Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 formi gagnagrunns í tölvu sem breytt er daglega, eft- ir því sem fólk fæðist, deyr eða flyst til landsins eða af því. Hún er, eftir því sem ég best veit, ekki prent- uð út. Samkvæmt lögum nr. 54/1962 um þjóðskrá og almannaskráningu, fyrstu málsgrein 9. greinar, ber Þjóðskrá að gera íbúaskrár fyrir öll sveitarfélög árlega. Fyrsta málsgrein 10. greinar sömu laga segir ennfremur að senda skuli sveitarstjórnum hvers sveit- arfélags og skattayfirvöldum viðkomandi embættis íbúaskrá fyrir næstliðið ár í janúar ár hvert. Þar sem ég þekki til, í Kópavogi og Reykjavík, tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, hefur ekki borist íbúaskrá síðan 2002. Hins vegar hafa þessi sveitarfélög aðgang að hinni síbreytilegu þjóðskrá í gagnagrunni í tölvu. Lestrarsal Þjóðskjalasafns íslands hefur ekki heldur borist íbúaskrá síðan 2002. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort ekki sé rétt að taka aftur upp gerð manntala, í því augnamiði að framtíðin geti búið að aðgengilegum upplýsingum um íbúa þessa lands eins og við getum gengið að landsmönnum árið 1703 vísum? Tölvugögn eru afar forgengileg, eins og þeir sem muna t.d. eftir gata- spjöldum eða disklingum vita. Manntöl af og til Hagstofa Sameinuðu þjóðanna, the United Nations Statistics Division, gerir skýran greinarmun á þjóð- skrá og manntölum, og bendir á að annað megi nota til að athuga áreiðanleika hins. Ég hef fregnt að í Pól- landi skapist ætíð miklar umræður þegar nýtt manntal er tekið, því að mannfjöldinn sem talinn er passar aldrei við fjöldann sem skráður er í pólsku þjóð- skrána. Þetta athugunarefni kemur án efa upp víðar, og ætti að verða áhugavert fyrir lýðfræðinga. A heimasíðu hagstofu Sameinuðu þjóðanna er aðgengileg skrá yfir það hvernig mannfjöldaskrán- ingu er hagað í heiminum. Þar sést að þau lönd sem búa við sama kerfi og við, mannfjöldatölur sem eingöngu eru byggðar á þjóðskrá, eru Grænland, Andorra, Færeyjar, San Marínó og Svíþjóð. I Þýska- landi hefur verið gerð tilraun með manntal byggt á þjóðskrá, en annars er engin miðlæg skráning þjóð- arinnar gerð þar. Lönd þar sem talið er að þjóðskrá uppfylli ekki allar þær kröfur sem gerðar eru um skrásetningu íbúanna og láta einnig gera manntöl (í flestum löndum er miðað við að nýtt manntal sé tekið á u.þ.b. tíu ára fresti) eru t.d. Kína, Rússland, Bandaríkin, Frakkland, Pólland, Brasilía og svo mætti lengi telja.34 Nú eru Islendingar ekkert sérstaklega margir. Því ætti að vera hægur leikur að prenta þjóðskrá út með reglulegu millibili ásamt því að láta gera manntöl af og til. Annars er hætt við að ættfræðingar framtíð- arinnar, og aðrir fræðimenn sem láta sig þessa hluti varða, muni bölva allhressilega yfir skorti á ættfræði- heimildum frá okkar tímum. Heimildir Óprentaðar heimildir Þjóðskjalasafii Islands Þjskjs. Rentukammer. 2,1. Stríðshjálpin 1681. Þjskjs. Rtk. II, 1. Manntalið 1703. Árnessýsla. Þjskjs. Rtk. III, 1. Kvikfénaðarskýrslur 1703. Þjskjs. Sýsl. Ám. V. 3. Dómabók Vigfúsar sýslumanns Hannessonar 1703-1705 Þjskjs. Skjalasöfn prófasta. Borgarfjarðarprófastsdæmi AC/1 Héraðsbók Halldórs Jónssonar í Reykholti 1663-1699. Oprentaðar ritgerðir Gunnar Marel Hinriksson: „Kópavogur í Seltjarnarnes- hreppi 1681-1729.“ Grein sem bíður birtingar í Arsriti Héraðsskjalasafns Kópavogs 2006-2007, vorið 2008. Gunnar Marel Hinriksson: Um aukaskattheimtu konungs af hans landi íslandi. Stríðshjálpin 1679-1692. Lokaritgerð í sagnfræði við Háskóla Islands, 2007. Hreinn Erlendsson: „Æviskrár dómkirkjupresta í Skál- holti.“ Grein sem bíður birtingar í Arnesingi IX, vorið 2008. Heimasíður Heimasíða United Nations Statistics Division, sótt 28. nóv- ember 2007. <http://unstats.un.org/unsd/demographic/ sources/census/censusdates.htm> Prentaðar heimildir Alþingisbœkur íslands VII. og VIII. bindi. Einar Amórsson gaf út. Reykjavík, 1944-1955. Arne Magnusson: Embedsskrivelser og andre ojfenlige aktstykker. Kr. Kálund gaf út. Kpbenhavn og Kristiania, 1916. Guðni Jónsson: „Uppnefnamál í Stokkseyrarhreppi árið 1704“. Blanda. Fróðleikur gamall og nýr. VIII. bindi. Bls. 314-320. Hannes Þorsteinsson: „Grænlandsþættir m. fl.“. Blanda. Fróðleikur gamall og nýr V. Bls. 192-240. Helgi Skúli Kjartansson: „Var Viðey í eyði 1703?“. Mann- talið 1703 þrjú hundruð ára. Greinar í tilefni afmœlis. Ólöf Garðarsdóttir og Eiríkur G. Guðmundsson rit- stýrðu. Reykjavík, 2005. Bls. 77-84. JarðabókArna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. og 13. bindi. Kaupmannahöfn og Reykjavík, 1923-1924 og 1990. Jón Halldórsson: „Hirðstjóra annáll" Safii til sögu Islands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju II. Kaupmanna- höfn, 1886. Bls. 593-784. Lovsamling for Island I. bindi. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson gáfu út. Kjpbenhavn, 1853. Lýður Björnsson: Saga íslands. VIII. bindi. Sigurður Lín- dal og Magnús Lyngdal Magnússon ritstýrðu. Reykja- vík, 2006. Manntal á Islandi 1703. Tekið að tilhlutan Arna Magnús- sonar og Páls Vídalíns. Reykjavík, 1924-1947. Már Jónsson: Arni Magnússon. Ævisaga. Reykjavík, 1998. Nielsen, Helge og Victor Thalbitzer: Skatter og skattefor- valtning i œldre tider. Kjpbenhavn, 1948. (Ljósprentað í Kpbenhavn, 1976.) Páll Eggert Ólason: Islenzkar œviskrár V. bindi. Reykja- vík, 1952. Þorsteinn Þorsteinsson: „Formáli“. Manntal á Islandi 1703. Reykjavík, 1924-1947. Bls. vii-xviii. http://wvvw.ætt.is 12 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.