Landneminn - 01.12.1948, Side 6

Landneminn - 01.12.1948, Side 6
landið er leigt jafnharðan og það er orðið sjálfstœtt ríki, hvernig viðreisnarlán er tekið jafnharðan og þjóðin er loksins orðin hjargálna. Þannig mætti endalaust rekja kennsluaðferðir j)eirr- ar uppeldisstofnunar kapítalismans á íslandi, sem kölluð er vestrænt lýðræði. Sannleikurinn er sá, að allt framferði borgaranna og þess ríkisvalds, sem J>eir hafa að tæki sínu, stendur í hrópandi mótsögn við þær siðferðiskröfur, sem þeir láta andlega for- svarsmenn sína gera til æskulýðsins, enda er þeim lialdið á lofti einungis til málamynda, ])ær eru ekkert annað en blekking, svikahjúpur þess afturhalds sem ekki skirrist við að fórna framtíð barna sinan á altari J)eirra forréttinda, sem j)að er að stritast við að vernda. Og hvernig er svo þetta blessað unga fólk okkar. sem meðtekur slíka sáluhjálp af hendi foreldra sinna, J)jóðfélagsins og umheimsins yfirleitt? Þeirri s])urn- ingu verður ekki svarað í fáum orðum, enda ekki hægt að svara henni á eina algilda lund. En það verð ég að segja, að harla lítið finst mér gæta nú á dögum Jæirra tákna og stórmerkja, sem ævinlega eru aðal æskunnar J)egar allt er nokkurnveginn með feldu. Og merkilegt má heita og hreint og beint ískyggilegt, ef sá hluti eldri kynslóðarinnar sem einhverja ábyrgðar- tilfinningu hefur, er ánægður með ungu kvnslóðina eins og hún er. Auðvitað eigum við ýmiskonar tilbrigði af ungu fólki nú eins og ævinlega. Aðsópsmestur er sá hlut- inn, sem er hreinræklaðast afsprengi skrílfilmunnar og stríðsgróðans. Margt af fólki þessu er stórt og fallegt, ekki vantar það, og frjálsmannlegt í meira lagi. í svi]) })ess má lesa yfirlæti og kæruleysi í senn, allt látbragð þess segir: ég á allan heiminn, enda þótt sá heimur sé ekki annað en gúlfylli af vestrænu togleðri og kókakólaflaska. Þessir ungu gúmmíjórtr- endur eru oftast ríki sínu trúir: reykja eins og stromp- ar, og fara á fyllirí þegar þeir geta. Föðurland þeirra er götuhornið, hugsjónin einhver filmstjarnan. Ekki er nokkur vafi á því, að í þessum hópi er gnótl manns- efna. sem reiðubúin væri til mikilla átaka í jákvæðu J)jóðfélagi. Þetta er einmitt sá hluli æskunnar, sem hezt og fljótast samsvarar þeim uppeldis-skilyrðum, sem hann á við að búa. En svo eigum við líka ungt fólk af ýmsum öðrum gerðum, fólk sem á dýpri rætur í landi og J)ióð, íliug- ult fólk, sem ekki lætur berast eins hratt með straumn- um. En tilvistar þess gætir einkennilega litið í þjóð- lífinu. Margt af því virðist reiðubúið til að láta bjóða sér allt heldur en ráðast gegn öngþveitinu. Það eins og felur sig í hinum siðferðilegu rústum, sumt í ang- ist, ’sumt í hljóðlátri J>rjózku. En jafnvel meðal })ess hluta æskulýðsins sem helzt hefur sig í frammi, verður ekki vart neinna áberandi tilþrifa. Hvergi heyrist sá dynur á jörðu, hvergi sjást J>au leiftur á himni sem jafnan fylgja guði æskunnar, J>egar hann fylkir liði til stórræða. Meira að segja pólistísku félögin virðast kraftlítil, einnig samband ungra sósíalista, Æskulýðsfylkingin. Það er eins og jafnvel hin voldugasta hugsjón megni ekki að kveikja eldmóðinn, hinn skilyrðislausa fórnarvilja, í neinu því ungu brjósti sem lifir og hrærist í þessu undarlega samhlandi velmegunar og hrörnunar. Alltaf fjölgar íslenzkum stúdentum en ])að fer bara því minna fyrir }>eim, sem þeir verða fleiri. Það er eins og búfurnar (>eirra séu að verða ellimörk. Það líf sem þær ættu að lákna blossaði úti í Kaupmannahöfn fyrir heilli öld síð'an. Það er naumast að við fengum háskóla, það er naumast að Island varð sjálfstætt lýðveldi, J>að er naumast að ungir íslendingar fengu í sig og á og urðu stórir og fallegir! En við liverju er ekki að búast, Jægar sjálft þjóð- íélagið er orðið einskonar afsiðunarstofnun? Það væri hreint og beint kraftaverk, ef unga kynslóðin risi upp úr öllu þessu spillingardíki með blys nýrrar aldar á Iofti •—- hún hefur sannarlega ekki verið undir það búin. Og J)ó verð ég þrátt fyrir allt að leyfa mér að vænta þess, að slíkt kraftaverk gerist. Enda þótt okkur skorti alla heimild til að prédika yfir æskulýðnum, hvað þá fordæma hann, þá er jmð þó síðasti og minnsti greiðinn, sem við getum gert hon- um að vera óánægð með hann, ætlast til mikils af honum, óska þess að hann verði föðurbetrungur á öll- um sviðum. Við sem gagnrýnum núverandi ástand og teljum það beinlínis fjörráð við íslenzka menningu, alla menningu, við erum skyldug til að sannfæra unga fólkið um, að þaS sé okkar eini draumur, okkar mikli framtíðardraumur. Við sem ekki höfum bolmagn til að koma hlutunum í það horf, sem nútímamenning krefst, verðum að kalla æskulýðinn til liðs við okkur, brýna hann til hærri óska, stærri dáða. Okkar er að særa hann til uppreisnar gegn því þjóðfélagsástandi, því heimsástandi sem hefur gefið honum brauðið, en tekið frá honum ljósið, opnað honum möguleika en svipt hann sköpunarþránni. Unga fólkið verður að vakna. Það verður að hætta að standa jórtrandi á götuhornum, drekka frá sér vitið. Það verður að inissa sína miklu þolinmæði, sigrast á angistinni. Það verður að skilja, að við erum ekki nema hundrað og þrjátíu þúsundir og að af þessum hundrað og þrjátíu þúsundum má ekki ein einasta manneskja eyða einum einasta degi til ónýtis, ef við Framhald á 18. sífin. 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.