Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Qupperneq 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Qupperneq 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 kosninguna með glæsibrag. Öflugasti stuðingsmaður Sigurðar í kosningabaráttunni var verðandi svili hans, Jón Ásgrímsson á Fossbrekku. Sigurður Jensson vígðist og kvæntist Hallfríði Árnadóttur. Það átti fyrir síra Einari á Breiðabólsstað í Breiðumerkurþingum að liggja að kvænast í annað sinn, þótt tekinn væri að reskjast. Seinni kona hans var Reykjavíkurdama, Elín Gísladóttir Guðmundsen, frænka Arnarfellssystra. Börn Einars og Elínar hétu: Gísli, Ingunn, Þórunn. Hér fer á eftir lokakafli sög- unnar: Árni bjó á Arnarfelli til elli. Hann tók til fósturs Árna dótturson sinn frá Fossbrekku, gaf honum jörðina Ás í lifanda lífi og lét lýsa gjöfinni á Fögru- vallaþingi. Þegar hann dó, fór Rósa til dóttur sinnar, Elínar á Fossbrekku, en Bjarni Gestsson tók við búi á Arnarfelli. Hann giftist frændkonu sinni, Ingibjörgu, systur Símonar í Hrauntungu, sem hafði alizt upp jafnframt honum. Síra Sigurður á Fossvöllum varð auðugur að kvikfé, enda var jörðin ágæt sauðjörð. Hann þótti hinn bezti ræðumaður og tónaði svo vel að unun var að heyra. Reglumaður var hann hinn mesti og vinsæll; varð prófastur þegar síra Einar sleppti því embætti. Fjögur börn átti hann með konu sinni, þrjá syni og eina dóttur, sem hét Rósa eftir ömmu sinni. Sveinamir hétu Árni, Jón og Sturlaugur. Lúkum vér hér sögu þessari. Hafi sá þökk er hlýðir. Guðjón Óskar Jónsson sendi. Um ættfræðifundi á Suðurnesjum í janúar sl. hitti ég Ólaf H. Óskarsson, fyrverandi formann Ættfræðifélagsins og rifjaðist þá upp í okkar samtali að hann hefði sent mér bréf seinni part sumars árið 2000 og mælst til þess að ég beitti mér fyrir því að félagar í Ættfræðifélaginu, búsettir á Suðurnesjum, kæmu saman einu sinni í mánuði yfir veturinn til að ræða sín hugðarefni. Ekki ætla ég rekja þetta samtal urn fram það að láta þess getið að hann hvatti mig til þess að gera gein fyrir þessu í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins. Eftir að ég hafði velt þessu fyrir mér, þarna um árið, þá ákvað ég að senda öllum skráðum félögum í Ættfræðifélaginu á þessu svæði bréf og boðaði til fundar í Bæjarbókasafninu við Hafnargötu í Keflavík þriðjudagskvöldið 7. nóvember. kl. 20.00 til 21.30. Áður hafði ég að sjálfsögðu fengið leyfi hjá forstöðumanni bókasafnsins fyrir þessari samkomu. Ekki er ég með það á hreinu hvað margir sóttu þennan fyrsta fund, en hann var það vel sóttur að við ákváðum að halda þessu áfram og höfum við komið þarna saman, alla vetur, fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, frá okóber til maí. Rétt er að geta þess að fyrst í stað eftir fyrsta fundinn voru þeir færðir yfir á mánudaga, en svo aftur seinna yfir á þriðjudaga. Þá er að segja frá fundarsókn. í vetur höfum við komið saman eftir þessari reglu og hafa fundarmenn flestir orðið ellefu. En hvað er rætt á þessum fundum? Fundarefni er ekki ákveðið fyrir fram, en það er rætt svona vítt og breitt um ættfræði og ef einhver er að leita að einhverju sérstöku þá er reynt að leysa úr því. í bóksafninu er gott safn ættfræðibóka er oft hægt að leysa úr því á staðnum, en sé það ekki hægt þá er bara hægt að benda fólki á þjóðskjalasafnið, en það eiga bara ekki allir gott með að nýta sér það. Það koma hér út tvo blöð vikulega og er þeim dreift í öll hús á Suðurnesjum og er sagt frá þessum fundum í þeim vikuna áður en fundur er haldinn. Þá er að síðast en ekki síst að geta þess að forstöðumaður bókasafnsins og annað starfsfólk þar hefur sýnt okkur mikinn velvilja og eru því færðar bestu þakkir Keflavík ífebrúar 2008 Einar Ingimimdarson Brekkubraut 13, 230 Keflavík einaringim@simnet.is * Askorun til stjórnar Ættfræðifélagsins og annarra? Þegar ég var að setja saman frásögn af ættfræðifundum á Suðurnesjum, þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði heyrt í fréttum nánar tiltekið lesið upp í RÚV af frétta- ritara þess í Ósló að í Noregi væru allar kirkjubækur komnar á netið og einnig stór hluti manntala. Þetta þótti þessum fréttaritara tíðindi og mér finnst það líka. Ég veit ekki betur, en að íslendingar hafi talið sig ættfróðustu menn sem sögur fara af og ætla ég ekkert að rengja það, enda skortir mig bæði þekkingu og brjóstvit til að geta lagt mat á það. Hitt sýnist mér augljóst að samkvæmt ívitnaðri frétt, þá er aðstaðan á íslandi til ættfræðiskráninga, ekki sú besta sem til er. Því það eru einungis tvö manntöl hér komin á netið. Rétt finnst mér að vekja athygli á því að kirkjubækur, þær sem til eru á örfilmum, eru settar á það form af bandarískum mormónum af íslenskum ættum. Þá er rétt að minnast aðeins á íslendingabókina, hún er góð það sem hún nær. í henni er hægt að rekja frá langömmum og langöfum, en ef maður fer einum aftar þá er ekkert til viðbótar út úr því að hafa. Ég vil því beina því til stjórnar Ættfræðifélagsins og annara sem aðstöðu og áhuga hafa á þessum málum að þrýsta á viðkomandi aðila um að setja kirkjubækur og manntöl á netið, það yrði til mikils hagræðis fyrir allflesta. Með bestu kveðju, Keflavík ífebrúar 2008 Einar lngimundarson http://www.ætt.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.