Litli Bergþór - 01.05.2008, Page 18
skilning á lögum félagsins og skuldbindinga skrá
nœr því verið orðinn sekur um lagabrot, því hann
hefði œtlað að kaupa vín til þess að gefa það.
Nafngreindi hún manninn og kvaðst vona að menn
skoðuðu þetta óviljaverk hans. “ Ekki skráir
Viktoría samt nafn þessa manns í fundargerðina.
Bergur er óánægður með ræðu framsögumanns,
þar sem honum finnst hann „vœna einhverja af
félagsmönnum um laundrykkju. “
Jón lætur ekki deigan síga, „en kvaðst framvegis
ekki mundi hlífa þeim, er hann hygði brotlega við
bindindisheitið. “
Fyrri ræðumenn taka síðan aftur til máls og er haft
eftir þeim í fundargerðinni að þeir óski „að ung-
mennafélagar grunuðu ekki félaga sína um bind-
indisbrot eða laga, nema sterkar líkur væri til.
Myndi að öðrum kosti vakna tortryggni innan
vébanda félagsins. “
Síðasti fundurinn á þessu félagsári virðist allur
hafa farið í að ræða félagsmál. Þá ganga í félagið
þeir Þorsteinn Þórarinsson og Sigurður Guðnason.
Hinn fyrrnefndi varð strax á næsta fundi formaður
félagsins og gegndi því starfi í 23 ár eða lengur en
nokkur annar, og hefur raunar enginn annar átt svo
lengi sæti í stjórn þess. Hinn síðarnefndi var gjald-
keri félagsins í 10 ár. í lok þessa fundar kvartar for-
maður undan því að þessi fundur sé illa sóttur, „og
óskaði að hinn nœsti yrði fjölmennari. “ Akveðið
var að halda hann 29. ágúst, en fram kemur í
upphafi næstu fundargerðar að hann hafi farist fyrir
„sökum þess hvefáir komu á fimdarstaðinn.“
Þriðja félagsár
Aðalfundur var haldinn sunnudaginn 25. október
1909, og er það fyrsti fundur þriðja félagsárs.
Mættir voru 15 félagar. í fundargerðinni kemur
fram að fjórir ganga í félagið og áttu tvö þeirra,
Ingvar Gísli Guðmundsson á Gýgjarhóli og
Ingigerður Sigurðardóttir á Vatnsleysu, eftir að taka
mikinn þátt í störfum þess meðan þeim entist aldur,
en bæði urðu þau skammlíf. Aðrir fjórir segja sig úr
félaginu, og sendu þeir skriflegar úrsagnir. Þar á
meðal var Bergur Jónsson, sem hafði verið einn af
helstu forustumönnum í stofnun og starfi félagsins.
I setningarávarpi kemur fram að formaður,
Þorfinnur Þórarinsson, er enn óánægður með
félagsstarfið. Eftirfarandi er haft eftir honum í
fundargerðinni. „Kvaðst hann hafa orðið fyrir mik-
lum vonbrigðum með starfsemi félagsins síðastliðið
ár. Aldrei hefði hann séð betur en nú að hinir yngri
Tungnamenn hefðu erft ókosti feðra sinna ífélags-
lífinu. Félagsmönnum hefði mjög lítið fjölgað,
fundir illa sóttir og framkvæmdir engar. Kvaðst
hann hafa mikla raun afþví hve illa gengi að halda
við nokkrum félagsskap hér. “
í fundarlok fer fram stjórnarkjör. Þorsteinn
Þórarinsson er kjörinn formaður með 15 atkvæðum í
stað Þorfinns bróður hans. Ekki er getið um að
hann hafi beðist undan endurkjöri, en það verður að
teljast líklegt, enda hafði hann hafið búskap um
Litli Bergþór 18 ----------------------------------
vorið. Viktoría er endurkjörin skrifari með átta
atkvæðum og Ingvar Guðmundsson er kjörinn
féhirðir með 13 atkvæðum. Varamenn eru kjörin
Guðríður Þórarinsdóttir, varaformaður, Sigurður
Guðnason, varaskrifari, og Þorsteinn Sigurðsson,
varaféhirðir.
Fjórða félagsár
Það hefst með aðalfundi 7. nóvember 1910. A
honum voru 28 félagar af 49, sem eru á félagaskrá
fyrir þennan fund. Eftir að sagt hefur verið frá
samþykkt fundargerðar er greint frá skýrslu form-
anns, Þorsteins Þórarinssonar. Segir fyrst að hann
hafi haldið „langa rœðu um starffélagsins f heild
sinni; vítti hann félaga nokkuð fyrir áhugaleysi og
dugnaðarleysi íframkvœmdum. Tók til dœmis að
girðing sú, er byrjuð var haustið áður væri ekki full-
gerð enn. “ Segir hann kostnað við girðinguna um
190 kr. og styrkur hafi fengist frá Umf. íslands til
hennar rúmar 20 kr. Síðan segir: „Sundlaug sú, er
ákveðið hafði verið að byggja hafði fyrirfarist. Var
það sökum þess að ábúandi jarðar þeirrar, er sund-
laugin skyldi byggð á, hafði sett Ungmennafélaginu
þá afarkosti, er það gat eigi gengið að, að því er
rœðumaður skýrði frá. Talaði hann síðan um óhug
þann er margir utanfélagsmenn sýndust hafa til
Ungmennafélagsins einkum þeir eldri. Ráðlagði
hann œskumönnum að koma sér vel við hina eldri
og leitast við að kenna þeim eldri að skilja og virða
hugsjónir félagsinsT Hann segir síðan frá störfum
sínum í þarfir félagsins, er mest voru fólgin í bréfa-
skriftum.“
Þessu næst eru lagðir fram reikningar félagsins.
Eru þeir sagðir frá árunum 1909 - 1910, en þetta er
fyrsti reikningurinn og er allt frá stofnun þess.
Reikningurinn er birtur hér eins og hann er skráður í
bók þá, er nefnd er á titilblaði: „Skýrslur og
reikningar Umf. Biskupstungna anno domini
MCMIX“. Fremst í bókinni er pistill, sem ber
yfirskriftina „777 skýringar. “ dagsettur á
Drumboddsstöðum 1. júní 1913 og undirritaður af
Þorsteini Þórarinssyni. Þar er greint frá því að
félagið hafi ekki eignast þessa bók fyrr en þá um
vorið. Síðan segir: „Eg hef síðan ég varð formaður
félagsins gefið skýrslur árlega á hverjum aðalfundi
um bréfaviðskipti þau, er ég hefi haft fyrir félagið
og lesið upp nafnaskrá félagsmanna. Þá hefir
féhirðir samið og lesið upp reikning félagsins fyrir
líðandi ár og þeir verið samþykktir. Skýrsluna um
hag og starfsemi félagsins hefir félagsstjórnin samið
um hvert nýár og sent til fjórðungsstjórnar
Sunnlendingafjórðungs. Fjórðungsstjórnin leggur
til eyðublöð undir þær. Allar þessar skýrslur frá því
félagið byrjaði þœr og til þessa hefi ég geymt og
fært þær inn í bókina, en eftirleiðis er auðvitað
réttast að fœra þœr í bókina undir eins og þær eru
gerðar. “
I þessari bók eru skýrslur og reikningar til
ársloka 1922.
„Reikningur yfir tekjur og gjöld
Umf.B. 1909-1910.