Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Page 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010
Manntalið 1910 hundrað ára
Draumurinn að koma öllu
manntalinu út á prenti
í tilefni eitt hundrað ára afmælis manntals-
ins 1910 brá Fréttabréfíð sér í heimsókn
til hjónanna Eggerts Th. Kjartanssonar
og Hólmfríðar Gísladóttur, fyrrum for-
manns Ættfræðifélagsins, en þau hafa
haft veg og vanda af útgáfu þeirra binda
sem út hafa komið af þessu manntali.
-Já, það má segja að það hafi verið Ættfræðifélagið
sem hafði frumk væði að útgáfu manntalsins 1910, seg-
ir Hólmfríður. Enda er það eitt af markmiðum félags-
ins að efla og útbreiða íslenska ættvísi og mannfræði.
Það byrjaði allt árið 1987, með því að Jón Gíslason,
sem þá var formaður Ættfræðifélagsins, hitti Magnús
Magnússon prófessor á förnum vegi og Magnús
sagði honum frá því að þetta manntal væri að nokkru
leyti til á tölvutæku formi hjá Erfðafræðinefnd, en
Magnús sat þar í stjórn. Og það skipti engum togum
að boltinn fór að rúlla. Þann 23. mars 1988 var skipuð
þriggja manna nefnd sem í sátu ég, Einar Egilsson og
Sigurður Sigurðarson.
-Samið var við Erfðafræðinefndina um tölvu-
vinnslu og Tölvunefndin leyfði birtingu á gögnum
Erfðafræðinefndar úr manntalinu og öðrum óbeinum
heimildum, ásamt leiðréttingunr. Það varð strax ljóst
að í gögnum Þjóðskjalasafnsins voru ýmsar upplýs-
ingar sem ekki voru tölvuskráðar hjá Erfðafræðinefnd
og var því leitað til Þjóðskjalasafnsins um viðbætur.
Þær voru unnar upp úr frumriti manntalsins og fengin
var vinnuaðstaða á safninu. Sú vinna hófst 13. febrú-
ar 1990.
-Það gleymist oft, segir Hólmfríður, þegar við sitj-
um með slík manntöl tilbúin á borðinu, að á bak við
hverja útgáfu liggur gífurleg vinna og það nrikil ná-
Árið 1910 voru íbúar íslands 85.183 að tölu.
Manntalið 1910 var hið fyrsta sem tekið var á veg-
um innlendrar landsstjórnar og laut ekki yfirstjórn
danskra stjórnvalda. Dr. Jón Þorkelsson þingmað-
ur Reykvíkinga bar fram þingsályktunartillögu um
manntalið. Stjórnarráðið annaðist framkvæmd-
ina. Þingsályktunartillagan varð kveikjan að stofn-
un Hagstofunnar 1914. Unnið var úr niðurstöðum
manntalsins á árunum 1911-1913 og gefin út ít-
arleg skýrsla.
-Það var mikil vinna að gá að fæðingardegi hvers einasta
manns á öllu Islandi, sérstaklega í Reykjavík, þar sem
fólk var komið alls staðar að segir Eggert Th. Kjartans-
son sem hefur, ásamt konu sinni Hólmfríði Gísladóttur,
haft veg og vanda af útgáfu Manntalsins 1910.
kvæmnisvinna. Manntalið 1910 hefði seint komið út
með öllum viðbótum og leiðréttingum ef ekki hefði
konrið til stór hópur sjálfboðaliða úr Ættfræðifélaginu.
Hópurinn vann árum saman við að bera saman frum-
gögnin og tölvuútskrift Erfðafræðinefndar. Saman-
burðurinn stóð sleitulaust til ársins 1997, en þá
var lokið við allt landið. í byrjunarhópnum voru
Ásthildur Steinsen, Eggert Th. Kjartansson, Guð-
björg Sigfúsdóttir, Gunnar Hvammdal, Hólmfríður
Gísladóttir, Klara Kristjánsdóttir, Kristín Guðmunds-
dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Sólveig Guð-
mundsdóttir. Ásthildur. Sigríður og Sólveig hættu um
það leyti sem við vorum komin að Snæfellsnesi.
-Á 50 ára afmæli Ættfræðifélagsins árið 1995 færði
félagið þessum félögum sínum öllum veglega blóm-
vendi fyrir þeirra vinnuframlag og óeigingjarna starf.
-Það var líka ánægjulegt, segir Hólmfríður, að fyrsta
bindi manntalsins, bindið um Skaftafellssýslunnar var
nýkomið út á 50 ára afmæli Ættfræðifélagsins.
-Ákveðið var að sleppa tveim dálkum úr frum-
riti manntalsins, segir Eggert, sem hefur haft veg og
vanda af viðbótum og leiðréttingum auk þess að sjá
alfarið um útgáfu beggja bindanna um Reykjavík,
VI og V2. Það eru annars vegar upplýsingar um trú
manna og hins vegar veikindi fólks.
-Eftir á að hyggja hefði verið fróðlegt að hafa upp-
lýsingar um veikindin, því þau segja sína sögu. Oft
var t.d. tilgreint hvort menn væru blindir.
-Stefnt var að því að útgáfan fylgdi að öðru leyti
http://www.ætt.is
14
aett@aett.is