Foreldrablaðið - 01.01.1971, Side 12

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Side 12
10 ) Nýtt skólahúsnæði Margir hafa veitt eftirtekt húsi, sem risið er suður í Fossvogi, rétt fyrir ofan Fossvogskapellu, og velt fyrir sér, hvaða hús þar sé verið að byggja. Þetta er skóli fyrir börn á aldrinum 4 til 16 ára. Börn, sem eru heyrnarlaus eða með svo skerta heyrn, að þau geta ekki tekið þátt í námi í almennum barnaskóla. Áður var Heyrnarleysingjaskólinn til húsa í Stakkholti 3. Þar er húsnæði þegar orðið of lítið og óhentugt, bæði vegna fjölda 6 ára barna, en ekki síður vegna stórkostlegrar truflunar frá um- ferðinni. Skóli, sem hefur kennslutæki, er magna eiga öll hljóð, þarf að draga sig út úr mesta ónæðinu vegna umferðarinnar og þeim hávaða, sem skapast frá henni. [ Heyrnleysingjaskólanum eru nú rúmlega 50 börn. Af þeim eru 24 börn í heimavist. Það eru börn, sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur. — Heimavistin er enn til húsa í Stakkholti, en börn- in fara á milli gamla og nýja skólans í skólabíl. Nýtt húsnæði fyrir heimavistina er áætlað að reisa í Fossvoginum á næsta ári. Nú er í smíðum álma, m. a. fyrir heilsugæzlu. Inni í nýja húsnæðinu, sem flutt var í 12. febr. s. I., eru gangar og stofur bjartar og snyrtilegar. Stofurnar eru ekki stórar en búnar út með þarfir skólans í huga. Inn af þeim er lítill klefi með tækj- um til þjálfunar hvers eins nemanda fyrir sig. í kjallara hússins er stórt og rúmgott herbergi. Þar eru börnin í frímínútunum og þar neyta þau nestis, sem skólinn leggur þeim til. Aðstaða til leikja úti við er enn ekki góð, eins og oft vill verða, meðan á byggingu húsa stendur. Það vekur athygli gesta, þegar inn er komið, hversu andrúmsloftið er sérstaklega hlýlegt og þægilegt. Við skólann starfa 9 kennarar og þrjár fóstrur, auk skólastjórans, Brands Jónssonar. Þess má að lokum geta, að starfandi er for- eldrafélag, sem hugsar um vöxt og viðgang skól- ans. Það hefur veitt skólanum ýmiss konar stuðn- ing og m. a. átt fulltrúa í bygginganefnd skólans. Er það eina foreldrafélag hér í Reykjavík, sem haft hefur slíka aðstöðu við byggingu skólahúss í borg- inni. G. Þ.

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.