Landneminn - 01.12.1948, Qupperneq 7

Landneminn - 01.12.1948, Qupperneq 7
Kristján írá Djúpalœk: LÍFSTRÉ Þig hryggir íölvi blaðs hins rauða blóms, sem bar þitt tré og veitti sumaryndi. Það afrœkt var, því önn er líf þitt tengt. 4 kvæði Við getum hvorki rödd vors eðlis rengt, né rýrt þann vef, sem hugann fastan bindur við það, sem okkur þó er einkisvert. HAUSTSORG. Þýtur í gulnuðum greinum og gljúfrinu svarta haustvindur napur og hás. Hróp frá örvita hjarta, harmsárt og ekkaslungið hvás. Hitt gildir, að þú heill og sannur sért í sorg og gleði, játir ei né verjir annað en það, sem er þitt hjartansmál. Svo tœm því djarfur draumsins gullnu skál og dvel hjá þínu Jífstré alla tíma, og hlú að þvi þó hrunið skart þess sé. Það geymir brum til blóms sem önnur tré og ber þitt líf til sigurs, einhverntíma. Hver grœtur í gjóstinum kalda? Hvers galdur er það, að laufið, sem grœnt var í gœr, er nú gulnað blað? Hver gaf og tók alla töfra þess teigs, er ég unni? Hvað? Svarið berst ofan að: Guð, og hann grœtur það. KVÆÐIÐ UM SÁLINA. Ég blygðast mín fyrir að setja þann sannleik á blað, en svo var mér þungt í huga á stundum, að ég fómaði höndum til himins í angist og bað: Frelsaðu sál mína, faðir. En faðirinn þagði, þar til í morgun, við sólris, hann sagði: SÁL þína-----Hvað er það? FYRIRSÁT. Sérðu steininn svarta þarna? Sérðu mann, boginn skjótast, biða fœris bakvið hann? Hann á hverri hreifing þinni hefur gát, þér er búin fólsku-fjanda fyrirsát. Hvað skal gera, beint fram bruna, biða og sjá? Eða í boga stórum stika steini hjá? Hetja sönn á hólmi, eigi hrœðast kann. Gakktu djarfur djöfsa móti. Dreptu hann. LANDNEMINN 7

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.