Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 13

Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 13
þeirra, sem hann vildi finna. Og ekki er ólíklegt, að fyrirskipum Magnúsar konungs hafi falið í sér þessa úrslitakosti: Ef þú ekki finnur þá, þarltu ekki að koma aftur. Páll Knútsson kom að mynni hins mikla Nelson-fljóts, hélt suður eftir því til Winnipeg-vatns, og þaðan fylgdi hann vötn- um ýmsum og ám, unz hann var staddur á liökkum Rauðár- innar. —- Jafnvel í dag er nær því óslitin vatnaleið frá ísi fylltu hafinu til vatnalandsins í Minnesota, þar sem Kensing- ton-steinninn fannst. Þetta hlaut að teljast eðlilegasta leiðin fyrir nýlenduhúana frá Grænlandi vestur á bóginn. Það er einnig tilgáta Hjalmars Holands, að Páll Knútsson hafi haldið þetta vera auðveldustu leiðina aftur til búða sinna á Vínlandi. Hann skoðaði Norður-Ameríku ekki sem meginland, heldur sem margar stórar eyjar. Tréð var 40 ára. Ilér er einnig athugandi, að rúnasteinninn hlýlur — hvað sem öðrum röksemdum líður — að hafa legið í jörðu að minnsta kosti eins lengi og espiviðurinn hafði verið í vexti, áður en Ohman rakst á hann. Rannsóknir á sarns konar trjám þarna umhverfis hafa leitt í ljós, að tréð, sem geymdi milli róta sér rúnasteininn, hefur alls ekki verið yngra en 40 ára. Þetta merkir það, að hafi steinninn verið settur þarna til sögulegrar fölsunar, þá hlýtur slíkt að hafa verið gert fyrir 1860. Á þeim tíma voru aðeins örfáir hvítir menn í þessum hluta Minnesota. Þar bjuggu villtir og herskáir Indíánar af Sioux-kynþættinum. Varðandi málablendinginn, sem olli svo mjög tortryggni Breda prófessors, er þess einnig að gæta, að rúnir Kensing- ton-steinsins voru skráðar meir en þrem öldum síðar en hann gat sér til. Noregur liafði þá allnáið samband við flest lönd Evrópu. Ýms ensk orð höfðu komizt inn í mál alþýðunnar. Og bæði Svíar og Norðmenn tóku þátt í leiðangri Páls Knúts- sonar. Magnús Eiriksson var konungur beggja landanna. Það er afar eðlilegt, að tunga leiðangursmannanna hafi verið nokk- uð blönduð að orðfæri. Á steininum stendur, að hluti leiðangursmanna hafi verið skilinn eftir til að gæta skipanna út við hafið „14 dagleiðir frá þessari eyju.“ Vissa er fengin fyrir því, að á þeim tím- um merkti „dagleið“ um það bil 75 mílur, eða vegarlengd þá, sem skip gat siglt á einum degi á góðum byr. Fjórtán slíkar „dagleiðir" nema hér um bil vegarlengdinni frá mynni Nel- son-fljóts að þeim stað, þar sem steinninn fannst. Ferðin mun sennilega hafa lekið Pál Knútsson og rnenn hans eitt ár að minnsta kosti. Áletrunin gefur til kynna, að flokkurinn hafi haft búðir á eyju einni í stöðuvatni, í 75 mílna fjarlægð frá öðru stöðu- vatni, þar sem voru 2 klettóttar eyjar, og á bökkum þessa vatns voru félagar þeirra felldir. Ohman fann steininn í mýrarjaðri í landareign sinni. Jarð- fræðingar fullyrða, að þar hafi verið eyja árið 1362. Jarð- vegurinn á þessum slóðum hefur verið að þorna smátt og smátt síðastliðna öld. Norrœn skipalœgi á ströndum vatnsins. í um það bil 75 mílna fjarlægð frá þessum stað er ein- mitt stöðuvatn með tveim klettóttum eyjum. Það er Cormorant- vatnið í Becker-sýslu. Á ströndum þess eru stórir klettar og í 3 þcirra virðast hafa verið höggin oddlaga skörð. Það var háttur Norðmanna á 14. öld að skorða skip sín á þennan hátt við strendurnar. Ennfremur fannst nýlega norskur eldskörung- Kannski bandarisk skólabörn verði a'ð endurskoða að einhverju leyti afstöðu sina til Kristófers sál uga Kólumbusar? ur frá 14. öld nálægt einum þessara kletta. — Sams konar skipalægi hafa fundizt víðar í þessum hluta Minnesota. — Á undanförnum 50 árum hafa ósjaldan fundizt forn verkfæri, norræn, meðfram Nelson-fljótinu, m. a. 3 stríðsaxir og spjóts- oddur. Þetta gæti gefið til kynna ferðir leiðangursmanna suður frá Hudson-flóa. Fornfræðingar vilja ekki, á þessu stigi málsins, ábyrgjast áreiðanleika Kensington-steinsins. Þess finnast ótal dæmi, að undarlega sinnaðir menn hafa gert sér það til gamans að falsn fornmenjar. En það er álit fræðimanna við Smithsonian- safnið, að hafi einhver falsað Kensington-steininn, þá hljótl sá hinn sami að liafa verið allt í senn, frábær fornfræðingur, jarðfræðingur, tungumálafræðingur og sagnfræðingur. Og hann hlýtur að hafa lagt leið sína inn á yfirráðasvæði hinna villtu indiána fyrir heilli öld. Frá slíkum manni herma engar sagnir. Komst einn þeirra aftur til Noregs? Hvað varð um hina norrænu leiðangursmenn? Sennilegust er sú tilgáta, að indiánar hafi strádrepið þá. Þó er hugsan- legur annar möguleiki. Hinir fyrstu hvítu menn, sem ferðuðust meðal Mandan-indíátianna í Norður-Dakota (ættflokkur, skyld- ur Sioux-indíánunum) flutu fregnir um marga ljós-hærða menn í hópi þeirra. Má vera, að menn Páls Knútssonar hafi bland- azt þessum ættflokki, og einkenni þeirra siðan orðið þar arf- geng. En mannfræðingar Smithsonian-safnsins eru vantrúaðir á þetta, þar eð kenningin er varla í samræmi við lög erfða- fræðinnar. Einnig eru líkur til, að sagnirnar um „ljóshærðu Mandanana" hafi verið ýktar mjög. En rannsóknir á þessu utriði er ekki hægt að gera héðan af, þar eð ættflokkur Mand- ananna varð þvi nær útdauða í bólusótt, sem geisaði fyrir 50 árurn. Óljós vísbending er til um það, að einhver þeirra leiðangurs- manna, sem skildir voru eftir hjá skipunum i mynni Nelson- fljótsins, hafi komizt aftur til Noregs. Sagt er, að á meðan hin mikla plága geisaði, hafi Magnúsi konungi borizt fregnir um, að nýlendubúar Grænlands væru týndir. Hver hafði flutt honum þessi geigvænlegu tíðindi? — Enn er fyrir hendi sá möguleiki, að á meðal rotinna og snjáðra skjala i einhverju safni Evrópu eigi eftir að finnast frásögn af leiðangrinum, gerð af einhverjum manna Páls Knútssonar. (Eftir grein Thomas R, Henry í „Saturday Evening Post"). LANDNEMINN 13

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.