Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 6
Hvað segir þú til? í nýrri ritnefnd L-B kom fram sú hugmynd að draga saman í stuttan þátt helstu fréttir úr sveitinni. Að þessu sinni verður greint frá því helsta sem borið hefur við á fyrri hluta ársins 1991. Tíðarfar hefur verið mjög gott, snjóléttur vetur, lítill klaki í jörð og gróður kom snemma. Helstu frávik frá verðurblíðu felast í nokkrum óveðurshrinum. Einkum var rokið 3. febrúar slæmt. Nokkur hús fuku alveg og önnur skemmdust verulega. Flest voru þau gömul og lúin. Þáfukujámplötur af allmörgum byggingum, og eru þær nú víða til óþurftar og leiðinda í umhverfinu. Helstu skemmtanir voru þorrablót í umsjá Skálholtssóknar í byrjun þorra og árshátíð Hesta- mannafélagsins Loga á góu. Báðar voru þær vel sóttar og fóru vel fram. M-hátíð hefur staðið yfir frá 12. apríl, en þá var kvöldvaka með dagskrá og listsýningu í Ara- tungu. M-hátíð barnanna var þar líka um sumarmálin og myndlistarsýning í Reykholtsskóla um miðjan júní. Viðburður í samgöngumálum var er Tungu- fljótsbrú var formlega tekin í notkun 19. janúar Þegar þetta er ritað eru verktakar úr sveitinni að undirbyggja kafla á Biskupstungnabraut frá ve- gamótum við Skálholtsveg og upp á móts við Spóastaðasmalaskála. Miklar annir hafa verið í verksmiðju Yleiningar. Þar er nú unnið á tveimur vöktum og oft eitthvað um helgar. Verið er að byggja tvær kaupleiguíbúðir í húsi sunnan við Bergholt. Þá er verið að bora eftir heitu vatni rétt við Reykholtsskóla ogstofnuð hefur verið ný hitaveita er nefnist Brúin. A hennar vegum er unnið að því að koma heitu vatni frá Reykholti austur í Tungu- hverfi og upp að Vatnsleysu. Sundlaug ásamt setlaugum og búningsaðstöðu hefur verið byggð í Uthlíð. Mun það einkum ætlað sumarbústaða- og ferðafólki. I ársbyrjun hófst útgáfa fréttabréfs hér í sveit, sem nú hefur hlotið nafnið Tungna-tíðindi. Það kemur út um hver mánaðamót og flytur tilkynningar um samkomur, fundi og fleira , sem á döfinni er. Heilsufar á fólki hefur verið heldur gott það sem af er árinu. Þó heijaði inflúensufaraldur um tíma á útmánuðum. Þjóðhátíð var haldin 17. júní, og sáu hin ýmsu félög í sveitinni um undirbúning og framkvæmd hennar. A.K. { Eyravegi 3, Selfossi Simi 98-21439 ) Raflagnir í nýbyggingar og viðhald eldri raflagna. Viðgerðir og viðgerðaþjónusta. Fljót og góð þjónusta. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.