Landneminn - 01.12.1948, Síða 30
MENN MANAÐARINS
Ræða sú sem
séra Sigurbjörn
Einarsson dósent
flutti í nafni ís-
lenzkra háskóla-
borgara hinn 1.
desember s. 1. er
einhver sú skorin-
orðasta sem hald-
in hefur verið. f
ræðu sinni talaði
dósentinn máli ís-
lrnzks hlutleysis og vítti „skrattagang"
málóðra blaðamanna og annarra sem róa
nú að því að þjóðin láti hernema sjálfa
sig og landið sem hún byggir. Ræða dós-
entsins vakti mikla athygli og hefur hann
orðið fyrir allmiklu aðkasti fyrir afstöðu
þí' er liann túlkaði þennan merkisdag. —
Sóttu að honum fylktu liði ritstjórar
stjórnarblaðanna í Reykjavík og voru orð
þeirra fáryrði og brigzlyrði. Meginvilla
þeirra var sú, að þeir töldu andstæðinga
hernaðarbandalags íslands við önnur ríki
erindreka Rússa og reyndu að setja
kommúnistískan stimpil á sr. Sigurbjörn,
hvað þeim mistókst algerlega.
Til áréttingar orðum sínum hélt sr. Sig-
urbjörn fyrirlestur í sal Mjólkurstöðvar-
innar í Reykjavik þann 12. desember. Fyr-
irlesturinn var mjög fjölsóttur, og hafa
nú báðar þessar ræður verið gefnar úl
sérprentaðar og fást í öllum bókabúð-
um.
Háskólastúdentar héldu síðan fund þ.
14. desember og lýstu þar yfir fylgi sínu
við þá skoðun sr. Sigurbjarnar, að þjóðinni
bæri að forðast þátttöku í hverskonar
hernaðarsamtökum og að herstöðvar í
landinu væru hættulegar tilveru og fram-
tíð þjóðarinnar.
Sr. Sigurbjörn er fæddur 30. júní 1911
að Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Ilann
lr.uk stúdentsprófi -í Reykjavík 1931 og
guðfræðiprófi við Háskólann 1938, en hafði
áður stundað framhaldsnám í Svíþjóð um
nokkurra ára skeið. Hann var prestur að
Breiðabólsstað á Skógarströnd til ársins
1941 er honum var veitt Hallgrímspresta-
kall í Reykjavik, og frá 1943 hefur hann
verið dósent við guðfræðideild Háskólans.
PÁLL KR. PÁLSSON orgelleikari er
fa ddur í Rvík 30. ágúst 1912. Hann er
sunnlenzkur að ætt, sonur hjónanna Krist-
ínar Árnadóttur og Páls Árnasonar lög-
regluþjóns.
Tónlistarhneigð Páls kom snemma í
ljós. Að sögn móður hans söng hann al-
gengustu lög þegar á fyrsta ári, og fjög-
urra ára gamall spilaði hann á stofuorgel
„eftir eyranu" lög sem hann heyrði.
Páll fór að vinna í pósthúsinu í Reykja-
vík 17 ára að aldri, hætti þar eftir nokkur
ái og starfaði síðan hjá tollstjóra allt þar
til hann fór utan haustið 1946.
Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofn-
aður 1930: gekk Páll þcgar í hann og
lærði þar tónfræði og píanóleik i þrjú ár,
eða til ársins 1932. Síðar lærði hann um
nokkurt skeið orgelleik hjá Páli Isólfssyni
og tónfræði hjá dr.
Urbantschitsch.
Vegna vinnu
sinnar hefur Páll
lengst af haft Jít-
inn tima til tón-
listariðkana. Þó
hafði hann komið
fram nokkrum
sinnum, er hann
fór út, bæði sem
píanóleikari og
sem aðstoðarmað-
ur hjá einsöngvurum og kvartettum.
Haustið 1946 fór Páll utan, eins og
áður segir. Var liann fyrst nokkra mánuði
á Norðurlöndum við tónlistarnám, en
rivaldist þó lengst af í Edinborg, eða um
þriggja missera skeið, og stundaði þar
tónfræðinám hjá Dr. Hans Gál og orgel-
leik hjá Herrick Bunney, organista við
Sl. Giles dómkirkjuna. Páll lék þar opin-
berlega í október s. I. við mikla aðsókn
og fékk ágæta dóma.
Seint i nóvember kom Páll heim til
íslands og hefur síðan haldið einn konsert
í Dómkirkjunni í Rvík. Gagnrýnendum
ber saman um að okkur hafi hér bætzt
mjög efnilegur listamaður.
Páll kvæntist árið 1934 Margréti Árna-
dóttur frá Höfðahólum. Þau eiga tvö börn,
12 ára dreng og 5 ára telpu.
Nýlega kom hollenzki skákmeistarinn
dr. Max Euwe hingað til lands. — Sem
kunnugt er hefur dr. Euwe verið heims-
meistari í þessari íþrótt, tekið þátt í fjölda
skákmóta og ritað mikið um skák. Skák-
menn okkar höfðu mikinn viðbúnað er dr.
Euwe kom; keppti hann hér við íslenzka
landsliðið, tefldi fjöltefli og flutti fyrir-
lestur um skák. Fyrsti keppinautur dokt-
orsins var menntaskólanemandi, Guðmund-
ur Pálmason að nafni. Skák þeirra dr.
Euwes varð jafntefli, og í næstu umferð
vann Guðmundur skákmeistara Norður-
landa, Baldur Möller. Hefur því athygli
skákunnenda beinzt mjög að þessum unga
skákmanni síðustu dagana, enda er skák-
ferill þessa tvítuga menntaskólanemenda
óvenju glæsilegur og ber vott um alveg
sérstaka hæfileika.
Guðmundur byrjaði óvenju seint að
tefla, lærði mannganginn 16 ára, en ári
síðar, eða 1945, fór hann fyrir alvöru að
tefla, keppti i 2. flokki á skákþingi Is-
lands, varð efstur og fluttist uppí 1.
flokk. Árið eftir varð hann nr. 2 í 1.
ílokki, en fékk yfir 80% vinninga og flutt-
ist þvi upp í meistaraflokk. Þegar meist-
araflokki var skipt, vann Guðmundur sig
upp í landsliðið og í vor varð hann næst-
ur á eftir Baldri Möller skákmeistara ís-
lands. — í kepjininni við dr. Euwe varð
Guðmundur nr. 2 ásamt Ásmundi Ás-
geirssyni, en dr. Euwe varð efstur. —
Vonandi á hinn ungi skákmaður mikinn
frama fyrir höndum á skákbrautinni og
getum við vænzt mikils af honurn í viður-
eign við erlenda
meistara.
Guðmundur er
fæddur 11. júní
1928 á Oddstöð-
um í Dalasýslu,
sonur hjónanna
Guðrúnar Guð-
mundsdóttur og
Pálma Skarphéð-
inssonar trésmiðs.
Hann fluttist til
Reykjavíkur 1934 |
og er nú við nám í 6. bekk sta'rðfræði- :
dtildar Menntaskólans i Reykjavik. j||
30 LANDNEMINN