Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Síða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Síða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 árangurslaust, og henni sífellt þyngt. Borgarstjórinn, faðir hennar, sem var mætur höfðingi og mikilmenni og var orðinn hugsjúkur um líf hennar, hafði þá látið þau boð út ganga, að hver sá, sem gæti læknað hana að fullu, skyldi eignast hana fyrir konu með rífleg- um heimanmundi og annarri fullsælu, en enginn hafði enn getað læknað hana. Spurði kaupmaður skipstjóra að lokum, hvort engir væru læknar frá Norðurálfu á skipi hans. Skipstjóri segir sem var, að hann hafi einn góðan lækni íslenzkan, sem sé mjög lærður og dug- legur. Slitu þeir svo talinu, og fór skipstjóri fram á skip sitt, en kaupmaður fór til borgarstjóra, segir hon- um frá samtali þeirra skipstjórans og eggjar hann á að reyna þenna íslenska lækni, sem svo mikið væri af látið. Lét ekki borgarstjóri segja sér það tvisvar, held- ur sendi kaupmann fram á skip til Jóns, að fá hann til að koma í land að sjá og skoða dóttur sína, og fylgja hin sömu boð og laun, er hann hafði áður yfir lýst. En með því að Jón Pétursson var þá ungur, örr og fram- gjarn og heldur hvattur af skipstjóranum, þá fór hann á land með kaupmanni til dóttur höfðingjans og skoð- aði hana í krók og kring, að viðstöddum borgarstjóra og mörgu stórmenni. Eftir að hafa rannsakað sjúk- dóm stúlkunnar nákvæmlega, segist Jón hafa von um að geta bætt henni, en þó eigi nema á löngum tíma. Gladdist höfðinginn mjög við orð hans og fékk leyfi skipstjórans að hafa Jón lækni hjá sér, svo að hann gæti lagt sig allan fram við lækningarnar. Þegar er Jón fór að stunda stúlkuna, fóru bata- merki að sjást, og eftir því sem hún hresstist smátt og smátt, sýndi borgarstjóri honum æ meiri og meiri virðingarmerki og lét hann lifa í dýrðlegum fagn- aði á þeirrar þjóðar vísu. En Jón læknir fylltist óyndi og kunni mjög illa öllum siðum þar. Bættist þar á ofan umhugsunin um það að eiga að kvænast stúlk- unni, sem nú batnaði dag frá degi, en sem hann bjóst við, að mundi verða fremur óhraust alla ævi, og sem honum fannst ekki vera neinn girndargripur. Þó þótti honum óbærilegast að þurfa að kasta trú sinni og taka trú Tyrkjanna. En að því gekk hann vísu, ef hann kvongaðist þar, sem hann þóttist fullviss um, að sér yrði haldið að, ef hann flentist þar, því að hann merkti vilja stúlkunnar til þess. Fór hann því leynilega á fund skipstjórans og bað hann aðstoð- ar að koma sér með honum, er hann færi alfarinn burt, því að skipstjóri hafði legið um kyrrt á meðan Jón var að lækna stúlkuna. Var skipstjóri viljugur til þess og lofaði honum því. Og er hann var seglbú- inn, sendi hann leynilega eftir Jóni, um kvöldtíma, er myrkt var orðið, og lét hann ekki á sér standa og laumaðist burtu svo, að enginn vissi, allslaus eins og hann kom þangað og missti þannig konu og fjár, sem honum stóð til boða. Byrjaði það snemrna og hélzt við alla ævi Jóns, að hann var ekki fésæll mað- ur. Sigldi skipið burt af höfninni um nóttina í blás- andi byr og var komið út á haf, þegar birta tók. Taldi Jón sig því heppnari, sem hann komst lengra burtu, og kom þar aldrei síðan. IV. Eftir atburð þenna fór Jón læknir norður í lönd og hélt síðan til íslands með góðum orðstír fyrir heppni sína í lækningum. Arið 1766 var hann settur fjórðungslæknir í Norðurlandi, í stað Magnúsar Guðmundssonar, sem fyrstur var settur læknir norðanlands. Var Magnús þá sjúkur orðinn af holdsveiki. Settist Jón Pétursson að í Skagafirði. Skömmu eftir að hann kom þar, var hans vitj- að til konu, sem lá í barnsnauð og gat ekki fætt, úti á Reykjaströnd. Læknir og fylgdarmaður hans ríða út ströndina sem leið liggur, þar til þeir koma að Fagranesi. En er þeir koma þar í hlaðið, heyra þeir söng í húsum inni, en enginn var þar úti við. Spyr þá læknir fylgdarmann sinn, er var þaðan af ströndinni, hverju þetta sætti. Kveðst fylgdarmaður helzt hyggja, að verið sé að bera út lík dóttur prestsins, Margrétar að nafni, hafi hún legið áður dauðvona. Læknir kveðst vilja koma inn og sjá líkið, en fylgdarmaður taldi það heldur úr vegna nauðsynja konunnar, er Jón átti að vitja, en læknir sinnti því ekki, fór inn í bæinn, skoð- aði líkið og sagði, að stúlkan væri ekki dauð, held- ur í nokkurs konar yfirliði. Ataldi hann fólkið fyrir fljótfærni sína, lét búa aftur um stúlkuna í rúmi sínu og reyndi eitthvað við hana, unz lífsmark sást með henni. Fylgdarmaðurinn rak á eftir honum, og fór læknir fljótt af stað, en lofaði að koma aftur bráðlega. Hjálpaði hann konu þeirri, er hann var sóttur til, og er ei annars getið en það hafi heppnazt vel. Síðan snýr Jón aftur hið hraðasta að Fagranesi, og var þá stúlkan nokkuð röknuð við. Var læknir þar nokkurn tíma, og varð hún albata. Margrét þessi var dóttir séra Árna sem þá var prestur á Fagranesi og dó 1778. Bað Jón hennar sér til konu og var hún honum gefin. Bjuggu þau lengi síðan í Viðvík í Skagafirði og áttu saman mörg böm. V. Þegar séra Gísli Jónsson var prestur á Hólum (síðar prestur í Stærra-Árskógi), var það eitt kvöld á vöku, að eitt barn hans á fyrsta eða öðru ári nam ekki af hljóðum og æpti í sífellu, þó að allra bragða væri leit- að til að friða það. Var þá sent ofan að Viðvík eftir Jóni lækni, og kom hann þegar. En svo var háttað á Hólum, að fólk var allt á baðstofulofti, og prestur og kona hans í öðrum enda þess, ásamt börnum þeirra og barnfóstru. Þegar læknir kemur upp í uppgöng- una og heyrir hljóð bamsins, segir hann: „Það stend- ur járn í barninu.” Skipar hann þegar, er hann kemur til barnsins, að færa það úr öllum fötum. Síðan skoð- ar hann það í krók og kring og finnur loks litla saum- nál, næstum stungna á kaf undir hendi barnsins í síð- unni. Náði hann henni,og varð þá barnið vært og jafn gott.*) Þetta sagði mér húsfrú Guðrún á Sauðanesi í Svarfaðardal, (Upsaströnd), dóttir séra Gísla og alsystir barns þess, sem nálin stóð í, og mundi hún http://www.ætt.is 8 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.