Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 21
Hrossagauksvísur Brátt líður að vori og þvífer hrossagaukurinn að hneggja kerlu sinni til skemmtunar að því er sagt er. Aðra skemmtun má afhneggi h hafa, því hann spáirfyrir þeim er það heyrir ífyrsta skipti að vorinu. Fer spádómurinn eftir því í hvaða átt heyríst í honum. Ívísum greinirfrá spánni og munu þœr hafa verið til 10. Ein fyrir hverja höfuðátt, önnur fyrir hverja milliátt, ein uppi og ein niðri. Sex þessara vísna eru skráðar í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og þar kynntar sem hrot úr vísum um hrossagaukinn. Þar er það sögð trú að hrossagaukurinn geti ekki hneggjað, eðafái ekki málið sem kallað er, fyrr en hann er búinn aðfá merarhilgdir að éta á vorin. Ingigerður Einarsdóttir frá Holtakotum, sem fann þessar vísur í Þjóðsögunum, og Kristrún Matthíasdóttir á Fossi í Hrunamannahrepppi gátu bætt við einni vísu, í austrinu.... Kristrún bætti því einnig við að ekki hefði verið talið að marka hrossagaukinn fyrr en sumar væri komið. í suðrinu ef söngfuglinn leikur af sællífinu verðurðu keikur, fullur munt og feitur út ganga fjarlægist þá hallærið stranga. í hánorðri ef hengir hann niður hausinn, klærnar, vængi og flður, orgar svo í ofboði mesta, ekki mun þig spekina bresta. í austrinu ef lætur hann sig heyra ekki þarftu að biðja þér fleira, auðnast mun þér alúð og yndi ánægður í tröllkonuvindi. í skýjum ef skellur hans hlátur skaltu verða glaður og kátur, auðurinn í gaupnir þér gengur, gleðjast mun hinn fátæki drengur. Undan þér ef umlandi (ýlfrandi) gengur ekki muntu lifa þá lengur, drottin mun þig draga til sinna dauðinn mun á flestöllum (sérhverjum) vinna. Hér vantar í þrjár vísur, fyrir vestur, norðaustur og suðaustur. Þeir lesendur, sem kunna þessar vísur eru beðnir að gefa sig fram við undirritaðan eða einhvern annan í ritstjórn Litla-Bergþórs. AK. ---------------------A HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR HJÓLBARÐASALA BÓN OG ÞVOTTUR Opið: Mán.-fös. 08,00-18,00, lau. 10,00-13,00. í nónstað ef gaukurinn gólar giftast þeir sem einsamlir róla, en þeir giftu missa sinn maka og mæðu fyrir gleðina taka. Ef hann hefur náttmálanuldur nálgast mun þá sorganna buldur, máttu þig við mótlæti búa, muntu verða þessu að trúa. Austurvegi 58, Selfossi - Sími 482 2722 Heimas. 482 2371 - 482 2289 - 482 234fi V J Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.