Landneminn - 01.12.1948, Síða 14
Eftir A s a í B œ .
„Ég hélt maður ætti ekki aff fá að sjá þig í dag
iueira toringi.“
„Nóg er að gera þó kaupið sé lágt.“
„Það er víst. Nú skal stórt ske, trúég.“
„Já, nú dregur til úrslita.“
„Og þú' erl bjartsýnn á 'sigurinn.“
„Vongóður.“
„Er það meiningin, að þið ætlið að stoppa allt
draslið í dag?“
„Já, við höfum liugsað okkur J)að.“
„Og ef það ber engan árangur?“
„Þá eyðileggst öll beitusíld sem til er.“
„Og þér Iíkar það vel?“
„Þetta er )»að eina sem hægt er að gera úr |>ví sem
komið er.“
„Ég verð að segja, að mér finnst þelta vera farið
að ganga nokkuð langt hjá ykkur. Ég er undrandi á
að J)ú skulir láta hafa þig út í ]>essa glæframennsku.“
„Heyrðu góði, hefurðu fengið þér neðan í ]>ví? 0-
sköp ertu taugaóstyrkur.“
„Þið eruð búnir að halda okkur í landi í þrár vik-
ur með þessu helvítis brauki, og þér finnst það ekki
nóg. Nú á semsé að eyðileggja vertíðina, ef hægt væri.
En þú reiknar skakkt, góði.“
„Ég sé að þú ert efnilegur formaður, einnig í landi.“
„Þegar maður getur ekki róið á sjó, þá rær maður
í Iandi. Ég get sagt þér, kall minn, að allt ykkar hrölt
er unnið fyrir gýg, |>að verður aldrei samið við ykk-
ur. Framvegis verðið þið að engu hafðir, en farið
að róa; hvað sem þið segið.“
„Þú segir fréttir."
„Það eru fleiri en þið, sem hugsa til hrevfings í
dag. Þið verðið ekki látnir leika ykkur að því að
stop|)a vertíðina.“
„Þú ert fullur, ]>að bregzt mér ekki.“
„Engin fíflalæti.“
„Þá skaltu þegja.“
„Allur fjöldi sjómanna er og hefur verið á móti
þessu verkfalli, enda hefur það gert meiri bölvun en
tölum taki. Það eru aðeins fáir angurgapar sem fyrir
þessu standa og þeim verður ekki liðið það lengur.
Verkfallið er tapað.“
„Gerðu það fyrir mig, mágur sæll, að æsa ])ig ekki
svona uj>p, þér fer það svo hroðalega.“
„Þú mátt gera grín að mér eins og þú vilt. Það er
ekki víst hver kátastur verður að kvöldi.“
„Blessaður vertu ekki að þessu stagli. Það er til-
gangslaust að reyna að hræða mig. Þú veizt það eins
vel og ég, að hér fer enginn bátur á sjó fyrr en
samningar hafa tekizt, hvað sem það kostar. Þeir skulu
fá að sjá, að við erum engir þrælar, sem hægt er að
trampa oní skítinn endalaust. Svo er útrætt um þetta
mál.“
„Þú segir það. Ég ætla þá að segja þér, að ykkur
tekst aldrei að framkvæma áform ykkar. Þið verðið
stöðvaðir.“
„Og hverjir ætla að gera það, ef ég má spyrja.“
„Við sjómennirnir sem erum orðnir hundleiðir á
að hanga í landi í hlíðunni. Og þeir eru ekkert fáir,
sem eru búnir að fá meira en nóg.“
„Þið ættuð að reyna það, nokkrir formenn á móti
hundruðum sjómanna. Verlu nú ekki að gera þig að
meira fífli en þú ert. Þú hefðir gott af að leggja þig.“
„Og ég veit meira en þig grunar. Ég get saat þér,
að flestir ykkar áhangendur eru orðnir hundleiðir á
þessum ófögnuði, og þú skalt ekki halda, að ]>eir láti
sjá sig, ef þeir vila að tekið verður á móti þeim ómjúk-
um höndum. Þetta er allt runnið út í sandinn og allir
aðilar beðið stórtjón, en þið hljótið skömm fyrir til-
tækið.“
„Svo þið ællið að slásl við okkur. Það verður
skemmtilegt. Hvílík göfugmennska að fórna sér þann-
ig fyrir heilgan málstað útgerðarmanna. Heldurðu að
það sé munur að fá tækifæri til að gefa nokkrum
sjóaraskörfum á kjaftinn fyrir að haga sér dónalega
og gera kröfur. Hvílíkar hetjur. En ykkur gleymist að
14 LANDNEMINN