Foreldrablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 26
24
æskufólks
Margir sjóðir hafa verið stofnaðir hér á landi
á liðnum áratugum. Tilgangurinn hefur verið marg-
víslegur — sennilega alltaf góður — en oft hefur
árangur orðið lítill. Er þar einkum því um að
kenna, að verðgildi peninga hefur farið hrað-
minnkandi um langt árabil. Hafa því margir sjóðir,
sem eitt sinn voru allmyndarlegir, dregizt svo sam-
an, að ekki var unnt að ná því markmiði, sem
stefnt var að.
Aðra sögu er að segja af Hjálparsjóði æsku-
fólks. Hann vex með ári hverju og það allhratt,
en er þó jafnframt fær um að gegna miklu hlut-
verki og vaxandi í samræmi við skipulagsskrá
sína.
Einn maður hefur unnið mest að stofnun og
eflingu þessa sjóðs. Er það Magnús Sigurðsson,
fyrrverandi skólastjóri við Hlíðaskólann.
í þessu blaði árið 1964 er viðtal við Magnús.
Um það leyti var hann að sýna kvikmyndina ,,Úr
dagbók lífsins“. Þá mynd lét hann gera í þeim
tilgangi tvennum, að gera fólki Ijósa nauðsyn
margs konar hjálpar til handa mörgu æskufólki
og að afla fjár til þess að gera það mögulegt.
Þessi kvikmynd var fyrst sýnd hér í Reykja-
vík, en síðan ferðaðist Magnús með hana víðs
vegar um landið. Býst ég við, að fáar eða engar
kvikmyndir aðrar hafi verið sýndar á jafnmörg-
um stöðum. Mikill ágóði varð af sýningunni og er
hann aðalstofnfé og þar með grundvöllur sjóðs-
ins.
Foreldrablaðið gerði nokkra grein fyrir þessu
1968. Síðan hefur starfinu verið haldið fram með
góðum árangri. Sjóðurinn óx, og menn fóru að
veita honum aíhygli. Kom það meðal annars fram
þannig, að það fóru að berast gjafir — stund-
um allveru'egar frá fólki víðs vegar um landið.
Segir Magnús, að þær hafi venjulega komið alveg
óvænt.
Þar kom, að ríkissjóður fór að leggja Hjálpar-
sjóði fé og sömuleiðis borgarsjóður Reykjavíkur.
Ekki er þó þar um að ræða háar upphæðir á
mælikvarða nútímans.
Sjóðurinn er nú orðinn 3'h millj. króna og árs-
vextir um 300 þús.
Alls hafa um 80 börn og unglingar þegið fjár-