Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Síða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Síða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 FRETTABREF Í?FTTFRÆÐ1FÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19,108 Reykjavík. ® 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir S 568-1153 gudfragn@mr.is Olafur H. Oskarsson S 553-0871 oho@internet.is Ragnar Böðvarsson S 482-3728 bolholt@eyjar.is Ritstjóri Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4,105 Reykjavík S 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Ættfræðifélagsins annagunnah@simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjón- armanni á rafrœnu formi (tölvupósturldisketta) Prentun: GuðjónÓ 141 Prentað efni Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 600 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Frá stjórn Ættfræðifélagsins: Hart í ári Ágæti félagsmaður! Nú eru erfiðir tímar í íslensku þjóðfélagi. Þeir erfiðleikar hafa einnig kom- ið hart niður á Ættfræðifélaginu. Félagið berst í bökkum með starfsemi sína og óvíst er hvort hægt verður að halda henni áfram með sama sniði mikið lengur ef ekki rætist úr fjárhagnum. Hvorki s.l. ár né á fyrra ári sá fjárveitingavaldið sér fært að veita Ættfræðifélaginu styrk eins og fjöldi slíkra menningar- og sögufélaga hafa þó fengið á undanförnum áratug- um. Félagsgjöldin verða því að standa undir nauðsynlegum rekstrarkostn- aði félagsins. Stærstu kostnaðarliðirnir eru húsaleiga fyrir félagsstarfsem- ina og útgáfa Fréttabréfs Ættfræðifélagsins. Fréttabréfið hefur verið sent öllum félögum Ættfræðifélagsins fjórum sinnum á ári. Segja má að þetta fróðlega rit um ættfræði hafi verið mun ódýrara en önnur slík fræðirit hér á landi þar sem það hefur árlega aðeins kostað félagsmenn kr. 3.000, sem hefur verið hið árlega tillag félagsmanna til Ættfræðifélagsins. Öll störf í þágu blaðsins og félagsins eru unnin í sjálfboðavinnu. Stjórninni er mikið í mun að halda þannig á fjárhag félagsins að útgáfa félagsritsins geti haldið áfram. Félagið verður því að ganga eftir öllum ógreiddum félagsgjöldum fyrir tvö s.l. ár svo félagsstarfsemin geti a.m.k. verið með sama hætti og undanfarin ár. Stjórn Ættfræðifélagsins skorar því á alla þá sem vita sig eiga ógreidd félagsgjöld fyrir árin 2008 og 2009, 3000 kr fyrir hvort ár, að greiða þau sem allra fyrst. Greiðsluna má leggja inn á eftirfarandi reikningsnúmer: 1135 -05 -200231 Við vonum að þeir ágætu félagsmenn sem hafa fengið sent Fréttabréf Ættfræðifélagsins undanfarin ár, en skulda enn félagsgjöldin, bregðist fljótt við og greiði árgjaldið við fyrsta tækifæri. Framtíð Ættfræðifélagsins veltur á því að félagsmenn standi að baki því og greiði sitt félagsgjald ár- lega þar sem þetta eru nú einu tekjurnar sem félagið hefur til ráðstöfunar svo félagsstarfið geti haldið áfram eins og undanfarin ár. Vegna erfiðs fjárhags félagsins hefur aðalfundur félagsins ákveðið að árgjald árið 2010 hækki í kr. 4.000.00, sem við væntum að félagsmenn skilji að full þörf sé á, til þess að félagið geti haldið óbreyttri stafsemi áfram. Með félagskveðju Stjórnin „Grúskað í ættarsögunni“ Mig langar að ná sambandi við Sesselju Guðmundsdóttur sem skráði árið 2000: Grúskað í ættarsögunni; Jón Jónsson (1832-1894) og Guðlaug Tómas- dóttir (1842-1886). Ég hef í nokkur ár verið að dunda í ættfræði, aðallega Vestfirðinga. Vonast eftir svari . Össur Torfason, Skógarseli 14, 700 Egilsstöðum. http://www.ætt.is 2 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.