Litli Bergþór - 01.05.2008, Qupperneq 26

Litli Bergþór - 01.05.2008, Qupperneq 26
Guðmundsdóttir upp tvö kvœði eftir sr. Matthías Jochumson: Minni Islands og Þorgeir í Vík.“ Svipuð skemmtun er í fundarlok mánuði síðar. Fundarritari segir svo frá: „ Umrœðum var nú lokið og var þá tekið að syngja og dansa og skemmtu menn sér við það mestallan hluta nœturinnar. Þá var glímt nokkra stund. Þorfinnur Þórarinsson las nokkurn hluta af sögunni Vistaskipti eftir Einar Hjörleifsson. Einnig var komið í nokkra smáleiki. Fundi slitið kl. 7 árdegisÞ Næstu fundir enda flestir með söng og dansi og stundum er eitthvað lesið upp. Fyrstu almennu skemmtuninni, sem félagið heldur, svipar á ýmsan hátt til fundanna, og er frásögnin af henni nefnd fundargerð í starfsbókinni. Upphaf hennar er á þessa leið: „Laugardagskvöldið 8. janúar 1910 var ákveðin skemmtisamkoma að Vatnsleysu í Biskupstungum afhálju Ungmennafélagsins. Veður ogfœrð var mjög vont þennan dag. Mikill snjór var á jörð og bylur síðari hluta dagsins. Sökum þessa mœttu fáir félagar, en nokkrir utanfélagsmenn komu samkvœmt sam- komuboðinu. Alls mœttu um 30 manns og skemmtu sér alla nóttina. Fyrst var dansað 2 stundir. “ Síðan setur formaður málfund og stendur liann í tvœr klukkustundir, en var slitið kl. 11 um kvöldið. Erá því sem fram fer á eftir segir svo ífundargerð- inni: „Þvínœst skemmtu menn sér til morguns við ýmislegt, er til gamans mœtti verða, svo sem söng, spil og mikinn dans. Einnig léku menn nokkra smáleiki. “ í fundargerð aðalfundarins haustið 1912 er í fyrsta skipti greint frá umræðum um vetrarsam- komuna og undirbúning hennar á fundi: „Eormaður rœddi um skemmtisamkomu, er haldin mundi vera á komandi vetri. Einnig Þorst. Sigurðsson og Viktoría Guðmundsdóttir. Var stungið upp á að kjósa 5 manna nefnd til þess að sjá um skemmtunina í stað þess að fela stjórn fél. umsjón hennar. Eins og gert hefur verið. Fékk sú uppástunga góðan byr þegar og var síðan samþykkt. Kosningu hlutu: 1. Þorsteinn Sigurðsson með 18 atkv. 2. Sumarl. Grímsson með 18 atkv. 3. íngvar Guðnmndsson með 16 atkv. 4. Salvör Ingimundard. með 14 atkv. 5. Sig. Guðnason með 11 atkv. “ Þessi skemmtun er með töluvert öðru sniði en þær sem haldnar voru árin á undan. Hún er ekki öðrum þræði fundur og ekki haldin á venjulegum fundar- stað félagsins. Skrifari, Þorsteinn Sigurðsson, segir svo frá í starfsbókinni: „ Skemmtun hélt Ungmennafélag Biskupstungna að Miklaholti laugardaginn 4.jan. 1913, og sóttu hana nálœgt 100 manns. Dagskrá hafði samkomustjórnin samið, og fór skemmtunin fram samkvæmt henni sem hér segir: I. Samkoman sett kl. 7 síðdegis af varafor- manni félagsins, Sumarliða Grímssyni. Fór liann nokkrum orðum um erfiöleika sem á því væru að undirbúa skemmtun að vetrarlagi. Bað menn eigi taka hart áfélaginu þó skemmtun þessari vœri í mörgu ábótavant, kvað félagið fullvel finna til þess. Sagðist vona aðfólk gæti haft ánœgju af skenuntun- inni, efallir kœmu íþeim tilgangi að skemmta. Sungin nokkur lög. II. Erindi og söngur á eftir. Erindið flutti sr. Eiríkur Þ. Stefánsson á Torfastöðum, og var það um Þrjár helstu fjárhagslegu leiðirnar til farsældarin- nar. III. Upplestur og söngur á eftir. Þorst. Sigurðsson las upp í blaði félagsins, „Baldri“, smásöguna „Gleymdur“ og „Viltu deyja?“. IV. Leikur (Annarhvor). Leikendur: Salvör Ingimundardóttir, Bríet Þórólfsdóttir, Sumarliði Grfmsson og Jóhannes Kárason. V. Ræða og söngur á eftir. Ræðuna flutti Ingv. G. Guðnmndsson, Gýgjarlióli, og var hún um Island og Islendinga. VI. Drukkið kajfi. VII. Dans. VIII. Upplestur og söngur á eftir. Sumarliði Grímsson las upp „Illugadrápu“ eftir St. G. Stephanson og „Svanurinn ungi“, ævintýri. IX. Dans. Einnig voru leiknir tveir málsháttaleikir: „Tilþess eru vítin að varastþau“ og „Ekki er allt sem sýnist“. Auk þess skemmtu menn sér við spil, tafl o. fl. Það sem sungið var voru ýmis œttjarðarljóð, einnig fáein ný lög sem nokkrir menn, karlar og konur, höfðu æft saman undir stjórn frú Sigurlaugar Erlendsd. Inngangseyrir var 15 aur.fyrir fidlorðna en 10 aur. fyrir unglinga innan fermingaraldurs, gekk það til húsráðenda fyrir húslán, Ijós, kaffi, liitun o.fl. Skemmtuninni slitið kl. 8 árd. (þ. 5. jan.)“ Næstu ár er skemmtun fyrstu dagana í janúar, 914 í Miklaholti en 1915 á Torfastöðum. Dagskrá þeirra beggja er rakin í starfsbókinni. Þar eru lialdnar ræður um ýmis efni, upplestur, söngur, dans og fleira. A þeirri fyrri er II. liður dagskrárinnar kynntur þannig: „Leikur (101). Leikendur: Sumarliði Grímsson, Guðbjörg Káradóttir, Jóhannes Kárason, Bríet Þórólfsdóttir, Ingvar Eiríksson. Upphækkaður pallur var settur í húsið, svo allir gætu séð leikinn. “ Greint er frá næsta lið á eftir á þennan hátt: III. Sungin nokkur lög og ennfremur hafður „hljóðgeymir“ með íslenskum lögum, sungin af P. Jónssyni, svo nokkur útlensk lög og dansar. Öllum þessum samkomum er slitið kl. 8 árdegis. Skemmtiferðir A ungmennafélagsfundum í apríl og maí 1910 er að frumkvæði formanns félagsins, Þorsteins Þórarinssonar, rædd sú „ hugmynd að allir ung- mennafélagarnir tækjust eitt sinn sameiginlega ferð á hendur einhvern sunnudag sér til skemmtunar. í þeirri ferð gætu þeir einnig haldið fiind, eftími yrði til.“ Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.