Litli Bergþór - 01.03.1993, Qupperneq 4
Hreppsneftidarfréttir.....
Hreppsnefndarfréttir hefur vantað í tvö s.l. hlöð og hafa margir komið að máli við ritnefndina
um að þeir söknuðu þeirra. Hér bœtir ritnefndin úr og er þetta úrdráttur úr öllum fundargerðum
sem gerðar hafa verið áfundum síðan 13. okt. til loka ársins 1992.
D.K.
Þriðjudagur 13. okt. 92
1. Undirbúningur vatnsveitu.
Mælt var í lindinni við Austurhlíð og reyndust vera
þar 39 I á sek. Það kom fram að mun meiri áhugi er
fyrir vatninu en áður var talið. Stefnt er að því að
Haraldur Árnason vatnsveituráðunautur skili
tillögum um bráðábirgðahönnun og
kostnaðaráætlun fyrir 1. nóvember.
2. Bygging slökkvistöðvar og slysavarnarhúss.
Beðið hafði verið um kostnaðaráætlun frá
Slysavarnardeild Biskupstungna um hvað myndi
kosta að reisa og gera fokhelt húsið og reyndist það
myndi kosta með efni og vinnu kr. 2.883.000,- án
glers og stóru hurðanna. Samþykkt var að stefna
að því að gera húsið fokhelt sem fyrst með því að
ganga til samninga við S.V.D. Biskupstungna.
Einnig var samþykkt að reyna að selja tvö sperrubil
í húsinu.
3. Undirbúningur að byggingu kaupleiguíbúða.
Kosnir voru í bygginganefnd:
Gfsli Einarsson og Unnar Þór Böðvarsson, til vara
Kjartan Sveinsson og Ágústa Ólafsdóttir. Einnig í
byggingarnefnd Ragnar Lýðsson og til vara fyrir
hann Kristófer Tómasson.
5. Kaupsamningur Dalbrún 3.
Seljandi Örn Ingibergsson, kaupandi Baldur
Baldursson
Hreppsnefnd afsalaði sér forkaupsrétti.
6. Kaupsamningur v/ Birkiflatar
Seljandi: Landsbanki íslands, Selfossi.
Kaupendur: Gunnar Sigurþórsson og Ragnheiður
Sigurþórsdóttir.
Hreppsnefnd afsalaði sér forkaupsrétti.
8. Uppgjör afréttarvarðar 1992.
Innkoma sumarið 1992 var samtals kr. 354.310,-
á afréttinum. Kostnaður vegna eftirlits, laun og
akstur kr. 353.200,-.
10. Götulýsing:
Samþykkt var að leggja höfuðáherslu á lýsingu
áfram niður skólaveginn og síðan götulýsingu á
götuna Kistuholt. Einnig væri nauðsyn að lýsa
Auðsholtsveg í Laugarási.
11. Umsókn um hesthúsalóð í Reykholti.
Loftur Jónasson sækir um að fá lóð undir hesthús
í Reykholti í haust. Samþykkt var að leita til Bjarna í
Brautarhóli um að fá land undir hesthús upp við
Fellsgil. Gísli og Þorfinnur voru tilnefndir til
viðræðna við Bjarna.
12. Uinsókn um íbúðarhúsabvggingu í Kjarnholtum.
Sótt var um byggingu annars íbúðarhúss í
Kjarnholtum. Samþykkt.
Fundur 10. nóvember 1992.
1. Vatnsveita.
Lögð var fram kostnaðaráætlun fyrir vatnsveitu úr
Bjarnarfelli. Haraldur Árnason hefur gert
kostnaðaráætlun uppá kr. 30.692.000,- Áætluninni
er skipt í fimm liði. Veitunefnd falið að ganga frá
samningum við landeigendur um kaup í
vatnsréttindum. Samþykkt að hefja fyrsta áfanga
veitunnar næsta sumar þ.e. stofnæð frá lind að
tengingu (austan) Fellskots.
2. Hesthúsalóð í Reykholti.
Tekist hafa samningar við Bjarna Kristinsson um
land undir hesthús 2 ha. fyrir 1 milljón króna.
Landið er vestan þjóðvegar við Fellsgil. Samþykkt
að ganga frá kaupunum og vinna að skipulagi
svæðisins.
3. Skýrsla um sjálfboðavinnu á Kjalvegi.
Lögð var fram skýrsla með myndum og lýsingu á
verkinu við að gera braut austan Þjófafells fyrir
hestaumferð.
4. Afmæli Skálholtsskóla.
Á 20 ára afmæli Skálholtsskóla var skólanum
afhent strauvél eftir uppástungu rektors.
5. Fundarboð sveitarfélaganefndar.
Lagt var fram fundarboð sveitarfélaganefndar.
Boðað er til fundar á Selfossi 1.11. kl. 20:30.
Sveitarstjórnarmenn og helstu embættismenn
sveitarfélaga boðaðir á fundinn. Fundarefni er
skýrsla nefndarinnar um sameiningu sveitarfélaga.
6. Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Lagt var fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti
Suðurlands. Ákveðið hefur verið að ráða
heilbrigðisfulltrúa til viðbótar. Einnig er lögð fram
gjaldskrá vegna innheimtu gjalda á fyrirtæki og
stofnanir. Sveitarstjórn þarf að ákveða með hvaða
formi skal innheimta. Frestað til næsta fundar.
8. Erindi formanns byggingarnefndar
Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Fengist hefur lánsloforð frá Lánasjóði
sveitarfélaga til viðbyggingar F.S.S. kr.
216.000.000,-. Oddvita veitt umboð til að undirrita
lánssamninginn f.h. Biskupstungnahrepps.
9. Erindi landbúnaðarráðuneytis.
Landbúnaðarráðuneytið sendirtil umsagnar
umsóknir um ábúð á jörðinni Laug. Sigríður
Sigþórsdóttir og Hallmar Sigurðsson óska eftir
jörðinni til sumardvalar og beitar fyrir hross.
Sigríður Vilhjálmsdóttir og Már Sigurðsson fala
jörðina fyrir ferðaþjónustu. Báðir umsækjendur
hyggjast endurreisa bæjarhúsin í upprunalegum stíl.
Litli - Bergþór 4