Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 29
Leikskólinn Álfaborg Leikskólinn heíurveriö rekinn meö svolítið ööru yfirbragöi í vetur en áöur. Fóstrur og starfsfólk leikskólans hafa í fyrsta sinni notið handleiöslu utanaökomandi aöila sem er fóstra og hefur þaö orðið til þess aö nýjar hugmyndir og starfsaöferöir hafa oröið markvissari og þroskast mjög skemmtilega. Þannig hafa börnin veriö látin mynda hópa sem hafa þurft aö gegna ýmsum skyldum og ábyrgö. Hópstjóri hefur veriö fyrir hverjum hópi og hafa þau þannig fariö í ýmss hlutverk gagnvart hvert ööru og virðist þaö hafa gefiö mjög góöa raun í daglegu starfi þeirra og þroska. Þau höföu oftast sinn félaga í starfi og leik og þurftu þannig aö taka tillit til hvers annars og aöstoöa hvert annaö. Einnig hafa veriö tekin fyrir mörg verkefni meö börnunum. í vetur skoöuöu þau t.d. tré og læröu um þau og var hápunktur þess náms aö fara í Haukadal fyrir jólin og ná sér í jólatré sem var höggviö fyrir þau. Þau fóru í allar kirkjur í Biskupstungum og skoöuöu þær og unnu svo úr því sem þau höföu séö og reynt þegar komið var til baka. Setiö að snæöingi á Toriastööum eftir heimsókn í krikjuna og fjárhúsiö. Á sumardaginn fyrsta héldu foreldrar og fóstrur daginn hátíölegan meö því aö bjóöa sveitungum í opið hús og kaffiveitingar í húsnæöi leikskólans ígamlaskólanum. Þetta hefurverið gert undanfarin ár og alltaf lukkast mjög vel og verið skemmtilegt. í byrjun var farið í skrúögöngu niöur á íþróttavöll en skrúögangan hélt rösklegaáframendaveöur heldur kalt og vindasamt. Svo var drukkið kaffi og tombóla haldin og þeir sem vildu láta mála sig í framan fengu nýtt andlit. Á sumardaginn fyrsta. í apríl s.l. kom um þaö fyrirspurn frá foreldrum hvorthægtværi aö fáleikskólanntil aö starfa í sumar. Gerö var ítarleg athugun á því hvort þaö væri tilfellið aö foreldrar myndu nota leikskólann ef hann væri starfræktur aö sumri til en fram aö þessu hefuráhugi foreldra á sumarstarfi ekki veriö fyrir hendi. Leikskólanefnd fékk jafnframt fyrirspurn um þaö frá ungri konu hvort hún fengi vinnu viö leikskólann í sumar og því var látið á þaö reyna hvort vilji væri fyrir því hjá hreppsnefnd aö gera tilraun meö leikskóla í tvo mánuöi í sumar. Ekkigekkþað en umræöan erkomin í gang svo aö ef áhugi eykst þá veröur aö taka afstööu til þess í framtíðinni hvort veita eigi leikskólaþjónustu á sumrin og þá um leið meö hvaöa hætti þaö verður. í dag erstaöan sú aö leikskólinn hefurekki fengiö neinn starfskraft fyrir veturinn en vonandi breytist þaö fyrr en seinna. Fram aö þessu hafa mannaskipti verið á hverju hausti í leikskólanum og leit illa út meö þaö í fyrra haust aö viö næöum í góöa starfskrafta í tækatíð. Þaö eraö mörgu leyti mjög bagalegt fyrirstarfsemi leikskólans og veldur óöryggi í byrjun hvers vetrar, bæöi fyrir foreldra og börn. D.K. Litli - Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.