Foreldrablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 17

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 17
15 Hvers vegna md ég ekki kenna barni mínu að stafa, þegar það lærir hljóðaðferð í skólanum? Það, sem mælir mest á móti því að kenna barn- inu að stafa heima, þegar það lærir hljóðaðferð í skólanum, er hin tilfinningalega togstreita, sem getur orðið innra með barninu sjálfu. Barnið vill gera foreldrunum til hæfis, af því að það elskar þá og vill njóta ástar þeirra, enda eru þeir þess fyrirmynd. En barnið vill líka gera kennaranum til hæfis. Því að hann er einnig mikilvæg persóna í lífi þess á þessu tímabili. Ef þessir tveir aðilar, for- eldrar og kennari, leggja sömu athöfnina fyrir á ólíkan hátt, verður barnið óöruggt, það er ekki fært um að velja og hafna, heldur reynir að til- einka sér hvort tveggja, en er í fæstum tilfellum fært um það fullkomlega. Þetta getur því orðið barninu slík hindrun, að það nái ekki tökum á lestrarnáminu eins og það hefði annars getað, auk þess sem það getur fengið óbeit og andúð á því, vegna þeirra erfiðleika, sem hin tvöfalda aðferð hefur skapað því. Hljóðaðferðin hefur þar að auki það fram yfir stöfunaraðferðina, að hún er rökréttari, því að við notum hljóð stafanna, þegar við tölum eða lesum, en ekki nöfn þeirra. Sem dæmi getum við tekið orðið þjóð, stafað: þorn-joð-ó-eð, lesið: þjóð. Það liggur í augum uppi, að þarna kemur inn fjöldi aukahljóða í stöfuninni, sem við verðum að útiloka, þegar við segjum orðið í heild, svo að þetta er tvöfalt erfiði miðað við það að læra hljóð stafanna og hljóða saman orðið strax. Það er ekkert á móti því, að börn þekki nöfn stafanna og útlit þeirra, þegar þau koma í skól- ann, en varasamt getur verið að hafa reynt að kenna þeim að kveða að, því að það er meiri vandi en flestir gera sér grein fyrir, nema að sá sem leið- beinir viti, hvað hann er að gera, og hafi fullt vald á aðferðinni.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.