Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 24
Réttir í Tungum og á Skeiðum Höfundur þessarar frásögu, Ketill Greipsson, varfœddur í Bryggju árið 1882. Foreldrar hans voru Greipur Sigurðsson og Katrín Guðmundsdóttir, sem bjuggu fyrst í Biyggju en síðan í Haukadal. Ketill var nœstelstur barna þeirra og elstur þeirra er komust til fullorðinsára. Meðal þeirra voru Jóhanna, móðir Katrínar í Fellskoti, Guðbjörg sem bjó á Felli og yngstur þeirra var Sigurður, skólastjóri Iþróttaskólans í Haukadal. Kona Ketils var Þórunn Jónsdóttir frá Laug, og bjuggu þau í Hafnarfirði. Hannfórst í sjóslysi árið 1919. Atburðir þeir er þarna er greintfrá munu hafa átt sér stað áfyrstu árum aldarinnar. Greinin er hér birt með leyfi tveggja barna höfundar, Greips og Katrínar. Réttirnar eru nokkurs konar tímamót í sveitalífinu. Með þeim hverfa heyannirnar en byrja aftur þar svonefndar haustyrkjur. Þá léttir áhyggjum heyskaparins, hafi hann gengið vel, því undir honum er efnaleg velferð sveitamannsins komin og getur hann þá tekið kvíðalaust á móti vetrinum. Gangi heyskapurinn illa, vaknar kvíði og hræðsla fyrir ókomna tímanum, sem von er. Þetta gleymist nú samt að mestu á sjálfan réttardaginn og má hann heita hátíðisdagur í sveitinni, bæði hjá eldri og yngri. Vinnufólkið fer að eiga hægari vinnu og styttri vinnutíma og meira frjálsræði en um sláttinn. Það er sameiginlegt hjá sveitafólkinu að hlakka til réttanna því þar á það næstum víst að hitta vini sína og vandamenn; einnig von í því að sjá fé sitt er allir eiga sinn hlut í eftir efnum og ástæðum. Oftast útheimtir réttardagurinn talsverðan undirbúning, svo sem að athuga reiðtygi, reiðfatnað og fleira, útbúa sér nesti, baka pönnukökur, fá lánað hjá þeim sem meira hafa, t.d. hesta, reiðtygi og þessháttar sem til réttanna þarf, því þá ferð verður að vanda hið besta sem föng eru á því þetta er seinasti útreiðatúrinn á árinu í algjöru frjálsræði. Því eftir þann tíma hafa menn verið tregir til að ljá hesta sína. Var það gamalla manna mál að ef þeir væru svitaðir til muna eftir réttir þyrftu þeir þriðjungi meira fóður yfír veturinn. Þó mikið væri nú hlakkað til Tungnarétta var það ekki nóg til að svala réttafýsninni. Yngra fólkið var ekki í rónni nema það gæti farið í Skeiðaréttir líka, því þær mega kallast allsherjar réttir fyrir sýsluna. Þær réttir sækja allir hreppar Árnessýslu að meira og minna leyti og þar að auki oft slangur úr Reykjavík og sunnan með sjó. Eru því réttir í Upphreppum nokkurs konar undirbúningur undir Skeiðaréttir. Ég skildi þar síðast við þig, Hjálmur minn, sem við fjallmenn höfðum byrgt safnið í gerðinu við réttimar. Féð var mjög margt enda smalaðist vel því veður var hið besta alla fjallferðina. Ég fékk leyfi hjá fjallkóngi að fara heim um kvöldið upp á það að vera kominn í tæka tíð að morgni og lofaði ég því. Ég reið svo heim með dót mitt. Var þar fullt af gestum sem ætluðu til rétta daginn eftir. Allt var tilbúið heima og hestar komnir í hús því snemma skyldi farið að morgni. Þá vantaði enn hest er ég átti sjálfur og sárnaði mér það mjög, því satt að segja var það aðalerindi mitt heim um kvöldið að geta þeyst á honum til réttanna. Lagðist ég til svefns óánægður með þetta, því klárinn var talinn einna bestur yfir autansverðar Tungumar. Að morgni fékk ég mann sem skyldi vera i minn stað í réttum en fór sjálfur að leita að Sokka mínum og fann hann von bráðara. Þegar ég kom heim var fólkið farið. Ég mataðist, hafði fataskipti, lagði á Sokka, hafði salúnsofinn hnakkpoka fyrir aftan mig og þar í ýmislegt, svo sem lummur, sykur og vínflösku. Ég hafði fengið nýjar beislisstengur í fjallferðinni og lagði þær nú í fyrsta skiptið við Sokka. Kunni hann illa við þær svo ég átti vont með að halda honum hæfilega viljugum. Tókst það þó nokkurn veginn meðan ég var einn. Ekki hafði ég lengi riði fyrr en ég hitti hóp af fólki úr Laugardalnum, sem var á leið til réttanna. Vegurinn var góður og greitt riðið enda fannst mér Sokki heldur fara að taka í taumana. Við héldum eftir lögðum vegi yfir mýrarfláka og gátum ekki riðið nema tveir og tveir samsíða. Þegar komið var á þennan veg reyndi ég að halda mér aftarlega í hópnum. Kvenfólkið var á undan í hnapp á veginum. I þessu komu menn á eftir og riðu geyst. Og þegar þeir voru komnir þétt að okkur tók Sokki kast með fullri ferð án þess að ég kæmi við nokkrun hlut á honum. Hann þaut nú fram úr og á miðjan kvenfólkshópinn sem á undan var. Urðu nú hrindingar miklar og árekstur. Vissi ég ekki fyrr en ung og lagleg stúlka þrífur í kápu mína afskaplega hrædd og biður mig um hjálp. En af því að hesturinn var á flugferð vissi ég ekki í augnablikinu hvað gjöra skyldi. Stúlkan var í þykkum reiðfötum með ólarbelti yfir um sig. Hún hafði flækst með fætuma í taumum hjá mér af þeirri ástæðu að reiðfatið hafði krækst í hak í beislisstönginni. Hún hélt í mig dauðahaldi og í því hún var að losna úr söðlinum náði ég annarri hendi undir belti hennar og gat til allrar lukku náð henni á bak fyrir framan mig og hékk þá smokkurinn sem rifnað hafði yfrum þvert neðan af reiðfatinu á beislisstönginni. Hefði nú stúlkan fallið niður í götuna var ekki annað Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.