Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 3

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 3
LANDIVEhlN/V Útgefuiuli: ÆskulýSsfylkingin — samband ungra sósíalista. Ritstjórí: Jónas Árnustm. 2. tölublað Febrúar 1949 3. árgangut GAMLI sÁri/ar: „Þetta göfuga “ gengur til þurrðar Árið 1941 þes>'ai amerískt herlið tók við her- vernd íslands af Bretum urðú nokkrar umræður á alþingi um hlutleysisyfirlýsinguna frá 1918. Voru þingmenn þá mjög á einu máli um, að frá hlutleysisstefnunni bæri í engu að livika, þar eð sú stefna væri hyrningarsteinn og „grund- völlur undir sjálfstæði lítillar og vopnlausrar þ'óðar", eins og einn af þingmönnum Sjálístæðis- flokksins komst að orði. Árið 1945 eða í lok stríðsins virtist ennþá sem sami andi svifi yfir vötnum alþingis, því þá neitar allur þingheimur einróma að stuðla að inngöngu íslands í sam- einuðu þjóðirnar eigi slíkt að kosta hlutleysis- stöðu okkar, eða það að við ætlum að gerast styrjaldaraðili. En upp úr jjessu fer mjög að halla undan fæti hjá karakter íslenzkra valdamanna, og haustið 1946 er hinn frægi Keflavíkursamningur gerður, en hann einn hefði átt að nægja til að tryggja minningu þeirra alþingismanna er að honum stóðu nægilega smán. Reynt var ]jó að blekkja jjjóðina með ]jví að sá shmningur væri ekki hernaðarlegs eðlis, og virðist Jjví sem formælend- um hans hafi ekki Jjótt tímabært Jjá að kasta hlútleysisgiímunni, en Jieir voru eins og kunnugt er allir ]>ingmenn hins svokallaða Sjálfstæðis- llokks, flestir þingmenn aðstoðaríhaldsins, öðru nafni Alþyðuflokksins, og Jjeir þingmenn Fram- sóknarflokksins, sem taldir eru einna hand- gengnastir )>eim braskaralýð er stjórnar hinum flokkunum báðum og hefur á undanförnum veltiárum leyft sér slíkan munað og hagað ljár- plógsstarfsemi sinni þannig bæði utan lands og innan, að litlu munar að Jjessum lýð hafi tekizt að koma efnahagslegu sjálfstæði Jjjóðarinnar fyrir kattarnef. Síðan Keflavíkursamningurinn var gerður eru nú liðin tvö ár og nú eru atvinnupólitíkusar Jjeir, er að honum stóðu opinberlega, farnir á stúfana á nýjan leik með áróður fyrir Jjví að Island gerist hernaðaraðili og verði innlimað í hernaðarkerfi Bandaríkjanna. Slíkur áróður krafðist Jjess vitanlega að hlutleysisyfirlýsingunni frá 1918 yrði endanlega varpað fvrir borð og Jjeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem fastast fylgdu þeirri stefnu á árunum 1911—1945, hefur ekki orðið mikið fyrir því nú síðustu vik- urnar að ómerkja Jiær skoðanir er Jjeir höfðu Jjá í þessu máli. Foringjar Sjálfstæðisflokksins og Alþvðuflokks- ins fluttu Jjjóð sinni J>ann boðskap í byrjun ]>essa árs að tal þeirra um hlutlevsi lyrir skömmu síðan hali verið „óvitahjal". Ef til stríðs kæmi, dygði hér ekkert annað en J>að að gerast hern- aðaraðili, og fá í hendur „sterkustu vígvélar og öflugustu morðvopn." Það væri hin „mesta glópska“ að hafa landið „opið og óvarið'*. En ]>ó að íslenzka J>jóðin hafi dáð kappa sína á sögu- öldinni, hneigist hún nú mjög til ]>ess háttar að vilja lifa í friði og sátt við aðrar ]>jóðir, enda LANDNEMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.