Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 4
Frá Ungmennafélaginu Formannsspjall. Jóhann Pétur, Ragnheiður og Fríða í maraþoninu. Gleðilegt ár lesendur góðir. Hvernig ætli árið 1996 verði? Verður gott veður? Verður mikið um barneignir í sveitinni? Verður Ungmennafélagið öflugra en í fyrra? Verður byrjað á byggingu íþróttahúss? Það væri nú gaman ef við gætum svarað þessu játandi strax í dag. En við hjá Ungmennafélaginu getum bara sagt nú í dag að við reynum okkar besta. Laugardaginn 25. feb. var haldið 74. héraðsþing Skarphéðins í félagsheimilinu á Þingborg. Mæting þar var þokkaleg en ekki meir en það. Umf. Bisk. átti þrjá fulltrúa á þinginu og voru það Olafur Bjarni Loftsson, Magnús Asbjörnsson og undirrituð. Einnig sátu þingið tveir aðrir félagar okkar þeir Bjöm Bj. Jónsson sem varaformaður U.M.F.I. og Jens Pétur Jóhannsson sem meðstjórnandi H.S.K., en hann gaf ekki kost á sér í stjórn aftur. Hin ýmsu mál voru rædd á þessu þingi og margar tillögur fluttar. A þinginu kom fram tillaga um mikilvægi öflugs forvarnastarfs gegn hverskyns vímuefnum meðal barna og unglinga til að styrkja þau í sjálfstæðari ákörðunartöku gegn þeim, og hvatti þingið aðildarfélög innan HSK til að íhuga hlutverk sitt í bráttunni gegn vímuefnavandanum. Við hjá Ungmennafélaginu viljum ekki skorast undan þessu og væri tilvalið að fleiri félög styddu okkur í því, þetta kemur okkur öllum við. Fram kom á þinginu að vinir og nemendur Sigurðar Greipssonar stefna að útgáfu bókar um hann og Haukadalsskóla á 100 ára árstíð Sigurðar 1997. Tillaga um breytingu á lottógreiðslum til félaganna var samþykkt þannig að nú fer stærra hlutfall til félaganna en þar á móti þurfa félögin að taka á sig þann kostnað að koma keppnisfólki á íþróttainót og halda þeim uppi. Þetta kemur misvel eða illa fyrir félögin. Við hér í okkar félagi förum ekki illa útúr þessu að mér sýnist. Við fáum samsvarandi aukningu úr lottóinu og það kostar okkur að senda krakka á mót og hér í okkar félagi hafa krakkarnir greitt fyrir sig sjálf ýmsan kostnað. A þinginu var skorað á ungmennafélögin að huga meira að endurheimt fyrri landgæða íslands, meðal annars með aukinni skógrækt. Hin mikila losun koltvíoxið í andrúmsloftið getur leitt til alvarlegrar umhverfismengunar. Héraðsþingið vill jafnframt minna félagsmenn á þá ráðgjafarþjónustu sem Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins veita í skógrækt og landgræðslu. Héraðssambandið Skarphéðinn þakkar sveitarstjórnum og héraðsnefndum á sambandssvæðinu fyrir mikilsverðan stuðning á árinu. Þingið vekur athygli á því mikilvæga íþrótta og æskulýðsstarfi sem unnið er hjá Héraðssambandinu og aðildarfélögum þess. Ekki er hægt að tína allt til sem fer fram á dags þingi svo ég læt þetta duga. Þessa dagana er starfsemin svo mikil í sveitinni að félagsheimilið Aratunga er vel nýtt þessa dagana og salurinn í Bergholti hefur bjargað heilmiklu. Æfingar á leikritinu Fermingabamamótið eru nú í hámarki. Bókasafnið er flutt í skólann og bókasöfnin hafa sameinast, en ekki er búið að skrifa undir samninga þegar þetta er sett á blað. Aðstaðan er mjög góð í skólanum og er safnið opið þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld. Það eru þær mæðgur Halla og Inga Birna á Vatnsleysu sem standa þar vörð. Er vonandi að íbúar sveitarinnar nýti sér þessa þjónustu. Aðalfundur félagsins verður um mánaðamót mars og apríl svona heldur í seinna lagi vegna þess að formaðurinn er á kafi í leikritinu en vonandi kemur það ekki að sök. Kæru félagar ég vil þakka ykkur fyrir alla þá vinnu sem þið hafið lagt á ykkur til að halda uppi þessari starfsemi í Ungmennafélaginu. Góðar kveðjur frá formanni Umf. Bisk. Margrét Sverrisdóttir. r Raflagnir - > Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Heimasími 486-8845 SqibE —r Verkstæði sími 486-8984 LOGGILTUR RAFVERKTAKI Bílasími 853-7101 Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.