Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 19
ingar, en ég afþakkaði það, en þau sögðust þá koma á móti okkur út dalinn. Glaðir og hressir tókum við daginn snemma í sól og blíðu, riðum út dalinn. Fórum yfir brúna á Vatnsdalsá, framhjá Gríms- tungu sem nú er í eyði. Gömlu hjónin Lárus og Petrína, sem gerðu hér garðinn frægan eru nú flutt til dóttur sinnar og tengdasonar að Bakka hér í sveit. Komum og stoppuðum aðeins á Haukagili og höfðum hestakaup við húsmóðurina. Afram var haldið í rólegheitum í sól og blíðu framhjá Saurbæ, þar sem Gísli bjó sem kenndur var við Þórormstungu, hestamaður og glaðsinna hagyrðingur. Þegar við komum á móts við As komu til móts við okkur Mosfellshjón. Veittuvel. Svo var tekinn tappi úr pelum að skilnaði, Þeir fóm með hestana vestur í Víðidal, en égíbílinn með Mosfellshjónum og þau buðust til að keyra mig heim á bæi þar sem ég ætti kunningja. Fyrst og fremst fómm við heim að Bakka að hitta gömlu Grímstunguhjónin, Láms og Petrinu. Hún var búin að liggja rúmföst í nokkur ár, en Láms var hress og sagðist mundi geta starfað og smalað ef það væri ekki sjónleysið. Svofórum við heim að Hofi að hitta Gísla og Valgerði. Þar áttum við ánægjulega stund. Eitthvað fómm við víðar sem ég man ekki að tilgreina, áður en við komum að Mosfelli um kvöldið. Eins og áður gat um fóm þeir þrír með hestana vestur og komu þeimfyrirígirðingu, migminnir á bæ sem heitir Lyngás. Þarna var Greipur kunnugur en við hinir allir ókunnugir. Þeir gistu þarna vesturfrá um nóttina, en þeir komu svo daginn eftir austur í Mosfell, Þórarinn og Ingimar, og við gistum þar næstu nótt og vomm þar í hádegismat sem var bæðimikilloggóður. Núvorum við þama hestlausir og bíllausir en þau Mosfellshjón töldu ekki eftir sér að keyra okkur vestur til hrossanna og þegar þangað var komið vom hrossin rekin í rétt og lagt á og drifið sig af stað. Nú var það Greipur sem réði ferðinni, því hann var hér kunnugur, búinn að vera hér vinnumaður í nokkur ár. Greipur fékk gistingu fyrir okkur á bæ sem heitir Dæli og var þar að öllu ley ti gott að vera. Nú var hugsað til heiðarinnar. Við stoppuðum aðeins á næsta bæ við heiðina sem heitir Hrappstaðir. Ég kannaðist við bóndann, því hann kom til mín þegar ég var á Hveravöllum. Hann fylgdi okkur að heiðar- girðingunnien þangað varmjög ógreiðfær vegur. Núkvöddum við og þökkuðum samfylgdina og góðar leiðbeiningar. Við héldum svo áfram í suðurátt á algjörri vegleysu og sums staðar mjög ógreiðfært. Nú emm við komnir að Skammá við Réttar- vatn. Viðslepptumhestunumá hagana við vatnið, en þeir stoppuðu þar ekkert og við vor- um rétt búnir að tapa þeim þvi það skall yfir þoka, en við náðum þeim og settum þá í girðingar- hólf sem þama var. Þama var yfirbygging af stórri rútu sem hafði verið flutt þangað af Miðfirðingum og notuð af gangnamönnum og haldið til í við veiðiskap. Við hituðum þarna og borðuðum. Þegar við ætluðum að fara að taka okkur upp og fara af stað kom hópur fólks sem ætlaði að_ fara að stunda veiðarþarna. Áttumvið skemmtilega stund með þessu fólki. Gengu pelar milli manna og mikið sungið. Allir dagar eiga kvöld, svo við urðum að yfirgefa þennan gleðskap og halda af stað. Nú var kominn kafaldsdrífa _sem að hélst í náttstað við Álftakrók. Þangað komum við að ganga 3 um nóttina. Þá var sæluhúsið fullt af fólki í fasta svefni, en fljótlega kom út maður og vildi allt fyrir okkur gera. Hjálpaði okkur að koma hestunum í hús, hitaði okkur kaffi og sagði fólkinu að hliðra til svo við gætum lagt okkur, því við vorum hálfblautir og kaldir. Ég svaf þama hjá borgfirðskri frú, sem kom fljótlega hita ímig. Mannsþess sem best hjálpaði okkur um JARÐVARMI ER OLÍA ÍSLANDS Látiö SET einqngrun vernda varmann Eyravecji 43 800 Selfossi Litli - Bergþór 19 Box 83 Simi 98 22/00

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.