Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Page 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010
Móðir Ingibjargar
var Sigurlaug
Guðmundsdóttir,
húsmannsdóttir frá
Stakkabergi, fædd á Á
á Skarðsströnd 1852,
dáin í Rauðseyjum
1919.
dóttur skráð í ministerialbók þegar hún er fermd, en
hún fermist (að öllum líkindum) á Skarði árið 1887, þá
sögð 14 ára og í fermingarskránni (Geta má og þess,
að í ritunum Dalamenn II og Ormsætt, og í öðrum
opinberum plöggum, var fæðingardagur Ingibjargar
sagður 30. desember 1872. Og hið sama er skráð í
islendingabok.is)! Einar Rósinkarsson á Nýp er, þeg-
ar stúlkan er fermd, skráður fóstri Ingibjargar. Geta
má þess, að vitnisburður hennar þegar hún fermist er
á þessa leið: Kann vel, les dável, hegðun góð. Auk
þessa er skráð í athugasemdadálk, að hún skrifi sæmi-
lega og reikni dável.
Þar eð fermingarvitnisburður prests um Ingibjörgu
er svona góður, er mjög sennilegt, að hún hafi sem barn
notið afar góðs viðurgernings, bæði til sálar og líkama.
Já, hvaða nafn hlaut barnið við skírn?
Engan veginn getur það staðizt, að foreldrarnir, þau
Guðmundur og Sigurlaug á A hafi átt börn með að-
eins 3'Æ mánaða millibili, þ.e. Jóhönnu þann 31.
desember 1872 og Ingibjörgu svo þann 13. apríl
1873, svo að sýnt er, að eitthvað hlýtur að hafa far-
ið úrleiðis með áðurnefnda færzlu. Af þessum sök-
um var því sóknarmannatal Skarðssóknar fyrir þetta
tímabil skoðað, og kemur þá í ljós, að veturinn 1872-
1873 er lítil telpa, að nafni Ingibjörg Guðmundsdóttir,
komin í fóstur til Einars Rósinkarssonar og Ingveldar
Jónsdóttur, konu hans, að Barmi og er telpa þessi þá
sögð eins árs að aldri. Samkvæmt skránni yfir inn-
kornna í sóknina frá þessum tíma, kemur ekkert barn
inn í sóknina annarsstaðar frá, enda kemur það greini-
lega fram í síðar skráðum opinberum skrám, að þarna
er um dóttur Guðmundar Nikulássonar og Sigurlaugar
Guðmundsdóttur að ræða.
Sjá má í sóknarmannatali Skarðs, að árið áður,
eða í febrúar 1872, eiga fósturforeldrar Ingibjargar
litlu Guðmundsdóttur, þau Einar og Ingveldur, 9 ára
dóttur. Nafn þessarar dóttur er Ingibjörg Einarsdóttir
og er hún í sóknarmannatalinu sögð stauta. Að öll-
um líkindum deyr telpan skömmu eftir þessa húsvitj-
un, þar eð sjá má, að dóttir þeirra Einars og Ingveldar
er horfin af skrá veturinn 1872- 1873. Aftur á móti
er Ingibjörg litla Guðmundsdóttir þá komin á þetta
heimili og er telpan sögð eins árs tökubarn þar á bæ.
Hér er vert að staldra við, því að athugandi er, að
nafn telpunnar sem dó, hafði verið Ingibjörg, en það
er einmitt sama nafnið og litla fósturbarnið í Barmi
bar! Vera má því, og e.t.v. ekki alveg ósennilegt, að
Faðir Ingibjargar
var Guðniundur
Nikulásson. Hann
var fæddur 17.
febrúar 1847 á Hóli
Hvammshreppi,
Dalasýslu og dáinn
12. júlí 1944 í Öxney,
Skógarstrandarhreppi.
telpan, sem skírð var Jóhanna snemma árs 1873, hafi
verið kölluð Ingibjörg, eftir að liún var komin ífóstur
að Barmi og nafnið hafi síðan festst við hana og hún
nefnd svo upp frá því! Eins er kannski ekki heldur al-
veg fráleitt að halda, að presturinn hafi eitthvað rugl-
ast í ríminu og skrifað rangt nafn í kirkjubókina!
Þess má geta, að þessar skýringar mínar er heima-
smíðaðar, en ég tel reyndar afar sennilegt, að fáir hafi
haft aðgang að kirkjubókum Skarðskirkju á þessum
tíma aðrir en prestar og e.t.v. nánustu skyldmenni
þeirra og vandamenn, þannig að engin rekistefna hef-
ur því væntanlega verið gerð út af smávegis nafna-
ruglingi! A umræddum tíma var séra Friðrik Eggerz
Eggertsson, f. 25. mars 1802, d. 23. apríl 1894 prest-
ur í Skarðsþingum og er hann því orðinn allroskinn
árið 1873. Séra Friðrik hafði nokkra aðstoðarpresta og
ekki lítur út fyrir að sami maður hafi ævinlega haldið á
penna, þegar kirkjubækur Skarðssóknar eru færðar.
Væntanlega hefur henni Jóhönnu litlu
Guðmundsdóttur, eða kannski öðru nafni Ingibjörgu
Guðmundsdóttur, tekist að færa dálitla birtu inn í dap-
urlega tilveru fósturforeldra sinna eftir að þau höfðu
misst einkabarn sitt. En um þær mundir, sem Ingibjörg
litla Guðmundsdóttir kemur að Barmi, er Einar nærri
40 ára og kona hans orðin 43 ára, svo að afar ólík-
legt hafa þau væntanlega talið, að þau myndu eignast
fleiri börn sjálf, en Ingibjörg Einarsdóttir mun hafa
verið einasta barn þeirra, eins og áður var greint frá.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir sem fær þrjá fæðing-
ardaga: 30. og 31 desember 1872 eða 13. apríl 1873,
giftist Elínmundi Porvarðssyni frá Stakkabergi 3.
júní 1898. Þá er hann skráður 22 ára vinnumaður á
Stakkabergi, en Ingibjörg 26 ára vinnukona á sama
stað. Elínmundur var fæddur 26. desenber 1877 og
dáinn 4. febrúar 1959. Foreldrar hans voru Þorvarður
Sigurðsson f. 2. október 1852, d. 23. júlí 1880,vinnu-
maður á Stakkabergi og Elín Jóhannesdóttir frá
Stakkabergi f. 18. maí 1858, dáin 27. marz 1888.
Elínmundur var bóndi á Stakkabergi 1904-1939, en
þau hjónin Ingibjörg og Elínmundur áttu þar síðan
heima til dánardægurs. Þau voru sögð mjög fátæk,
enda börnin átta alls: Elín f. 25. nóvember 1898, bjó í
Langeyjarnesi, Ingveldur f. 4. marz 1900, vinnukona
hjá sýslumanninum í Búðardal, Bjarnfríður Ingibjörg
f. 10. september 1902, húsmóðir á Björnólfsstöðum í
Langadal, Austur -Húnavatnssýslu, Olöf Guðmunda
http://www.ætt.is
12
aett@aett.is