Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 4
Frá aðalfundi U.M.F. BISK. Aðalfundur var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Breyting var í stjóm. Sigurjón Sæland gaf ekki kost á sér aftur en inn kom Perla Smáradóttir. Stjómin er nú þannig skipuð: Margrét S verrisdóttir formaður, Brynjar Sigurðsson gjaldkeri, Perla Smáradóttir ritari. Varamenn: Róbert Einar Jensson, Eiríkur Georgsson. Útgáfunefnd: Arnór Karlsson, Drífa Kristjánsdóttir, Geirþrúður Sighvatsdóttir, Pétur Skarphéðinsson, Kolbrún Sæmundsdóttir. Til vara: Anna Sigríður Snædal. Endurskoðandi: Gylfi Haraldsson. Til vara: Arnór Karlsson. Fulltrúi í rekstrarnefnd: Margrét Sverrisdóttir, Til vara: Kjartan Sveinsson. í þjóðhátíðarnefnd sendir U.M.F.B. einn fulltrúa Mörtu Sonju Gísladóttur. Mánudaginn 6. maí var haldinn fundur í Reykholtsskóla með foreldrum og nemendum 8. 9. og 10. bekkjar. Var þessi fundur um vímulausa æsku, en þaðan komu tveir fulltrúar. Var fundurinn allvel sóttur. Að þessum fundi stóðu U.M.F.Bisk og Kvenfélagið. U.M.F.B. var svo beðið um að taka að sér fósturbarn í náttúrunni. Akveðið var að taka brekkuna fyrir ofan íþróttavöllinn. 9. júní mættu svo kl. 14 um 20 manns og plöntuðu út um 50 plöntum, birki, greni og ösp. Um fjögur leytið, þegar búið var að planta út, var svo sest niður og fékk fólk sér kók og prins póló. F.h. stjórnar U.M.F.Bisk. Perla Smáradóttir. Ummönnun fósturbarnsins. Félagsmenn íþróttadeildar hafa haft ýmsum hnöppum aö hneppa undanfarnar vikur og jafnvel mánuö. Efst í huga okkar núna er auövitaö þaö afrek Róberts Jenssonar aö komast í unglingalandsliöiö sem fer á ólympíuleika unglinga í Brussel í sumar. Þaö hefur líka ýmislegt annaö veriö aö gerast. Unglingarnir okkar vöröu FI.S.K. meistaratitilinn í frjálsum innanhúss í vetur. Körfuboltaliðið varö í ööru sæti eftir haröa baráttu viö Laugvetninga. Viö fórum út aö Laugarvatni á sumardaginn fyrsta á hiö árlega þriggjafélagamót, en uröum aö sætta okkur viö neösta sætið. Viö fórum meö hóp af krökkum á borðtennismót H.S.K. Fyrst meö yngri hópinn aö Laugalandi í Holtum og síöan viku seinria meö eldri krakkana í Hveragerði. Krakkarnir stóöu sig mjög vel, en úrslit liggja enn ekki fyrir. Þaö var haldiö innanfélagsmót í sundi nú í vor, meö ágætis árangri. Leikjanámskeiö H.S.K. er oröinn árlegur viöburöur hér, en um 30 krakkartóku þátt í því. Landshlaup F.R.Í varháö ádögunum. Viö fórum meö 12 krakka, sem hlupu einn km hvert. Viötókum viö keflinu á sýslumörkum í Herdísarvík fyrst félaga á sambandssvæði H.S.K. og skiluöum því til Gnúpverja, sem héldu áfram hlaupinu. Seinna um kvöldiö fóru síöan fleiri krakkar og hlupu fyrir félög, sem guggnuöu á þátttökunni. Þegar þetta er skrifaö erum viö í óöa önn aö undirbúa okkur fyrir íþróttahátíö H.S.K. sem veröur haldin á Hvolsvellidagana29.-30. júní. Auövitaö vonumstviö eftirgóöum árangriþarhjáokkarfólki. Síöan ernæstaskref hjá okkur aö halda þriggjafélagamót á Reykholtsvelli 6. júlí. F.h. íþróttadeildar, Áslaug Sveinbjörnsdóttir Litli - Bergþór 4 Þáttakendur á leikjanámskeiði

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.