Landneminn - 01.02.1949, Síða 4

Landneminn - 01.02.1949, Síða 4
búin að fá nóg af hernaðaraðgerðum á landi sínu á síðustu árum. Þess vegna reis mjög sterk mótmælaalda meðal þjóðarinnar gegn hinum glamurkennda vígbúnaðaráróðri hinna tveggja pólitísku flokksforingja. Nokkrar vikur liðu og alda mótmælanna reis æ hærra, unz Sjálfstæðis- flokkurinn sá sitt óvænna, hóaði saman fundi og fékk þar samþykkta nýja línu, sem almennt er álitið að áður hafi verið búið að samþykkja í Washington að leggja mætti fyrir íslenzku þjóðina, eftir þær viðtökur er sú fyrri hafði feng- ið. Hin nýja samþykkt var þess eðlis að sjálfsagt væri fyrir ísland að ganga í hernaðarbandalag bandarískra stríðsæsingamanna, en hinsvegár skyldi hér ekki leyfð „herseta á friðartímum“ og „ekki herskylda"! Hin nýja stefna landsölumanna birtist sam- dægurs í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu, svo sannleikurinn hefur ver,ið góður. Og svo mikið þótti við liggja að flytja þjóðinni liinn nýja boð- skap að nú er ríkisútvarpið, sem ekki mátti áður flekka hlutleysi sitt á því að birta í fréttum sínum samþykktir íslendinga í þessum málum, opnað fyrir hinum nýja áróðri og samþykkt fundar Sjálfstæðisflokksins lesin þar upp, en fréttagildi hennar mun aðallega hafa átt að liggja í hughvarfi hinna pólitísku foringja, er eigi töldu það lengur glópsku að hafa landið „opið og óvarið", sérstaklega eftir að það væri búið að afla sér óvina með því að gerast aðili að hernaðarbandalagi, sem stefnt er gegn ákveðn- um ríkjum. Þrátt fyrir hina nýju stelnu boðbera víga- ferlanna verður andstaða þjóðarinnar æ öflugri. Fleiri og fleiri menn, sem annt er um íslenzkt þjóðerni og íslenzkt sjálfstæði kveða sér hljóðs og bera fram rök sín gegn ævintýramennsku þeirra atvinnupólitíkusa, sem virðist standa á sama um þetta hvorttveggja. Hinsvegar eru þeir fáir sem opinberlega ljá þeim lið. Því vakti það nokkra athygli, er klerkur nokkur á afskekktu brauði tók sig upp um miðjan þorra, í umhleyp- ingasömu tíðarfari, kvaddi söfnuð sinn og hélt til Reykjavíkur, íslenzkum stríðsæsingamönnum til fulltingis. Liðveizla þessi mun þó hafa orðið til lítils gagns; aðeins afsannað þá fullyrðingu eins stórskáldsins okkar að hinn illi málstaður ætti jafnan „máttuga málsvörn" hjá „meinhæg- um jarmandi brauðklerk“. Auðvitað var föru- klerki þessum strax hleypt að hljóðnema ríkis- útvarpsins, þar sem hann flutti boðskap sinn undir því stórfrumlega yfirskyni, að hér væru nýjar biblíuskýringar á ferðinni! Hér verður ekki farið út í gagnrýni á þeim málflutningi, er agentar Bandaríkjanna hafa tamið sér undanfarið, enda hefur hann verið tættur sundur af þeim sem ötullegast flytja nú hinn íslenzka málstað bæði í ræðu og riti. En mörgum mun hafa flogið í hug sú spurning, livaða hvatir stjórnuðu aðgerðum þeirra manna, er nú eru að leika þann hættulegasta leik gagn- vart íslenzku þjóðinni er nokkurntíma hefur ver- ið leikinn í Islandssögunni. A því verða vafalaust gefnar tæmandi skýringar þegar fram líða stund- ir, en ekki væri úr vegi að rifja upp eftirfar- andi sögu ef hún brygði nokkru ljósi yfir það pólitíska siðferðisástand, sem virðist ráðandi meðal þeirra legáta, sem íslenzka braskarastéttin teflir nú fram á skákborði stjórnmálanna. Fyrir nokkrum árum var þekktur kaupmaður vestur á Snæfellsnesi við Ijárkaup þar í sýslunni. Hann keypti féð á fæti en hafði þá reglu við verðlagningu þess að borga hinum ríkari bænd- um hærra verð fyrir kindina en hinum sem fá- tækir voru. Fylgdarmaður kaupmannsins, sem ekki mun hafa verið vel heima í hinni æðri við- skiptafræði kaupsýslustéttarinnar á íslandi, undraðist þennan verzlunarmáta og spurði hús- bónda sinn hvernig hann kynni við slíkar verzl- unaraðferðir sem þessar. „Vel“ svaraði kaupmað- urinn og bætti síðan við alldrýgindalega: „en það svona smáminnkar í manni þetta göfuga.“ Það er ekkert óeðlilegt að sú braskarastétt, sem á undanförnum árum hefur útfært með ó- teljandi tilbrigðum verzlunarmóral kaupmanns- ins á Snæfellsnesi, velji sér þá menn til pólit- ískrar forustu sem ekki eiga orðið mikið eftir af „þessu göfuga", jafnvel ekki þegar málstaður fósturjarðarinnar er í veði. Það lilýtur að vera rökrétt afleiðing þeirra siðgæðishugmynda, sem verzlunarsvindl og faktúrufalsanir undangeng- inna ára hafa skapað, að þeir sem ganga pólitískra erinda þessa braskaralýðs, láti sig íslenzkt þjóð- erni og menningu litlu skipta, yrði valdaaðstaða þeirra, sem nú er í hættu vegna vaxandi skiln- ings íslenzkar alþýðu á pólitískri spillingu þeirra, tryggð með hersetu amerískra kjarnorkumanna í landinu. En þeir valdamenn íslenzkir, sem þann- ig haga sér verða að gera sér það ljóst, að slíkt ber þess glögg vitni að „þetta göfuga“ í þeim, sé farið að ganga allmikið til þurrðar, hafi það á annað borð nokkurn tírna verið fyrir hendi. 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.