Litli Bergþór - 01.05.2008, Side 17

Litli Bergþór - 01.05.2008, Side 17
Vatnsleysa fyrir 70 til 80 árum. Gamla þinghúsið fremst til vinstri (skúrinn hefur verið rifinn), þá vesturbærinn, (tveggja hæða hús með brotnu þaki og tvö ris). Hægra megin við hlaðna vegginn er austurbærinn (tvö ris og skúr) og hlaða til hægri. Nöfn tveggja þessara stjórnarmanna, Páls Þorsteinssonar, sem bjó lengi í Borgarholtskoti, og Þorsteins Finnbogasonar, koma ekki fyrir aftur í bókum félagsins. Haft var eftir Páli að hann hefði aldrei gengið í það og Þorsteinn mun hafa flutt úr sveitinni um vorið. Dóttir hans var Katrín, sem ólst að hluta upp á Bóli en var síðan húsmóðir í Fellskoti. Fyrstu starfsárin Veigamesti þátturinn í starfi Ungmennafélagsins fyrstu áratugina var fundarstarfið. Um það eru til allgóðar heimildir, þar sem eru fundargerðirnar. Þær eru mjög greinargóðar og virðast því nokkuð traustar heimildir. Töluvert er gert hér af því að taka orðréttar greinar upp úr þeim, og eru þær skáletraðar og afmarkaðar með tilvitnunarmerkjum Allir ungmennafélagsfundir á árunum 1908-1927, nema þeir sem haldnir voru úti, munu hafa verið í gamla þinghúsinu á Vatnsleysu. Það var vestast í bæjaröðinni og stóð eins og við vesturhlið íbúðarhússins á Vatnsleysu I. Var það sambyggt svonefndu stofuhúsi í Vesturbænum, en það var rifið áður en íbúðarhúsið var byggt 1937 og mun húsið hafa verið reist á sama stað. Ekki er til nein lýsing á þinghúsinu, en bæði af frásögnum þeirra er það muna og mynd, sem til er af því, má ráða að það hafi verið all reisulegt hús. Líklega um átta m langt og sex m breitt. Veggir munu hafa verið um þrír m háir og á því var töluvert ris. Það var úr timburgrind og klætt með þakjárni að utan og panel að innan. I því var timburgólf. Við vesturhlið þess var lítill skúr úr sama efni og húsið, og var gengið inn í hann að suðvestanverðu. Næsti fundur er haldinn 26. júlí 1908. A honum voru 20 félagar, og var Sveinn Eiríksson í Miklaholti valinn fundarstjóri, „ og nefndi hann skrif- ara Viktoríu Guðmundsdóttur á Gýgjarhóli “, eins og segir í fundargerðinni. A fundinum eru tekin fyrir þrjú mál auk erindis manns, sem þar var gestur. „ Eftir það glímdu menn nokkra stund, Þá œfðu karlmenn nokkrar íþróttir, svo sem hlaup, stökk o. fl. þess háttar. Loks var tekið að dansa og skemmti fólk sér alllengi við það. “ A 2. fundi 1. félagsár, eins og fundurinn 6. sept- ember 1908 er skráður í fundargerðabókinni, er fyrsta mál á dagskrá undirbúningur undir veturinn og er Þorfinnur Þórarinsson framsögumaður. Taldi hann þurfa „Ijós, kaffi ogfleira þvífiindirnir yrðu flestir haldnir um nœtur. “ Hann býst við að kaffi fáist á fundarstað en telur heppilegra að félagsmenn leggi það til sjálfir og best að fá maskínu og olíu- lampa leigð yfir veturinn. Bergur Jónsson stingur upp á því að leitað verði eftir samstarfi við sveitarfélagið um kaup á þessum áhöldum og leggi það til a. m. k. helming verðs, „og hvorutveggja vœri brúkað í þarfir bæði sveita- og ungmennafélagsfunda. “ Var þetta samþykkt og Þorfinni falið að semja við oddvita, en Sveinn í Miklaholti „tók að sér að hugsa fyrir kaffi og olíu til vetrarins. “ Annað félagsár Fyrsti fundur á öðru félagsári er aðalfundurinn 7. nóvember 1908, þar sem endanlega er gengið frá stofnun félagsins, en alls voru haldnir fimm félagsfundir þetta starfsár. Auk aðalfundarins voru þeir eftirfarandi: Annar fundur laugardag 6. desember 1908, fundarmenn 11 félagar og sjö „utanfélagsmenn". Þriðji fundur laugardag 6. febrúar 1909, fundarmenn 12 félagar „ og nokkrir utanfélagsmenn “. Fjórði fundur sunnudag 4. apríl 1909, fundarmenn 17 félagar. Fimmti fundur sunnudag 25. júlí 1909, fundarmenn 12 félagar „og nokkrir utanfélagsmenn “. Formaður setur alla fundina og stjórnar þeim nema þeim þriðja, þar sem hann er ekki mættur, og er Guðríður systir hans kjörin fundarstjóri samkvæmt uppástungu. Ritari skrifar alltaf fundargerð. Umræðuefnin á fundunum eru af ýmsum toga, og snerta flest starf félagsins. Fyrsta mál, sem greint verður frá hér, er þriðja mál á dagskrá fjórða fundar. Það hefur fyrirsögnina: „Mega ungmennafélagar drekka áfengi?“ Jón Jónsson á Laug er frummæl- andi og „beindi þeirri spurningu til formanns Ungmennafélagsins, hvortfélagsmenn mættu bragða áfenga drykki og hvaða hegning vœri lögð við brot á bindindisákvœði félagsins.“ Þorfinnur segir „engin bein ákvœði vera til um það efni.“ A hann þar vísast við hegningu, þar sem samkvæmt lögum skulu allir félagsmenn vera bindindismenn á vín. Síðan segir: „Tjáði sig algerlega mótfallinn öllum sektum en sýndist vel viðeigandi að beita tiltali við fyrsta brot en láta varða burtrekstri úr félaginu, efmikil brögð væri að eða kœmi oft fyrir hinn sama. “ Viktoría „k\>að sér illa við að nokkur grunur lægi á félagsmönnum um víndrykkju. “ Hún segir síðan frá því „að unglingur einn úrfélaginu hefði fyrir mis- 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.