Foreldrablaðið - 01.01.1971, Síða 23
RAGNA ÓLAFSDÓTTIR
EINS OG KOMIÐ HEFUR FRAM f BLAÐA-
GREINUM, HEFUR VERIÐ GERÐ KÖNNUN Á
BYRJENDABÓKUM í LESTRI, MED TILITI TIL
KYNSKIPTINGAR. VEGNA EÐLIS MÁLSINS
ÞÓTTI HLÝÐA AÐ FORVITNAST NÁNAR UM
ÞETTA. VAR LEITAÐ TIL RÖGNU ÓLAFS-
DÓTTUR KENNARA, SEM ER EiN ÚR ÞEIM
HÓPI, ER AÐ KÖNNUNINNI STÓD.
Þar sem þið athuguðuð m. a. byrejndabækur í
lestri, er ekki úr vegi að spyrja, hvort þær séu
ekki fyrst og fremst samdar með það markmið
fyrir augum að þjálfa lestur?
Að sjálfsögðu hlýtur það að vera aðaltilgang-
urinn, og þegar þækur eru athugaðar, má segja
að lestrarfræðileg þygging, a. m. k. hinna nýrri,
svari nokkuð vel kröfum tímans. — En þessar
bækur hafa einnig öðru þýðingarmiklu hlutverki
að gegna, þ. e. uppeldislegu. Það er þessi þátt-
ur, sem vakið hefur áhuga minn og orðið þess
valdandi, að ég hef átt þátt í könnun, þar sem
athugaðar voru þær fyrirmyndir, sem börn kynnast
í bókunum, með tilliti til skiptingarinnar stelpu-
legt — strákalegt, kvenlegt — karlmannlegt.
Hvaða áhrif lestrarefni barna hefur aftur á móti
á hugmyndaheim þeirra, er ekki auðsvarað. Þó
má fullyrða, að slík áhrif aukast í hlutfalli við
möguleikana á að bera sig saman við þær per-
sónur, sem lýst er. Þá skiptir kynið einmitt máli,
þar sem drengir munu nánast eingöngu bera sig
saman við karlkynspersónur, en stúlkur að lík-
indum langoftast við kvenkynspersónur.
Geturðu lýst að einhverju leyti þeirra mynd, sem
börn fá af umheiminum í umræddum bókum með
tillit til þeirrar hlutverkaskiptingar, sem þú get-
ur um?
Sú mynd, sem fram kemur, er skýrt ákveðin.
Stúlkur eiga skilyrðislaust að vera hlýðnar og iðn-
ar, en aftur á móti koma fyrir drengir, sem eru
óhlýðnir og latir. í skólanum eru stúlkur samvizku-
samar, þó er spekingurinn í bekknum auðvitað
drengur. Athafnasvið stúlkna er fábreytt. Ef þær
eru ekki að hjálpa mömmu við húsverkin, eru
brúður og mömmuleikir aðaláhugamál þeirra. —
Dóra á aldrei of margar brúður. Mikil áherzla er
lögð á það, að stúlkur séu fallegar, enda ekki
lítils virði að verða „fríð og góð frú“. — Eftir-
tektavert er, hve stúlkur eru miklu oftar áhorfend-
ur en drengir, þar sem bæði kynin eru nefnd sam-
an við störf eða leiki (sem er þó ekki algengt).