Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 17
Þorrablót, setningarávarp
Góðir gestir, verið hjartanlega velkomin og
gleðilega hátíð. Enn höldum við þorrablót. Þá þykir við
hæfi að sleppa fram af sér beislinu, borða of mikið,
drekka of mikið og gera of mikið grín að sveitungunum.
Áður en við byrjum á þessari ofnotkun langar mig
að segja ykkur frá því sem ég var að hugleiða hérna í
Aratungu í morgun, þegar við vorum að leggja síðustu
hönd á undirbúning
blótsins. Mér hefur alltaf
þótt afskaplega
skemmtilegt að hlusta á
mér eldra fólk segja frá
hvemig lífið var áður fyrr,
þegar allt var með
ólíkindum frumstætt og
með öllu óskiljanlegt
hvernig hægt var að
komast af án allra þeirra
þæginda og tækni, sem til
er í dag. Svo í morgun
datt mér í hug að þessi
þróun heldur stöðugt
áfram og hægir ekki á. Sungið
Það eru ekki nema rúm tuttugu ár síðan ég var við vinnu
hér í þessu húsi og bar heitið talsímakona. Þá vom á
símstöðinni ekki nema tvær símalínur út úr sveitinni,
önnur til Reykjavíkur, hin á Selfoss. Mér eru sérlega
minnisstæðir dagar í brakandi þurrki, en spáð rigningu,
þegar biluðu vélamar hjá bændum og þeir þurftu að
hringja í Globus að panta varahluti. Biðin eftir símtalinu
til Reykjavrkur gat farið upp í tvo tíma. Ég skildi það
ekki svo vel í þá tíð, en skil það enn betur eftir því sem
árin líða, af hverju þeir voru stundum orðnir dálítið æstir,
jafnvel vondir loksins þegar samband komst á, en
þvflíkar aðstæður. Nú er aftur á móti öldin önnur nú eru
allsstaðar símar, nokkrir símar inni í bæ, farsími a.m.k. í
öðrum bflnu, einn í fjósinu, eða gróðurhúsinu eða
verkstæðinu, og GSM í brjóstvasanum. Ur öllum þessum
tólum er hægt að hringja beint, hvert sem er, og hvenær
sem er sólarhringsins. Gömlu stöðinni var alltaf lokað
klukkan átta og þá var náttúrlega ekki hægt að hringja
nema rétt á 6-8 næstu bæi.
En þetta er ekki allt. Margir bera boðtæki alltaf í
beltinu, svo þeir geti á augabragði séð, hveijir vilja ná
sambandi við þá, ef svo ólfldega vill til að ekki er sími í
nágrenninu. Svo em þeir með faxtæki við einn af
símunum, við annan er símsvari, sem tekur skilaboð og
þá eru enn ótaldar tölvur,
sem manni skilst að hægt sé
að nota í nánast hvaða verk
sem er. Alla þessa tækni
nota nú bændur, sem fyrir
rúmum 20 árum gátu ekki
hringt beint, nema rétt á
næstu bæi. Núna er svo
alnetið að halda innreið sína
og eftir fáein ár verður það
vísast notað hér á hverju
koti. Ekki hef ég mikla
hugmynd um, hvernig þetta
net virkar, en stundum hefur
mér dottið í hug að gott væri
að hafa heimasíðu fyrir
á þorrablóti.
Þarf ekki talsímakonu á
hvern bœ?
gróusögur í Biskupstungum. Sögur yrðu þá allar skráðar
jafnóðum, og þá geta
viðkomandi fórnarlömb
leiðrétt, ef ekki er rétt
með farið, þetta væri
öllum til sýnis í einu og yrðu þar
með ekki lengur gróusögur, heldur sannar sögur.
Áður en tekið verður til matar, langar mig að
benda ykkur á blöð sem liggja frammi á borðum, á
þeim eru nokkrir fyrripartar. Við förum þess á leit
við þá sem það vilja, að þeir sendi okkur botna á
þessa parta. Þessu blaði má skila í kassa sem eru
hér upp við sviði og síðar í kvöld verður farið yfir
og jafnvel veitt verðlaun fyrir þann besta.
Guðrún Hárlaugsdóttir
Borgarholti.
Skattafsláttur.
sjálfvirkur lánsréttur,
öflugur lífeyrissjóður,
lántil húsnæðismála
og afburða ávöxtun
fæst með þátttöku í RS.
Réttu megin við strikið með
Reglubundnum sparnaði
Reglubundinn sparnaóur - RS - er einfalt og sveigjanlegt
sparnaðarkerfi sem hentar öllum þeim sem hafa áhuga á
að vera réttu megin við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er
margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum hætti, átt greiðari
aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum
þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við bankann um að millifæra ákveðna
upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörfaók eða Spariveltu sem saman mynda RS.
I*/ Rcglul)undinn
/•sj)arnaður
Við inngöngu í RS
færðu þægilega
fjárhagsáætlunar-
möppufyrir heimilið
og fjölskylduna.
Viltu stofna þinn eigin lifeyrissjóð, spara fyrir ákveðnum útgjöldum, leggja
grunn að þægilegri fjármögnun húsnæðis, tryggja þér skattafslátt, ávinna
þér lánsrétt og tryggja þér örugga
afburðaávöxtunhvortsemþúvilt jV LanQSDanKI
spara í lengri eða skemmri tíma? Mk Islands
Bankl a llra landsmanna
Allar nánarí upplýsingar fást í ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreidslu Landsbankans