Litli Bergþór - 01.05.2008, Side 20

Litli Bergþór - 01.05.2008, Side 20
48. Þórfinnur Þórcirinsson, Spóastöðum 49. Kristín Sveinsdóttir, Múla. Á þessum fundi eru birtar úrsagnir frá sjö félögum. Voru það Þorfinnur Þórarinsson, Sveinn Eiríksson, Margrét Oddsdóttir, Guðmundur Guðnason, Skúli Hallsson, og Guðni Pálsson, „er raunar var rækur orðinn úr félaginu fyrir marg- ítrekuð lagabrot (vínnautn),“ eins og segir í fundar- gerðinni. Ingvar Guðmundsson gerir tillögu um að „velja“ tvo þá fyrsttöldu heiðursfélaga. Formaður og ritari lýsa við það stuðningi. Síðan segir svo frá afgreiðslu tillögunnar: „Var hún síðan borin undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. (Skrifari tilkynni þeim það síðar bréflega).“ Síðasta málið sem tekið er til umræðu er lagabrot. Segir frá því á eftirfarandi hátt í fundargerðinni: „ Viktoría Guðmundsdóttir minntist síðan á lagabrot meðal karlfélaga, er hún kvaðst hafa sannar sögur af. Beindi hún einkum orðum sínum að meðstjórnendum sínum, Og þótti lítt verandi í félaginu ef slíkt viðgengist framvegis. Guðríður Þórarinsdóttir tók í sama streng. Formaður játaði að nokkuð væri hœft í sögum þessum en kvaðst jafn- framt vona að slíkt kœmi ekki oftar fyrir. Talaði síðan um skuldbindingaskrá, félaga, ýmsar almen- nar athugasemdir. Hvatti til trúmennsku við hana. “ Lítill vafi er á að hér er átt við brot á bindindisheitinu þó ritari, sem byrjaði umræðuna, segði það ekki berum orðum í fundargerð. Ekki mun formaður hafa látið þá von sem hann lætur í ljós verða að veruleika, að minnsta kosti ekki er frá leið, því áfengisnautn þótti verulegur ljóður á ráði hans hin síðari ár. Á þessu fjórða starfsári eru haldnir alls sex fundir, og er hinn fyrsti þeirra aðalfundurinn sem skýrt er frá hér að framan. Annar fundurinn er haldinn laug- ardag í janúar, en mánaðardagur hefur fallið niður. Þetta er raunar skemmtisamkoma, sem hefst með því að fundargerð er lesin, síðan er málfundur, Baldur kemur út í fyrsta sinn og fólk er tilnefnt til ýmissa starfa fyrir félagið. Að því loknu fer fram glímukeppni, dans er stiginn og fleira gert sér til skemmtunar. Formaður stjórnar öllum fundunum og skrifari ritar fundargerð nema á þeim þriðja og fjórða, en þá gegnir varaskrifari, Guðríður Þórarinsdóttir, ritarastörfum. Tombóla Af ýmsum félagsmálum á þessum fundum er eftir- farandi helst að segja: Á þriðja fundinum er að frumkvæði fundar í Ytritungudeildinni farið að ræða um að halda tombólu fyrir félagið. Það er Guðni Þórarinsson, sem segir frá umræðum á deildarfundi- num. „Kvaðst hann fyrir sitt leyti vera þvífylgjandi að tombóla vœri haldin í félagsins þarfir, þar það vœri illa efnum búið. “ Formaður tekur undir það „að þörfværi að bœta hag félagsins ef mögulegt væri." Hann telur að tombólur væru „írauninni ekki vinsœlar, en þó gæti hann ekki séð annað ráð vœnna. “ Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar. Guðni hóf þá aftur umræðuna og „kvað nú þörfað hrökkva eða stökkva og tíminn ekki orðinn oflangur efum tombólu skyldi hugsa þetta sumar. “ Formaður og féhirðir eru á einu máli um að þörf sé að halda tombólu til að afla fjár en óttast að félagið sé of veikt til að standa að henni. Þórður Þórðarson er bjartsýnni og „kvaðst ekki hrœðast það að ekki yrði töluvert gefið til hennar og sömuleiðis dregið, er að því kæmi. “ Formaður ber svo upp svohljóðandi tillögu, sem samþykkt er samhljóða: „Fundurinn ák\>eður að þegar í sumar verði haldin tombóla fyrir félagið. “ Tombólan er síðan haldin við Geysi um sumarið. Ekki kemur fram hvaða dag það var, en formaður skýrir frá henni á fundi 10. september og segir að hún hafi verið haldin „skömmu fyrr um sumarið." Ágóði af henni var kr. 26,29, en 20 kr af honum eru gefnar Vilborgu Jónsdóttur á Laug, sem hafði misst mann sinn árið áður. Ef til vill hefur þetta verið að einhverju leyti greiðsla fyrir aðstöðu og aðstoð frá Laug, þar sem tombólan var haldin þar skammt frá. En hún mun hafa verið í „Konungshúsinu“ svo- nefnda, sem stóð á flötinni vestan við hverasvæðið við Geysi, þó ekkert komi fram um það í bókum félagsins. Fánakaup Fánamál kemur til umræðu á fjórða fundinum. Sigurður Guðnason er framsögumaður, og segir svo frá ræðu hans um málið: „Kvað íslenska fánann vera að breiðast út um landið, enda mœtti það svo vera, Taldi sjálfsagt að hvert ungmennafélag eignaðist hann og drœgi á stöng við samkomur og ef til vill fleiri tækifæri. “ Þórður Þórðarson „ var fánanum meðmœltur, bjóst við að best yrði að skjóta saman verði hans. “ Formaður tekur undir það að kaupa fána. „Hafði ekki á móti samskotafé, en önnur samskot lægju nær.“ Hann telur að fáninn muni kosta um 6 kr. og lofaði „að hugsa fyrir stöng. “ Jóhann Kr. Ólafsson, sem hafði gengið í félagið á þessum fundi, og Salvör Ingimundardóttir mæla mjög með fánakaupunum og hin síðarnefnda vill að félagar gefi verð hans og lofar að leggja sjálf fram eina krónu, en Jóhann „kvað það auka hátíðarbrag að sjá blaktandi fána yfir höfði sér. “ Fáninn er svo keyptur um sumarið því í fundargerð sjötta fundar segir: „Ennfremur skýrði formaður frá því að hann hefði fyrr um sumarið keypt íslenskan fána fyrir félagið; verð 4,10 kr. “ Samskotaféð hefur verið heldur meira en þetta, og fáninn ódýrari en reiknað var með í upphafi, því í ársreikningi fyrir þetta félagsár er í tekjum afgangur af fánasam- skotum 40 aurar. Fánastöng hefur félagið eignast Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.