Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 Það gæti svo sem verið skemmtilegt viðfangsefni ættfræðilega séð, að reyna að finna út hversu margar Rósur á Eyjafjarðarsvæðinu eru skyldar á miðri 19. öld t.d. í 10. lið eða nær. Þegar Rósa fæðist á Ásgerð- arstöðum á hún a.m.k. fjórar nokkuð náskyldar per- sónur sem bera og hafa lifað undir Rósu nafni og sú fimmta bætist við. Forfeður og formæður hennar í 5 liði eru ann- ars eyfirskrar ættar. Langalangafi hennar Halldór Sveinsson er langafi föður hennar og móður hennar einnig og býr á öðru býli í Fornhaga 1703. Dóttir hans Þóra giftist Ivari Björnssyni frá Syðri-Reistará og þau voru foreldrar Guðmundar Ivarssonar er bjó á Bási, Hallfreðarstöðum, Löngu-Hlíð, Sörlatungu, Löngu-Hlíð aftur og fleiri býlum í dalnum. Arnþóra Ásmundsdóttir yfirsetukona var þriðja kona hans og áttu þau saman Guðrúnu „yngri“, móð- ur Rósu f. 1764, Rósu f. 1765, konu Þórðar Magnús- sonar í Búðarnesi, Saurbæ og víðar í nágrenninu og Þóru f. 1766, konu Olafs Guðmundssonar í Flöguseli. Amþóra Ásmundsdóttir, amma Rósu, var sú þriðja með því nafni af formæðrum hennar f. 1732 og fórst í jarðskriðu í híbýlum sínum í Löngu-Hlíð sumar- daginn 12. júní 1795. Mikil votviðratíð frá júníbyrj- un hafði gegnsósað jarðveginri ofan býlisins svo að þungi jarðarhörundsins varð rótunum ofviða og rót- slitinn jarðvegurinn ruddist yfir tún og hús. Guðmundur og Guðrún höfðu látið næstelstu telpuna sína, f. 1792, heita Amþóru og reyndu ekki aftur er meybam fæddist rúmum sjö mánuðum eftir Hvað gladdi Rósu? Sr. Gísli Kolbeins hóf erindi sitt um Skáld-Rósu á að leggja smá þraut fyrir fundargesti. Hann spurði hvað Rósa hefði átt við þegar hún kom að Kolvið- arneslaug þar sem Glímu-Gestur eða Sund-Gestur, sambýlismaður hennar, var að kenna sund og hún kastaði fram eftirfarandi vísu: Hresstist lund en sorgin svaf ad sjá á fundi íta. En mest aföllu gleði gaf Gest á sttndi að líta. Hvað átti Rósa við?, spurði sr. Gísli: Hvað veitti henni svona mikla gleði? Var það að sjá Gest á sundi? Voru það sundtök hans? Vom það sundfötin eða líkamsvöxturinn? Bjarni Stefán Konráðsson hagyrðingur frá Frostastöðum í Blönduhlíð hafði svar við því: Yndisstundu átti þá hið unga sprund að vonum. Hresstist lund er sœl það sá sem var undir honum. hér með að hafa meðtekið af herra sýslumanni A. Thorsteinsen 3 rbd. 48 # þrjá dali og treimark sem er mín hlutdeild af þeim 100 dölum sem allra náðugast eru veittir til útbýtingar meðal eiðsvarinna yfirsetukona á Islandi. Ólafsvík þann 2.júlí 1847 Rósa Guðmundsdóttir eiðsvarin yfirsetukona Með eigin hendi.“ sorglegan dauðdaga ömmu hennar á Þorláksmessunni 1795. Arnþóra í miðið var f. 1664 og Amþóra elsta Olafsdóttir, systir sr. Þórarins Olafssonar á Bægisá, var f. 1600. Þær voru hver annarrar amma. Ólafsdóttir- in var móðir Ásmundar bónda í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði. Ásmundur, á Stóru-Brekku og Svíra í túnfæti Möðruv.kl. Jónsson Kolbeinssonar í Gunnars- húsum í Eyjafirði fram, var svo sonur Arnþóru í miðið og faðir Arnþóru yfirsetukonu. Móðir hennar var Þóra Sigvaldadóttir á Stóru-Brekku og Svíra. Þá er enn eftir að nefna foreldra Ivars Björnsson- ar langafa Rósu og tengdason Halldórs Sveinssonar áðumefnds bónda í Fomhaga 1703. Þau voru Björn Ivarsson á Syðri-Reistará, seinni maður Sigríðar Ket- ilsdóttur f. 1646, sem átti Rósu Brandsdóttur f. 1688 með seinni manni sínum, Brandi Þorleifssyni á Reist- ará. Foreldrar Jóns Kolbeinssonar í Gunnarshúsum í Saurbæjarhreppi, sem var eiginmaður Arnþóru í mið- ið var sonur Kolbeins og Guðnýjar í Seljahlíð. Rétt er að geta þess að það var ekki fyrr en 1800, sem Þóra móðursystir Rósu lét dóttur sína heita Amþóru. Við getum svo sem brotið heilann um hvers vegna Guðrún „yngri“ á Ásgerðarstöðum lét ekki dóttur sína heita í höfuðið á móður sinni, þar sem telpan Gomsuflennur Ritstjórinn hafði bakað pönnukökur og jólakökur í tilefni dagsins og til heiðurs Rósu og bauð öllum fundargestum. Sr. Gísli hafði á orði þegar hann sá kræsingamar: Þú hefðir heldur átt að bjóða upp á gomsuflennur, Guðfinna mín, eins og Rósa gerði þegar hún fékk gesti. Þegar ritstjórinn kom af fjöllum varðandi gomsuflennumar útskýrði hann að gomsuflennur væru lummur sem bakaðar hefðu verið á járnplötu yfir glóðinni í eldstónni. http://www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.