Landneminn - 01.12.1948, Qupperneq 15

Landneminn - 01.12.1948, Qupperneq 15
sjómennirnir lmi'a hnúa sem eru ýmsu vanir. Og það er ekki víst að íslendingi sé svo aftur farið, að hann verði tilkippilegri til undirgefni ef honnm er heitið barsmíð. En það gleður mig að þú skulir vera orð- inn svona mikil hetja.“ „Það hryggir mig hins vegar, að þú skulir liafa lent í þessu.“ „Já, auðvitað. Það hryggir þig eðlilega að sjómenn- irnir skuli hafa kjark til að berjast fyrir bættum kjör- um. Það mundi hryggja þig mjög ef útgerðarmenn skyldu sjá sóma sinn í að viðurkenna félag þeirra og semja við þá á friðsamlegan hátt. Það hryggir þig mikið, ef þeir skyldu öðlast rétt sinn til að ákveða með hvaða hætli þeir selja sitt eina verðmæti, vinn- una. Það væri hörmulegt, ef öryggi þeirra yrði bæti og kjör þeirra færð í réttlætisátt. En það allra hörmu- legasta væri þó, ef blessaðir útgerðarmennirnir, þessir bjargvættir, skyldu verða að láta í minnipokann fyr- ir þessum „skríl“. Það er ekki að undra þótt þú sért hryggur og hræddur við allar þessar voðalegu kröfur, sem aítla alveg að „sliga útgerðina“.“ „Það er velst hverjar kröfurnar eru.“ „Allar kröfur eru ósanngjarnar. segja Jjeir sem eiga að uppfylla þær.“ „Þetta er allt ein svívirða og það er ykkar sök.“ „Já, okkar sök er að vera beittir órétti. Þeirra sök er að hundsa kröfur okkar. Þeir hafa ekki viljað tala við okkur frekar en við séum liundar. Okkur hefði ekkert verið ljúfara en að ná friðsamlegu samkomu- lagi. En þeir völdu þessa leið og þeir skulu fá að súpa af því seyðið.“ „Það eru allir, sem súpa seyðið, og ekki kemur það síður niður á bláfátækum sjómönnum en útgerðar- mönnunum. Og þú skalt ekki halda að þeir láti ykk- ur segja sér fyrir verkum, hvorki nú né framvegis.“ „Ég skal þá segja þér, að' J>eir skulu verða að beygja sig, fyrr eða seinna. Þeir skulu verða að kyngja þeim bita að samtök verkalýðsins eru ekki það, sem hægt er að sparka í von úr viti. Þeim skal lærast að við erum menn eigi síður en þeir, og höfum fullan rétt til að ráða högum okkar. Það’ erum við sem skulum ráða því hvaða verði við seljum vinnu okkar og við munum ákveða það í hvert eitt sinn, og vilji þeir ekki ganga að því að greiða það sem við setjum upp, fá þeir ekki vinnu okkar. Og hvar standa þeir þá? Kannski þeir ætli sjálfir að róa á bátum sínum?“ „Það er nógu mikill gorgeir í þér núna, en hann lækkar áður en lýkur. Á morgun verð’ur þetta verk- fall á enda og pið’ hafið tapað. Og þér persónulega væri nær að’ draga þig til haka áð’ur en það er urn seinan, heldur en að rífa þig hér og koma þér út úr liúsi góðra manna.“ „Nei, hættu nú, góði. Það er ekki nóg að þú svíkir stétt þína þegar mest á ríður, heldur ætlastu til að ég svíkist undan merkjum á síð’ustu stundu. . . .“ „Það er lygi, ég hef engan svikið....“ „Þú ert sjómað’ur eins og við hinir, en þú flaðrar utaní Stefáni eins og rakki sem veit af bita í húsbónda hendi. Þú veizt, að’ málstaður okkar er réttur og munt sjálfur feginn taka þeim kjarabótmn sem nást, en þig brestur ekki að'eins manndóm til að’ standa með okkur, heldur lætur einnig hafa þig út í það skítverk að berjast á móti okkur, ef til kæmi.“ „Þetta er lygi. Ég hef alltaf verið á móti þessu brölti ykkar, því að ég veit það verð’ur aldrei til ann- ars en bölvunar fyrir alla og ekki sízt þig. Þú hefur ekki haft annað’ upp úr jiessu en smánina hingað til, og nú ertu búinn að eyðileggja framtíð þína með' eintómum asnaskajn Þú ert fífl. Fífl.“ „Já, það segirðu satt. Ég er fífl. Aðeins fífl gæti látið sér til hugar koma að stofna sjómannafélag og brjótast í því að sýna köllunum fram á ]>að ranglæti. sem þeir eru beittir. Aðeins fífl lætur sér ekki á sama standa um meðbræður sína. Aðeins fífl hefur skoðun. sem fer í bága við’ ráðandi menn. Hinir, sem eru séðir eins og J)ú og þínir líkar, smjað’ra fyrir yfirmönn- nm sínum og skríða eins og hundar. Þeir hafa enga skoðun að’ra en þá, sem yfirboðarinn segir þeim að liafa. Þeir koma ár sinni vel fyrir borð. Þeir gera aldrei verkfall. Þeir berjast móti bræðrum sínum scm standa í verkfalli. Og fyrir það fá þeir sín laun. Þeir kunna að lifa. Við fíflin kunnum ekki að lifa. En með’an samvizka mín segir mér að berjast móti j)ví ranglæti sem kemur fram við mig og aðra, þá mun ég ekki gerast einn hinna séðu.“ „Það er von að ]>ú sért upp með þér af því að hafa komið’ á þessu verkfalli. Það er ekki að undra, þó að þú stærir þig af að valda bessu plássi meira tjóni en mannskað’aveður gæti gert, tjóni, sem kemur nið’ur á öllum sem stunda j)ennan atvinnuveg. Það er svo hrósvert að gaspra á fundum og æsa aumuslu fáráðl- ingana til fylgis við' þetta ódæði. Blessað’ur haltu áfram eins lengi og j)ú vilt fyrir mér. Það kemur þér sjálfum í koll og það’ fyrr en varir. Haltu áfram að blása að hatursglóð’um í þessu friðsama plássi, svo allt lendi í kaldakoli eins og í Rússlandi. Það er sem þið viljið.“ „Það var auðvitað að Hússland mætti ekki vanla í fyrirlesturinn. Það’ væri annars fróðlegt að vita hvernig atvinnurekendurnir færu að’ ef j>eir hefð’u ekki Frumhald á IS. sífiu. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.