Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.05.2008, Blaðsíða 5
færðu félaginu árnaðaróskir og gjafir. Veislukaffi var í boði Kvenfélags Biskupstungna. Dögg Káradóttir hefur verið ráðin annar félags- málafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Camilla Guðmunda Olafsdóttir í Ásakoti bauð sveitungum sínum, vinum og vandamönnum að fagna með sér fertugsafmæli sínu í Réttinni í Úthlíð snemma í mars. Lagning Lyngdalsheiðarvegar hefur verið boðin út. Leggja á 15 km langan veg af Laugarvatnsvegi vestan við þéttbýlið á Laugarvatni á Þingvallaveg norður af Miðfelli í Þingvallasveit. Gera á hringtorg á vegamótunum við Laugarvatn, T-vegamót við Þingvallaveg og 1,7 km tengingu þessa væntanlega vegar við Gjábakkaveg. Verkinu skal lokið fyrir 15. október 2010. Bláskógabyggð hefur óskað eftir tilboðum í áfanga II. í lagningu vatnsveitu í Biskupstungum. Annars vegar á að leggja 17,7 km af 200-250 mm plastlögn og hins vegar 10,1 km af 75-140 mm plastlögn. Þessu verki á að vera lokið 25. ágúst nk. I vor er fermt í öllum sex kirkjunum hér í sveit: Þórarinn Hrafn Skúlason í Bröttukinn 6 í Hafnarfirði í Bræðratungukirkju, Bjarni Sævarsson í Arnarholti í Torfastaðakirkju, Þjóðbjörg Eiríksdóttir í Gýgjarhólskoti í Haukadalskirkju, Margrét Hallgrímsdóttir á Miðhúsum, Bragi Steinn Eymundsson í Laufskógum 10 á Egilsstöðum og Skúli Geir Olafsson á Skólavöllum 7 á Selfossi í Úthlíðarkirkju og Brynhildur Osk Oskarsdóttir í Kistuholti 2, Jón Oskar Jóhannesson á Brekku, Þórhildur Sif Loftsdóttir á Helgastöðum 2, Hákon Fannar Briem Kristjánsson í Miðholti 11 og Hjalti Pétur Jakobsson í Lyngbrekku í Skálholtskirkju. Á aðalfundi Búnaðarfélags Biskupstungna, sem haldinn var snemma í apríl, bar það helst til tíðinda að samþykkt var að mæla með sameiningu við Búnaðarfélag Laugardalshrepps. Hestamannafélagið Logi hélt aðalfund síðast í sama mánuði. Þaðan er helst fréttnæmt að horfið er frá áformum um byggingu reiðhallar í Reykholti, en gert ráð fyrir að það fé, sem heitið hafði verið í þá byggingu, fari til byggingar slíkrar hallar við Litlu- Laxá hjá Flúðum í félagi við Hestamannafélagið Smára og fleiri. Allmiklar breytingar urðu á stjórn Loga á fundinum. Formaður var kjörin Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir í Bræðratungu og aðrir í stjórn eru nú Hólmfríður Ingólfsdóttir í Laugarási, Sigurjón Sæland einnig þar, Sigurlína Kristinsdóttir í Reykholti og Oskar Guðmundsson einnig þar. Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fengu Sigurlaug Sigmundsdóttir og Magnús Skúlason í Hveratúni, og voru þau afhent í Landbúnaðarháskóla Islands að Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Dönsku krónprinshjónin, Friðrik og Mary, komu að Gullfossi og Geysi 6. maí. Ekki fer ^ * / er sama J miklum sögum af þeirri heimsókn, ( séra jón. steinninn > en í tilefni af henni höfðu áletranir á Konungssteinunum þremur í hlíðinni norðvestur af Geysi verið skýrðar, en þeir eru þar til minningar um heimsóknir danakonunga, sem þá réðu einnig yfir íslandi, árin 1874, 1908 og 1921. Félag aldraðra stóð fyrir síðustu mánaðarlegu samkomu sinni að vetrinum í Bergholti hálfan mánuð af sumri., fluttu Gunnlaugur Skúlason, dýralæknir, og Garðar Hannesson, fyrrum húsvörður í Aratungu, minningar frá liðnum árum og fimm kvenna hljómsveit lék á mismunandi blokkflautur undir stjórn kennara síns, Helgu Sighvatsdóttur frá Miðhúsum. Sýning á listaverkum eftir fimm konur úr upp- sveitum Árnessýslu var opnuð í Skálholtsskóla um miðjan maí. Þær eru Eygló Jósepsdóttir, Katrín Briem, Sigríður Helga Olgeirsdóttir, Sigurlín Grímsdóttir og Sigurlína Kristinsdóttir. Sýningin verður opin fram í miðjan ágúst. Stefán Jakob Guðjohnsen, viðskiptafræðingur, f. í Reykjavík 27. 5. 1931, sem hefur verið búsettur í Árgili síðustu ár, lést 7. mars sl. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrrum húfreyja í Kjarn- holtum 2, f. 10. desember 1932, sem hefur verið búsett í Reykholti síðustu ár, lést 3. maí sl. A. K. Bjamaóúð Reykfiolti Verslun og bensínafgreiðsla Opið alla daga frá 9:00 til 21:00 Allar almennar matvörur og olíur 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.