Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 11
g
STEFÁN INGV! FINNBOGASON tannlæknir.
Tannvernd er að verða fastur þáttur í almennri
heilsugæzlu barna. Börn á barnaskólaaldri fá hér
á höfuðborgarsvæðinu reglulega skoðun og með-
ferð hjá skólatannlæknum og áhugi er vakinn á
því, að koma slíku skipulagi á út um land. Enda
er heilbrigði tanna svo nátengd almennu heilsu-
fari, að þar verður varla skilið á milli. Tennurnar
eru hluti af því lifandi vefjakerfi, sem nefnist
líkami, taka til sín næringu, vaxa, starfa og hrörna
og gefa svörun við ertingu. Allir hlutir líkamans
eru meira og minna háðir hver öðrum. Sjúkdómur
í einum veldur truflun á starfsemi annars.
Hlutverk tannanna er að bíta fæðuna sundur,
mylja hana og merja og búa hana undir meltingu
magans. Skemmdar tennur eru oft viðkvæmar og
aumar og valda því óþægindum, þegar tuggið er.
Hjá börnunum verða þær því stundum orsök lystar-
leysis og vannæringar. Barnatennur gegna því
hlutverki, auk þess, sem ofan greinir, að leiða
fullorðinstennurnar á sinn rétta stað í tannröðinni.
Ótímabær missir barnatannanna getur því valdið
tannskekkju.
Helztu vefir tannar eru glerungar, tannbein og
kvika. Tveir fyrrnefndu eru harðir og blóðlausir,
en kvikan er mjúkur, æðaríkur vefur, sem er inni-
luktur að mestu leyti í tannbeini.
Verði tannkvikan fyrir ertingu af völdum tann-
átu, er svörun hennar sú sama og hjá öðrum æða-
ríkum vefjum, fyrirferðaraukning eða bólga. En
vegna innilokunar veldur bólgan þrýstingi inni (
tönninni, sem aftur hindrar blóðrás kvikunnar og
veldur drepi. Síðar rotnar kvikan og leysist upp
og eftir er aðeins kvikuholdið með aragrúa af
bakteríum, sem líkaminn getur ekki ráðið við.
Skemmdar tennur eru því hin ákjósanlegasta
gróðrarstía fyrir bakteríur, sem bíða færist að
ráðast á líkamann, þegar viðnámsþrótturinn er
minnstur.
Tannáta er sjúkdómur, sem stafar af óhóflegu
sykuráti. Þar er skaðvænlegust sykurneyzla milli
hinna föstu máltíða.
Sykurinn myndar sýru í munninum, sem vinnur
á glerungnum, og þegar glerungslagið er rofið,
þá er eftirleikurinn auðveldur og átan grefur sig
brátt inn í innri hluta tannarinnar með áðurnefndri
afleiðingu.
Glerungur barnatanna er þynnri en fullorðins-
tanna, kvikuholið stærra og því styttri veg að ryðja
fyrir bakteríur inn í kviku.
Nýuppkomnar tennur eru líka mjög viðkvæmar
fyrir tannátu og fyrstu fullorðinstennurnar verða
því oft illa leiknar af hennar völdum.
Tannlæknir ræður yfir ýmsum meðulum, sem
draga úr hættu tannskemmda. Hann getur líka
stöðvað tannátu, ef gripið er í taumana í tæka tíð.
Ef fólk kemst yfir barna- og unglingsárin með
góðar tennur, eru miklar líkur fyrir því, að hægt
sé að halda þeim tönnum alla æfi, þótt löng
verði.