Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 28
legrar umönnunar, síðan fregnirnar bárust af hinum óhversdagslega kálfi. Bróðirinn var sendur útí búð eftir sykri; — og hann kom aftur með sykur. * ÞEGAR MAÐUR gengur inní Náttúrugri])a- safnið og beygir til vinstri, eru íslenzkir fuglar með- fram endilöngum veggnum. I fyrstu mæltu systkinin ekki orð frá vörum, en horfðu á það með alvörusvip, hversu ótrúleg tilbrigði anda og máfa teljast hluthafar í þessu landi þeirra, —þegar öllu er á botninn hvolft. — Þangaðtil þau stóðu allt í einu andspænis æðarkóng. Andlitið á þeim fugli vakti sórstaka eftirtekt systurinnar og hún sagði: „Nei, sjáðu hvað hann er bólginn á milli augnanna.“ — „Það er nú meira,“ sagði ég, og systirin bætti við þeirri athugasemd að bróðirinn hefði varla verið bólgn- ari, þegar hann kom heim úr fyrstu skautaferð ævinn- ar hórna um daginn. Bróðirinn leit til okkar þegjandi, en það mátti skilja á augnaráði hans, að hór væri ekki staðurinn til þess að segja brandara, — sízt af öllu svona brandara. Það hittist svo á, að fjölmenni var í Náttúrugripa- safninu þennan dag. Einn bekkur úr barnaskólanum hafði brugðið sér þangað í rannsóknarleiðangur undir stjórn kennara síns. Rannsóknarleiðangur þessi mjak- aðist frá einum sýningarskáp til annars, og var á honum allgott skipulag, utan hvað einstakir hójiar hans höfðu nokkra tilhneigingu til að leysast upp í feluleik innanum sýningarpúltin, sem fylla salinn. — Einnig klofnuðu annað veifið úr honum smærri leið- angrar, prívatleiðangrar þeirra telpna eða stráka, sem þóttust vita betur en kennarinn, hvað hér væri helzt að sjá. Tveir leiðangursmanna stóðu hjá einum krókódíln- um og voru heimspekilegir. „Það eru farnar að skemm- ast í honum tennurnar,“ sagði annar þeirra. „Já, mað- ur,“ sagði hinn og vakti athygli á því, að einhver hugulsöm persóna liefði séð aumur á viðkomandi krókódíl og dregið úr honum allmargar framtennur. Þeim fyrrnefnda datt þá í hug sá möguleiki að þessi tannsnyrting hefði ekki orsakazt af einni saman um- byggjunni fyrir krókódílnum. Gat ekki alveg eins hugsazt að sá, sem tunnurnar dró, hefði einmitt gert það af umhyggju fyrir sjálfum sér? Illa tenntur krók- ódíll nyti að minnsta kosti ekki eins góðrar aðstöðu og vel tenntur krókódíll, ef það dytti í þá að éta fólk, — já, ef það dytti kannski í þá að éta tann- lækna? Hinn síðarnefndi taldi að þessi skýring væri langsótt og næsta hæpin, — og rökræðurnar héldu áfram. ★ ÞETTA SAMTAL þeirra félaganna hafði vakið athygli bróðurins á krókódílnum. „Étur hann menn?“ spurði bróðirinn og kvað sterkt, rétt en ekki reykjavík- urlega að t-inu. Hann var nefnilega í sveit fyrir norðan í sumar. — Ég svaraði ekki strax, og bróðirinn spurði aftur með norðlenzkum framburði: „Étur hann menn?“ — Það var auðfundið á röddinni, að hann taldi sér ekki skylt að trúa svarinu, ef það yrði jákvætt. Enda eðlilegt, því ef satt skal segja, þá var títtnefndur krókódíll hvergi nærri slíkur um líkams- burði að hann mætti teljast þess megnugur að sporð- renna fullorðnu fólki. Hvað stærðina snerti var hann t. d. ekki nema saklaust ungi í samanburði við þá krókódíla ógnar og skelfingar, sem vikulega — og stundum oft í viku •—- gera sig líklega að gleypa Tarzan í heilu lagi innanum auglýsingar Vísis. — „Hann étur að minnsta kosti ekki Tarzan,“ sagði ég að lokum, og bróðirinn virtist ánægður með svarið. Og nú víkur sögunni aftur að systurinni. Á meðan ég og bróðirinn hugleiddum hæfileika krókódílsins til að fækka mannkyninu, hafði hún staðið hjá einu sýningarpúltinu og horft á allskonar egg, er J>ar voru geymd. En þegar hér var komið, kallaði hún til mín, benti á einstakt egg, sem í fyrirferð bar mjög af öðrum eggjum, og sagði: „Svona egg var í sveitinni minni.“ — Systirin hafði verið í sveit fyrir austan fjall í sumar — nánar tiltekið í Holtunum — og þetta var strútsegg. — „Ertu nú alveg viss um, að svona egg hafi verið í sveitinni þinni?“ sagði ég. „Þetta er egg úr strút.“ Systirin þurfti ekki að láta mig segja sér neitt um eggin í Holtunum. „Já, það voru mörg svona egg,“ svaraði hún. Ég fann strax, að hér stóð ég andspænis þeim dýro- arljóma sveitarinnar sem engin skólalærð fuglafræði fengi unnið á. En einmitt er ég hafði tekið ákvörðun um að gera ekki frekari tilraunir til merkilegheita í þessum efnum, var hafin gegn mér sókn úr annarri átt. Bróðirinn stakk höfðinu fram á milli mín og systurinnar, segjandi. „Hvað er strútur?“ Ef til er fullnægjandi svar við slíkri spurningu frá slíkum spyrjanda, J)á þekki ég ekki slíkt svar. „Það er fugl í Afríku,“ sagði ég og hafði þar með álpazt útí ófæruna. Því bróðirinn fylgdi fast eftir sókninni og spurði tafarlaust: „Hvar er Afríka?“ Nú gat ég að vísu vonazt til að losna úr klípunni með því svari, að Afríka næði yfir tiltekinn part af hneltinum. En við Jjað hefði varla gefizt annað en gálgafrestur. Næsta spurning hlaut að verða: Hvar er hnötturinn? Aftur var jú hægt að fá gálgafrest með |)eim upplýsingum, að hnötturinn væri í himingeimn- um. En hvar var þá himingeimurinn? — Hér beið mín 28 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.