Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 19

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 19
17 með stórum gaffli, en börnin hristu moldina af þeim og stungu þeim niður í pokana. Allt i einu kallaði yngsti drengurinn: Pabbi, komdu og sjáðu. Það er einhver ógeðsleg klessa innan um kartöflurnar. Komið öll og sjáið. Allir hlupu, til að sjá, hvað þetta gæti verið. Ætli þetta sé ekki dauð mús, stakk einhver upp á. Nei, sagði bóndinn, sem var nú kominn þarna að. Þetta er sjálf kartöflumamman. Það fór undrunar og óánægju-hljóð um barnahópinn. Hvernig getur það verið? Þær voru allar svo bústnar og stinnar, þegar þær voru látnar niður í vor. Nú er ómögulegt að þekkja þær. Hvernig verða þær svona? Bóndinn settist niður og benti börnunum að setjast lika. Svo sagði hann: Eins og þið vitið, vilja flestar mæður gera það, sem þær geta fyrir börnin sín. Börnin játuðu því. Sumar gera of mikið, þær fórna sér algjörlega, svo, að ekkert verður eftir af þeim sjálfum. Þetta á, því miður, ekki bara við um kartöflumömmuna, heldur einnig mæður mannanna barna. Þær strita margar myrkranna milli til að allt geti verið sem bezt, fyrir börnin þeirra. En sum börnin taka ekki einu sinni eftir því, heimta bara meira og meira, hlýða engu og eru óánægð með allt og alla. Þessi börn geta slitið mömmu sinni upp til agna á fáum árum. Þá getur farið fyrir henni líkt og kartöflumömmunni. Verið góð við mömmu ykkar, þá eigið þið hana lengur. Börnin sátu hljóð og horfðu döpur á aumingja kartöflumömmuna, sem einu sinni hafði verið svo ung og falleg.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.