Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 FRETTABREF ^ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir S 568-1153 gudfragn@mr.is Ólafur H. Óskarsson © 553-0871 oho@internet.is Ragnar Böðvarsson © 482-3728 bolholt@eyjar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík © 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins eirikur@eirikur.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupósturldisketta) Prentun: Gutenberg Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Skúli Skúlason f. 31. 10.1918 d. 5. 2. 2008 heiðursfélagi í Ættfræðifélaginu Látinn er í hárri elli í Reykjavík Skúli Skúlason frá Hólsgerði í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Skúli var í áratugi virkur þátttakandi í Ættfræðifélaginu. Hann sótti fundi og Opið hús, ferðaðist með félaginu í sumarferðum þess og naut sín þar vel í góðum vinahópi. Hann var mjög ættfróður og miðlaði óspart af þekkingu sinni. Hann gaf út tvær merkar ættfræðibækur Laxamýrarættina og Hraunkotsættina sem báðar fjalla um þingeyska ættarstofna. En einmitt þar var Skúli á heimavelli og manna fróðastur. Þingeyjarsýslurnar, það voru hans lendur. Þessar bækur eru nú orðnar afar fágætar og eftirsóttar. Hann vann á seinni árum einnig að því að safna í Reykjaætt í Fnjóskadal, en náði því miður ekki að ljúka því verki. Skúli sýndi í fræðistörfum sínum mikla elju og vann allt upp á gamla mátann, handskrifaði og studdist við frumheimildir. Skúli var um margt sérstakur maður og ekki allra, en í Ættfræðifélaginu átti hann marga vini og kunningja sem mátu hann að verðleikum og þar kunni hann afar vel við sig. Skúli sótti fundi Ættfræðifélagsins fram á mitt síðasta haust þegar halla tók undan fæti. Síðasta ættfræðifundinn sat hann í lok nóvember. Hans hlýi hugur til Ættfræðifélagsins sýndi sig þegar hann ánafnaði því ættfræðibókasafn sitt. Hann vissi sem var að þar kæmi það að góðum notum og yrði mikils metið. Ættfræðifélagið þakkar Skúla áratuga tryggð og samveru og höfðinglega bókagjöf. Félagar hans í Ættfræðifélaginu kveðja hann með söknuði og virðingu og þakka langa og góða samfylgd. Fyrirspurn Bente Eide frá Noregi spyr um stjúpömmu sína sem var íslensk, hét Kristín Hallgrímsdóttir og var frá Siglufirði. Hún var fædd 25. september 1904. Afi minn, segir Bente Eide, var Herman Henriksen. Hann varð ekkill 1948 og 1951 giftist hann Kristínu Hallgrímsdóttur. Þau bjuggu í Solund í Sogni og Fjordane. Eg veit að stjúpamma mín átti yngri bróður á íslandi sem hét Hallgrímur Hallgrímsson. Ég held að hann sé dáinn en sagan segir að hann hafi átt son, en nafn hans veit ég ekki. Ég væri mjög glaður ef einhver gæti gefið mér upplýsingar um þetta fólk. Ritstjóra sýnist Kristín hafa átt þrjú systkin: Ingibjörgu Þorgerði, f. 1893 d. 1963, trúlega bl., saumakonu á Siglufirði, Steinþór, f. 1896 d. 1957, kaupmaður á Siglufirði síðar útgerðarmaður í Kanada. Sonur hans er Gunnar Jóhann Steinþórsson Flóvenz, f. 1924, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hann á fjögur börn. Yngsti bróðir Kristínar er Hallgrímur f. 1906 d. 1994, trúlega bl., beykir á Siglufirði. Nánari upplýsingar sendist til Fréttabréfsins og til bente.eide@ bluezone.no Fréttabréf Ættfræðifélagsins kemur út tvisvar á vormisseri og tvisvar á haustmisseri. Miðað er við textaskil 1. janúar, 1. mars, 1. september og 1. nóvember. http://www.ætt.is 2 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.