Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 14
Gönguleiðir í Biskupstungum eru fjölmargar fýsilegar leiðir fyrir þá er áhuga hafa á að rölta um land, njóta náttúru og finna frið. Er ekki úti í hött að freista þess að kynna einhver- jar slíkar slóðir hér í L-B. Rétt er að geta þess í upphafi að fyrir getur komið að búendur séu ekki alkátir yfir því að fólk sé að troða þeirra lönd. Einkum mun þetta verða ef göngufólk gætir þess ekki vel að traðka ekki niður viðkvæmanræktaðan gróður, styggja fénað, skilja eftir opin hlið eða skemma girðingar. Á hinn bóginn mun gert ráð fyrir því að fólki sé heimilt að ganga um land og þá einkum með ám og vötnum. Væntanlega þarf að rikja hér gagnkvæmur skilningur og tillitssemi svo komist verði hjá árekstrum. Hér verður þess freistað að greina nokkuð frá stuttri og aðgengilegri gönguleið. Er sú á vestur- bakka Tungufljóts ofan við miðbrúna. Farið er af Biskupstungnabraut rétt norðan við brúna frá 1929. Þetta er í landi Heiðar. Hlið er á girðingu austan við veginn. Þarna hefur fé verið geymt milli skilarétta á haustin. Er hér kallaðGljúfur. Efgengiðer norðureftirbrúninni ábrekkunni á vesturbakkaFljótsins erbrátt komið að vallgróinni fjárhústótt. Þar var fjárhús frá vesturbænum á Vatnsleysu. Sagt er að það hafi fyrst verið byggt fyrir rúmum 100 árum, og þá hafi verið hér svo þéttur skógur að höggva þurfti rjóður í hann fyrir húsið. Nú sést aðeins ein hríslukrækla í klettabrún norðan við tóttina. Líklega hefur sauðunum stundum verið lítið gefið þarna eins og sagan um það, þegar Halldór bóndi á Vatnsleysu, sá er kallaður var rfki, var að gefa þeim á gaddinn, ber vitni um, og þeir gengu svo hart að þeir tróðu karlinn undir og slapp hann naumlega frá þeim. Greið og þurrleg leið er inn með Fljótinu, valllendi af stað en melbakkar innar. Þar kemur að læk er Koðralækur nefnist. Hann rennur á mörkum Vatnsleysubæjanna og Holtakota. Hólmi er í Fljótinu á móts við lækjarkjaftinn. Hann er nefndur Koðrhólmi. Nafnið er skemmtilegt því óljóst er hvað það merkir. Mér hefur verið sagt að ullarskiki á kind hafi stundum verið kallaður Koðri, en Orðabók Menningarsjóðs skýrir það (hrúts) pungur. I hólmanum er töluverður trjágróður, bæði birki og víðir. Lækurinn er oftast vatnslítill, en þó líklega meiri en svo að auðvelt sé að komast yfir hann þurrum fótum á skóm. Þá er komið í land Holtakota, og til vinstri eru sumarbústaðir systranna þaðan, Rögnu og Dórotheu og Hlíf er einnig farin að undirbúa byggingu þama. Enn er farið inn með Fljótinu og er gott að ganga alveg á bakkanum. Þar má a.m.k. stundum sjá litlar birkiplöntur, sem líklega hafa vaxið upp af fræi sem fokið hefur úr hólmanum. Sumstaðar á þessum slóðum mótar fyrir gömlum reiðgötum og hestvagnaslóða. Brátt er komið að litlum læk íalldjúpumfarvegi. Núerfariðað nálgastréttirnar gömlu, semlagðar voru af fyrir tæpum 40 árum. Lengst af var engin brú á Fljótinu og þurfti því að reka Eystritun- guféð yfir Fljótið. Mun hafa verið farið með það út af tanganum sunnan við þennan læk. Þegar yfir lækjarfarveginn kemur ættu þeir sem greina hljóð fortíðarinnar að heyra kindajarm, hróp og hlátur, harmonikkutónlist, söng og sitthvað fleira, sem tilheyrði miðvikudeginum í 22. viku sumars hér frá ómunatíð til haustsins 1954. Fyrstaréttamannvirkið, semkomið er að, er réttagerðið eða safngerðið. Hríslan á Gljúfrinu. Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.