Landneminn - 01.12.1948, Page 11

Landneminn - 01.12.1948, Page 11
Komst leiðangur ungra Norðurlandabúa inn í miðja Norður-Ameríku árið 13G2? — Skilaboðin, sem greina frá hörmungum þeirra, voru lengi vel álitin söguleg fölsun, en nú eru vísindamenn farnir að tala um þau sem „merkustu fornleifamar, er fundizt hafa í Norður-Ameríku fram til þessa." Rúnasteínnínn frá Kensington Bandarískir sagnfræðingar liafa nú i höndnm sér heillandi viðfangsefni. Komst norskur riddari, Pátl Knútsson að nafni, með leiðangur 40 vopnaðra trúboða til upptaka Rauðárinnar í Minnesota-fylki 130 árum áður en Kólumbus fór sina fyrstu ferð vestur um haf? Sannanir fyrir slíkum leiðangri hafa verið að tínast fram í dagsljósið síðastliðna hálfa öld og eru nú komnar á það stig, að sumir helztu fornfræðingar Banda- ríkjanna telja ævintýri Páls Knútssonar og manna hans sögu- iega staðreynd. Þrjú atriði sem styðja þessar skoðanir. Það, sem styður þessar skoðanir, er í fyrsta lagi: Páll Knútsson, lögsögumaður, einn hinna áhrifamestu manna við hirð Magnúsar konungs Eiríkssonar, fyrsta drottnara hins sameinaða ríkis Noregs og Svíþjóðar, fékk um það skipun frá konungi sinum á öndverðum vetri 1354, að safna um sig flokki manna í því augnamiði að leggja upp í ieiðangur til að finna þá, sem enn kynnu að vera lifandi afkomenda hinna horfnu, íslenzku nýlendubúa á vesturströnd Grænlands, óg hjarga sálum þeirra frá glötun. Gera má ráð fyrir, að leið- angur þessi hafi lagt i haf snemma na'sta vor. Siðan fréttist ekkert til hans. I öðru lagi:Fyrir 50 árum rakst sænskur landnemi á sér- kennilegan stein, fólginn milli trjáróta nálægt Kensington í Minnesota-fylki. Á stéttar hliðar steinsins er skráð með rúna- letri lýsing á því, hvernig indíánar hafi stráfellt flokk leið- angurmanna. Sé gengið út frá þvi, að steinninn geymi sög\i- lega staðreynd, hljóta hinir ógæfusömu að hafa verið menn úr leiðangri Páls Knútssonar. Ártal er greypt í steininn: 1362. I þriðja lagi: Á miðju s.l. sumrí var steinn þessi fluttur i Smithsonian-safnið í Washington. Dr. Matthew W. Stirling, for- stjóri þeirrar rannsóknardeildar Bandarikjastjórnar, sem fjallar um ameriska þjóðfneði, lýsti þvi yfir, að steinninn væri „að öllum líkindum meðal merkustu fornleifa, sem fundizt hafa í Norður-Ameriku fram til þessa.“ Mótbárur breytast í sannanir. Þegar Kensington-steinninn fannst fyrst, lýstu vísindamenn því almennt yfir, að hann væri barnaleg tilraun til sögulegrar fölsunar. En á þeim 50 árum, sem síðan eru liðin, liefur af- staða visindamannanna gjörhreytzt, og nú er svo komið, að þau atriði, sem áður urðu þess valdandi að vísindamenn af- neituðu honum, þykju i dag órækastar sannanir fyrir því, að hann sé með öllu ófalsaður. Einn aj starjsmönnum Smithsonian-safnsins rannsakur Kensingtonsteininn. Á því eru fyllstu líkur, segja fornfræðingar nú, að maður nokkur, sem í hæsta lagi einn af hverjum milljón Iiandarikja- ntönnum hefur heyrt um fram til þessa, liafi orðið fyrstur hvitra manna til að stjórna skipulögðum rannsóknarleiðangri inn í LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.