Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 18

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 18
16 Fyrii* iiiigii lesnidiirna Ilerdis Fgiisdóátir Kartöflumamma Það var vor í sveitinni. Bóndinn var að setja niður kartöflur með börnum sínum. Þau veltu kartöflunum fyrir sér og hrósuðu þeim á hvert reipi. Mikið eru þær fallegar og bústnar, sögðu börnin. Það hljóta að koma margar og góðar kartöflur upp af þeim. Bóndinn var börnum sínum alveg sammála. Kartöflurnar voru ijósar á litinn, stinnar og virtust vera að springa af vítamínum. En hvað ég hlakka til í hausl sagði eitt barnið. Ég er svo forvitinn að sjá, hve margar kartöflur við fáum upp. Sumarið leið, og börnin fylgdust með af óþreyju, hvernig grænu blöðin stækkuðu dag frá degi í kartöflu-garðinum. Loks kom sá dagur, þegar pabbi sagði: Komið þið, krakkar. Nú er mál til komið, að taka upp kartöflurnar. Þessu var tekið með mikilli gleði. Allir flýttu sér að fara í verstu fötin sín og fóru svo, hlaðnir áhöldum og strigapokum, út í kartöflugarðinn. Bóndinn losaði um kartöflurnar og lyfti þeim upp á yfirborðið

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.