Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 9

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 9
7 Ég vil gjarnan verða við þeim tilmælum Foreldra- blaðsins að segja frá þeim atburði, sem var eins konar forspil að stofnun kennarasamtakanna fyrir hálfri öld, og ég var ögn viðriðinn, en flestir horfn- ir, sem þar koma við sögu. — Við Björn Hermann Jónsson, þá skólastjóri í Vestmannaeyjum, síðar á ísafirði, höfðum sótt fund Samvinnumanna á Þingvöllum síðustu daga júnímánaðar 1919, og gengum að mestu þaðan yndislega júnínótt og ræddum margt, m. a. nauð- syn þess, að kennarar landsins tækju höndum saman. Snemma að morgni 30. júní hittum við Morten Hansen, skólastjóra Miðbæjarskólans, og ræddum þessi mál við hann. Hann bauð okkur hús undir fund þá um kvöldið, ef við treystum okk- ur til að ná saman kennurum með svo stuttum fyrirvara. En ég varð að taka skipsferð kl. 11 e. h. heim til Flateyrar, og mátti ekki af missa, því að þá voru strjálar strandferðir. En það má vera til marks um hröð viðbrögð ungra manna þá, að okkur tókst að ná saman fundi 40 kennara með fárra stunda fyrirvara, og voru margir þeirra utan af landi, en staddir hér. Fundinum stýrði Morten Hansen. En fundarefnið var tvíþætt. Annars vegar að láta Alþingi, sem þá var að koma saman, vita um okkur og óskir okkar. Hins vegar að ræða nauðsyn þess, að mynda almenn samtök. Fékk hvort tveggja góðan byr. Og Alþingi sýndi skilning sinn með því að bæta kjör okkar til muna. En svo líður þetta ár og hið næsta þannig, að ekkert gerist með samtökin. Þá rita ég greinarstúf, sem birtist í Skólablaðinu í desember 1920, og nefni Samtök. Þar minni ég á það, að Alþingi hafi sýnt okkur sóma, og nú yrðum við að sýna það, að við kynnum að meta slíkt, m. a. með því að taka saman höndum og standa saman, vera í sókn og forsvari í skólamálum landsins, eftir beztu getu, svo sem frændur okkar á Norður- löndum. Styng ég upp á því að Skólablaðið hafi for- ustuna í þessu máli, og enda greininga þannig: ,, — Treysti ég svo Skólablaðinu til þess að koma málefni þessu áleiðis til framkvæmda og bregð- ast vel við, og kennurum til að fylkja sér fast saman.“ Helgi Hjörvar, sem þá var ritstjóri Skólablaðs- ins, ritar eftirmála og segir þar, að mál þetta sé þegar komið á góða leið. Enda fór svo, að næsta ár voru samtökin stofnuð. En það má geta þess, að ekki voru allir sam- mála um, hvernig þessi landssamtök skyldu byggð, hvort þau ættu að vera samband félaga eða einstaklinga, — eða hvort tveggja. Við lögðum á það áherzlu í litla kennarafélag- inu okkar í Vestur-ísafjarðarsýslu, að kennarafé- lög ættu að starfa um allt land, og þau ættu að senda sína fulltrúa á landsþing. Þessi skilningur varð ofan á, og þess vegna heita samtökin Sam- band íslenzkra barnakennara. Ekki gat ég sótt stofnfundinn vegna lasleika. En stéttarbróðir minn, Friðrik Hjartar á Suðureyri, mætti af okkar hálfu, og tók virkan þátt í þessari merku stofnun fyrir hálfri öld. Snorri Sigfússon.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.