Viðar - 01.01.1937, Page 197
Viðar] IJTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. 195
Úr skólaskýrslu Núpsskóla.
Skólinn var settur 10. október.
Aðalkennari skólans, cand. theol. Eiríkur J. Eiríksson dvaldi er-
lendis sl. vetur, við nám, lengst í Sviss. Hafði Daníel kennari Ágúst-
ínusson kennslu á hendi í hans stað. Að öðru leyti er kennaralið
skólans óbreytt: Skólastjóri Björn Guðmundsson, íþróttakennari
Viggó Nathanaelsson, handavinnukennari stúlkna Hólmfríður Krist-
insdóttir og söngkennari Haukur Kristinsson.
Tekin hefir verið upp sú venja, að velja 5 nemendur, 3 úr eldri
deild og 2 úr yngri deild, sem hafi á hendi umsjón með starfi og
framkvæmdum skólans og heimavistarinnar ásamt skólastjóra. Skiptu
þeir með sér verkum, og varð sú skipting þannig nú: Magnús Guð-
mundsson aðalumsjónarmaður, Ólafur Steinsson og Laufey Guðjóns-
dóttir höfðu umsjón með ræstingu allri og hreinlæti. Valgerður Guð-
mundsdóttir hafði umsjón í stúlknaherbergjum, Jón G. Óskarsson og
Magnús Einarsson voru meðstjórnarmenn. Auk þess höfðu nemendur
ýms trúnaðarstörf, t. d. umsjón með skíðum skólans, ljósum og elds-
neyti o. s. frv.
Matreiðslukona skólabúsins var Þorbjörg Hallsdóttir frá Stein-
kirkju í Fnjóskadal. Henni til aðstoðar voru María Kristjánsdóttir frá
Akureyri og Jóna Guðmundsdóttir frá Sveinseyri í Tálknafirði, sem
einnig hafði umsjón með þjónustubrögðum nemenda.
Tilhögun kennslunnar var svipuð og verið hefir. Námsgreinum er
enn skipt á veturna, til þess að sameina sem mest deildirnar. T. d.
er náttúrufræði kennd í b. d. skólans saman; eðlisfræði og dýrafræði
annan veturinn, en jurtafræði og heilsufræði hinn. Þannig skiptist og
fyrri og síðari hluti sögu og landafræði á veturna. Sparar þetta
kennslukraft og deildaskiptingu. i móðurmáli, reikningi, tungumálum,
handavinnu o. fl er að sjálfsögðu kennt í tveimur og fleiri deildum.
Námsgreinar og timi til þeirra: Móðurmálið og bókmenntir þess:
Bókmenntasaga 2 st. á viku, réttritun 2 st. á viku, málfræði 2 st. á
viku, ljóðaskýringar, lestur og framsögn 2 st. á viku.
Alls til móðurmálskennslu 8 st. á viku
Föðurlandssaga í báðum deildum 2 —
Mannkynssaga í báðum deildum 2 —
Reikningur í báðum deildum 8 —
Þjóðskipulagsfræði í báðum deildum 1 —
Eðlisfræði í báðum deildum . 2 —
Dýrafræði í báðum deildum 2 —
Landafræði í báðum deildum 2 —
Danska, enska og sænska 12 —
Líkamsæfingar, sund og útiiþróttir 11 —
13*