Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 10
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Aðalfundur íþróttadeildar U.M.F.Bisk. var haldinn 25. febrúar í Bergholti. Fundurinn var með hefðbundnu sniði, þar voru veitt verðlaun til þeirra einstaklinga sem þóttu skara framúr í hinum einstöku greinum, og einnig voru valin íþróttamaður og íþróttakona félagsins. Á fundinum talaði Engilbert Olgeirsson framkvæmdarstjóri H.S.K. og sagði okkur frá starfi Héraðssambandsins. Á aðalfundinn mættu 27 félagar. Þá var kosið í stjórn nefndir og kemur það hér á eftir. Við tókum þátt í Aldursflokkamóti H.S.K. og gekk það þokkalega. Frá okkur fóru níu krakkar, úrslitin koma hér á eftir. Þann 3. febrúar kepptum við á Héraðsmóti í borðtennis á Flúðum. í stuttu máli varð liðið okkar H.S.K. meistari með yfirburðum. Úrslitin úr því móti munu verða birt í næsta tölublaði Litla Bergþórs. í lokin vil ég þakka öllum fyrir veittan stuðning á liðnu ári og óska börnunum til hamingju með góðan árangur. Sigurjón Sæland. Stjórn íþróttadeildar 1995. Dröfn Þorvaldsd., Sigurjón Sœland og Þórður Halldórsson. (T Stjórn. formaður: Sigurjón Sæland, gjaldkeri: Þórður Halldórsson, ritari: Sigríður J Sigurfinnsdóttir, vm. Matthildur Róbertsdóttir Stjórn og nefndir 1996. Sundnefnd Perla Smáradóttir Dröfn þorvaldsdóttir Guðjón Smári Guðjónsson vm. Osk Gunnarsdóttir Boltanefnd úti Þórður Halldórsson Ketill Helgason Rúnar Bjarnason. vm. Ingvi þorfinnsson Boltanefnd inni Áslaug Sveinbjörnsdóttir Hrafnhildur Magnúsdóttir Böðvar Stefánsson vm. Hilmar Ragnarsson Borðtennisnefnd Einar Gestsson Gústaf Sæland Georg Hilmarsson vm. Gunnar þórðarson Frjálsíþróttanefnd Sigurjón Sæland Róbert Jensson Matthildur Róbertsdóttir vm. Oskar Blomsterberg Skíðanefnd Sveinn Sæland Magnús Ásbjömsson Gunnar Sverrisson vm. Þórarinn Þorfinnsson Héraðsmeistarar H.S.K. í borðtennis 1996. Húrra fyrir þeim!!!! Þetta er liðið sem varð héraðsmeistarar H.S.K. í horðtennis 1996. Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.