Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 8
Hreppsnefndarfréttir Álagning fasteignagjalda og ákvörðun um sorphirðugjald. Hreppsráð gerir tillögu um að lagt verði á sorpeyðingargjald næsta fjárhagsár. Sorpeyðingargjald vegna fyrirtækja verði skilgreint nánar í samþykkt um sorpeyðingu í hreppnum. Lagt er til að álagning fasteignagjalda verði óbreytt þ.e. A flokkur 0,5% og B flokkur 1,0%. Fasteignagjöld af íbúðum aldraða þ.e. 67 ára og eldri, í eigin húsnæði verði felld niður. Oddviti kynnti gang mála varðandi reikningsuppgjör og undirbúning að fjárhagsáætlanagerð. Kynnt bréf frá Snorra og Gunnari á Tjörn dags. 10. des. 1995 þar sem óskað er eftir kaldavatnsveitu í fyrirhugaða sumarbústaðabyggð í landi Tjarnar. Hreppsnefndarfundur 16. janúar 1996. Oddviti setti fundinn og byrjað var á að skoða Björgunarsveitarhúsið undir leiðsögn Jakobs Hjaltasonar og Lofts Jónassonar. Einnig var Slökkvistöðin og geymslan skoðuð. Fundargerð hreppsráðs frá 9. janúar. Hreppsnefndin mælist til að Rauðakrosslandið fyrrverandi og holtin vestan þess verði girt af og friðað fyrir beit. Hreppsnefnd var sammála um að leggja á sorpeyðingargjald og var hreppsráði falið að ganga frá þessu máli. Kauptilboð í Birkilund frá Þóri Sigurðssyni sem kaupir af Helgu Pálsdóttur. Hreppsnefnd neytir ekki forkaupsréttar síns. Bréf Neytendasamtakanna Skúlagötu 26, dags. 3. jan. 1996. Þar er farið fram á styrk til reksturs neytendaskrifstofu á Suðurlandi að upphæð 21.000,- kr. Styrkbeiðninni er hafnað af hreppsnefnd enda telur hún að Neytendasamtökin hafi rekið ósanngjarnan áróður gegn landbúnaði og hagsmunum dreifbýlisins. Lagt fram bréf frá Slysavarnadeild Biskupstungna frá 8. jan. 1996 þar sem farið er fram á fjárstuðning til að Ijúka við húsið sem á að vígja í byrjun júní 1996. Erindinu vísað til hreppsráðs og fjárhagsáætlunar. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 9. janúar 1996 þar sem bent er á að umsóknarfrestur renni út 31. janúar 1996. Samþykkt var að sækja um lán úr sjóðnum að upphæð kr. 8 milljónir. Lagður fram fasteignagjaldalisti. Þar kemur fram hvað er ógreitt af fasteignagjöldum. Samþykkt var að láta strika út skuldir undir 1.000,- kr. sem eru vaxtaskuldir. Eftirfarandi samþykkt var gerð: „Hreppsnefnd lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu raforkumála í Biskupstungum. Einfasa rafmagn er enn á stóru svæði sem torveldar notkun verulega í atvinnurekstri. Einnig virðist flutningsgeta kerfisins vera í lágmarki þar sem spenna er víða mjög léleg. Hreppsnefnd skorar á Rarik að efla dreifikerfi hið fyrsta, þannig að uppbygging á atvinnurekstri í sveitinni tefjist ekki af þessum sökum. “ Hreppsráðsfundur 6. febrúar 1996. Pétur H. Jónsson arkitekt kynnir vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Skálholts. Samþykkt að óska eftir því við Skipulag ríkisins að þeir heimili auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Laugaráss og Skálholts. Pétur kynnir einnig vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi í Reykholti. Pétur lagði fram kostnaðaráætlun vegna endurskoðunarinnar alls kr. 600.000,- án vsk. og ferðakostnaðar. Efnis- og útgáfukostnaður er jafnframt undanskilinn. Samþykkt af hálfu hreppsráðs. Skipulag ríkisins greiðir 50% kostnaðar. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvarinnar frá 25. 1.1996 lögð fram en þar kemur m.a. fram tillaga að gjaldskrá, en aðildarsveitarfélög munu greiða kr. 1,50 á hvert kíló sorps fyrstu fjóra mánuði ársins. Fundarboð Alþýðusambands Suðurlands og Atorku um opinn fund á Hótel Selfossi um atvinnumál 15. febrúar n.k. Sent atvinnumálanefnd. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 19. janúar 1996 þar sem kynnt er að ráðuneytið mun framvegis taka gjald af sveitarfélögum v/auglýsingar á gjaldskrám og öðrum samþykktum og reglum. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 22. janúar vegna stöðu mála um yfirfærslu grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga, lagt fram til kynningar. Kynnt minnisblað til sveitarsjórna Uppsveita Árnessýslu um stöðu „Laufskála" í janúar 1996. íbúaskráin 1. des. 1995 yfirfarin. Heildarfjöldi íbúa er 519, konur eru 242 og karlar 277. Á kjörskrá eru 360 manns, 164 konur og 196 karlar. Deiliskipulag sumarhúsa á Iðu II, eignarhluta Helgu Pálsdóttur. Sent umsagnaraðilum. Bréf frá Ferðafélagi íslands, ódagsett, barst 5. febrúar 1996, þar sem farið er fram á leyfi til að byggja nýtt sæluhús í Þjófadölum. Lagt er til að athugað verði betur með staðsetningu hússins t.d. hvort hugsanlega sé hægt að staðsetja það í mynni Þjófadala eða austan við Þröskuld. Þannig virðist það geta nýst meira og í fjölþættari ferðamennsku. Erindið sent til umsagnar skipulagsnefndar miðhálendis íslands. Sorpeyðinargjald: íbúðir kr. 3.000,-, sumarbústaðir kr. 2.000,-, garðyrkjustöðvar, búrekstur og annar atvinnurekstur kr. 5.000,-. Stærri atvinnufyrirtæki greiði fyrir eyðinguna skv. reikningi enda séu þau með sér gáma. Skýrsla byggingarfulltrúa vegna 1995 lögð fram og staðfest. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.