Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 heimtu sem þessari, hafi þeir ekki haft í fórum sínum nógu nákvæm gögn, þ.e. réttar jarðabækur. Því má vera að þeir hafi búist við hærri upphæð en raun- hæft var að vænta eftir réttu jarðamati. Síðan er sá möguleiki líka fyrir hendi að þrátt fyrir nýmóðins skattheimtuaðferðir frá Kaupmannahöfn hafi íslend- ingar haldið uppteknum hætti, þ.e. talið munnlega fram á almennum samkomum líkt og tíundina. Vitað er um eina slíka samkomu því varðveitt er bréf frá Guðmundi Jónssyni, sýslumanni Borgfirðinga, dag- settu 19. júní 1681, þar sem hann skikkar alla búfasta menn í Reykholtsreykjadal að koma á almenna sam- komu og segja til eigna sinna vegna stríðshjálparinn- ar.14 Líklegt verður að telja að ósamræmi geti verið á milli gamalla jarðabóka í Rentukammeri og mein- ingu landeigenda og leiguliða á stærð jarða sinna. í þessu sambandi er samhengið sem Rentukamm- er setur á milli vangoldins skatts og rangra jarða- bóka athyglisvert. Það þýðir að embættismenn Rentukammers hafa búist við ákveðinni upphæð, en ekki fengið, svo þeir hafa leitað orsakanna og komist að því að áætlun skattsins byggði á úreldum jarða- bókum. Því hefur vaknað áhugi á því að fá nýja og rétta jarðabók, sbr. orðalagið í erindisbréfi Arna og Páls um jarðabækurnar í Rentukammerinu, þar sem segir að þær „icke udj saadan een Rigtighed sig bef- inder, som det sig velburde"; eða, að þær séu ekki svo réttar sem vera bæri. Því tel ég ljóst að Skánarstríðið 1675-1679 var ein af forsendum þess að manntalið 1703 var gert. Hugmynd Árna Magnússonar? En Arni og Páll gerðu annað og meira en erindis- bréfið sagði fyrir um. í fyrsta lagi, og á þetta benti Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, í formála að útgáfu manntalsins, kváðu fyrirmæli konungs ekki á um svo nákvæma skráningu þjóðarinnar og raunin varð. Þorsteinn sýndi og fram á að manntalið eins og það var gert í raun, var miklu nær því hvemig fyrsta hugmynd að gerð þess var, eins og hún kemur fram í uppkasti að erindisbréfi Arna og Páls, sem Kristian Kálund gaf út með embættisbréfum Arna Magnús- sonar.15 Allar lrkur eru til þess að Arni hafi haft hönd í bagga við gerð uppkastsins, svo vera má að hug- myndin sé frá honum komin og hann hafi þá hugsan- lega ekki fallist á fyrirmælin í lokagerð, og því breytt samkvæmt sinni sannfæringu.16 Þennan leik lék hann öðru sinni í erindrekstri sínum, því að hann lét ekki bara skrá mannfólkið, heldur einnig allan kvikfénað landsmanna. Fyrirmæli um slíkt eru í uppkastinu en ekki í lokaútgáfu erindisbréfsins.17 Flvort við eigum vegna þessa að kalla Arna Magnússon uppreisnars- egg, eða bara staðfastan, er látið ósagt hér. Mannfræði manntalsins Um áreiðanleika manntalsins 1703 hefur margt verið ritað, en ég vil sýna dæmi um ónákvæmni í því sem fyrir tilviljun var hægt að bæta úr. Það var með hjálp áðurnefnds kvikfjártals, sem kannski er ekki fyrsta heimildin sem ættfræðingur léti sér detta í hug að skoða. A bænum Fleiði í Holtamannahreppi í Rangár- vallasýslu var ábúandinn Hannes Jónsson, þá 38 ára. Samtals voru níu manns í heimili á Heiði. Hannes átti fjögur börn með konu sinni, Salbjörgu Þorleifsdóttur, þar af eitt 18 vetra tvíburapar sem var ekki algengt. Ragnhildur Jónsdóttir 40 ára var vinnukona á bæn- um, en um hana er ekki meira sagt.18 Það vill svo vel til að Ragnhildur átti gripi í búi Hannesar, því að í kvikfjártalinu stendur: „Eign hans systur Ragnhildar þar: ær 3, sauð gamlan 1, veturgemlingar 2, hest 1 ,“19 Þar sem einungis ein Ragnhildur var á bænum skv. manntalinu, og þar að auki með sama föðumafn og Hannes, liggur þetta ljóst fyrir. En Hannes í Heiði átti aðra systur, í kvikfjártalinu við Heiði stendur einnig: „Item leigu kýr hans systur frá Moldartungu l.“20 í Moldartungu, sem einnig er í Holtamannahreppi, var eina Jónsdóttur að finna í manntalinu, Ingibjörg heitir hún og var vinnukona, 36 ára.21 Þannig að með hjálp kvikfjártalsins hefur tekist að sameina þrjú systkini sem annars hefði ekki verið vitað um. Annað dæmi um ónákvæmni í manntalinu vil ég tilfæra, um bráðþroska ungan mann, Gísla Pálsson. í manntalinu er hann að finna í Stokkseyrarhreppi í hópi þeirra sem eru sagðir fara um sveitina og eru þar fæddir, þá er hann fimmtán vetra.22 Ári síðar, 1704, kom upp uppnefnamál á Stokkseyri þar sem nokkrir menn voru kærðir, sem segir frá í þingbók Vigfúsar Hannessonar sýslumanns Árnesinga. T.d. áttu þeir að hafa kallað sr. Halldór Torfason brúsa, (Halldór var sonur sr. Torfa Jónssonar prófasts í Gaulverjabæ sem var bróðursonur og svili Brynjólfs Sveinssonar biskups23). Konu sr. Halldórs, Þuríði Sæmundsdóttur, kölluðu þeir Lúpu og Sigurð Bergsson á Hrauni Mer- arson. Fleiri uppnefni eru þar tilgreind, t.d. Harö- haus, Stúfur, Langatrjóna, Snarkjaftur og Lóðabytta. Gallar á manntalinu Einn af þeim sem sakaður var fyrir uppnefnin hét Gísli Pálsson, umferðardrengur á Stokkseyri, þá nítján vetra. Honum var lýst sem svo að hann væri „svörull, latur og að öðrum óknyttum kenndur." Frá- sögn þingbókarinnar gaf Guðni Jónsson út í Blöndu VIII.24 Ég gáði í frumritin, bæði að manntalinu og dómabók Vigfúsar sýslumanns, og þetta er ekki misritun í útgáfunum.25 Hér hlýtur að vera um sama manninn að ræða, þar sem enginn annar með þessu nafni í manntalinu passar bæði hvað stöðu og stað varðar. Líklega hefur hann verið haldinn u.þ.b. 15 vetra þegar manntalið var geit og aftur giskað á ald- ur hans ári síðar, þegar hann er sagður 19 vetra. Af misræminu má draga þá ályktun að ekki hefur verið fylgst mjög vel með aldri manna á þessum árum. Eitt dæmi er öðru frægara um galla á manntalinu, en það er Viðey, eða öllu heldur meint eyðibyggð í http://www.ætt.is 10 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.