfoss og Tungufljót brúað þar. Lokaorð: Biskupstungur eru stór sveit og mjög erfið yfirferðar vegna vatnsfalla. Samgöngubætur einkennast af miklum framkvæmdum á stuttum tíma en með löngum hléum. Þarfir ferðamanna að Gullfossi og Geysi hafa a.m.k. einkennt framkvæmdir og framkvæmdahraða. Það má kallast mjög merkilegt í þessu sambandi aðeinn maður geti munað öll stig þessarar þróunar, frá því þegar enginn bátur var til vegna fjárskorts, þegar dragferjur voru notaðarog til þess að ný brú var gerð á Tungufjólt 1990. Einn þessara manna er Valdimar Pálsson frá Spóastöðum sem nú er búsettur á Selfossi. Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.